Frjáls verslun - 01.04.1968, Qupperneq 59
FRJÁLS' VERZLUN
57
ÞEIR KOMA TIL ÍSLANDS Á
RÁÐHERRAFUNDINN
1 tileíni af ráðherrafundi NATO kynnir F.V. utanríkisráðherra aðildarríkja
bandalagsins, sem vœntanlega koma til landsins.
DEAN RUSK, bandaríski utanrik-
isráðherrann, er 59 ára, fæddur i
Georgiafylki i Bandaríkjunum. Hann
lauk háskólaprófi við Davidsonhá-
skóla í Norður-Carolina, en stundaði
síðan framhaldsnám i Oxford og
Berlín. Var Rusk svo háskólafyrirles-
ari í stjórnvísindum við Millsháskóla
Dean Kusk.
í Oakland árin 1934—’40. 1 heims-
styrjöldinni var hann einn af yfir-
mönnum bandarísku liðssveitanna í
Kína, Burma og Indlandi og starf-
aði síðar að yfirstjórn hernaðarað-
gerðanna i aðalstöðvunum í banda-
ríska hermálaráðuneytinu. 1 marz
1947 var Rusk skipaður forstjóri
þeirrar deildar utanríkisráðuneytis-
ins i Washington, sem fer með mál-
efni Sameinuðu þjóðanna. Og 1949
varð hann aðstoðarmaður Dean
Achesons, þáverandi utanríkisráð-
herra, en það var hann, sem undir-
ritaði Atlantshafssáttmálann af hálfu
Bandaríkjanna hinn 4. april það ár.
Var Rusk í fyrstu ráðunautur hans
í málum varðandi Sameinuðu þjóð-
irnar. en síðan í málum Austur-Asiu.
Rusk hvarf frá störfum fyrir Banda-
ríkjastjórn árið 1952 til þess að taka
við stjórn Rockefeller-stofnunarinn-
ar, sem hann helgaði alla starfskrafta
sína um 8 ára skeið. Þá valdi John
F. Kennedy hann til að gegna utan-
ríkisráðherraembætti i stjórn sinni,
er tók völd í janúar 1961. Því starfi
hefur hann gegnt áfram, eftir að
Lyndon Johnson varð forseti þcssa
valdamesta ríkis veraldar.
MITCHELL SHARP, heitir utan-
ríkisráðherra Kanada, þess ríkis utan
íslands, sem flest fólk af íslenzku
bergi brotið býr í. Sjálfur er ráð-
Mitchell Sharp.
herrann fæddur á þeim slóðum, sem
einmitt er að finna margt af þessu
fólki, þ. e. í Winnipeg i Manitoba.
Hann er 57 ára gamall. Háskólaprófi
lauk hann 1934, en stundaði síðan
framhaldsnám í hagfræði bæði heima
og við London School of Economics.
Störf hans voru fyrst á sviði korn-
viðskipta í Winnipeg, en árið 1942
hóf hann störf i fjármálaráðuneyt-
inu í höfuðborginni Ottawa, m. a. að
verðlags- og viðskiptamálum á stríðs-
árunum. Einnig gegndi hann for-
mennsku í ýmsum nefndum, sem m.
a. unnu að verkefnum, er snertu
landbúnaðar-, matvæla-, húsnæðis-
og félagsmál. Árið 1947 varð hann
yfirmaður þeirrar deildar fjármála-
ráðuneytisins, sem fjallar urn stefn-
una i efnahagsmálum, og meðan
hann gegndi því starfi, tók hann þátt
í samningaumleitunum þeim, er
leiddu til aðildar Nýfundnalands að
kanadiska ríkjasambandinu. Aðstoð-
arvarnamálaráðherra fyrir viðskipta-
og verzlunarmál varð Sharp 1951 og
átti sæti á hveitiráðstefnum í Lon-
don, Washington og Genf, sykurráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna í London
og GATT-fundum í Genf. Árið 1958
varð hann síðan vararáðherra sömu
mála, og sumarið 1962 var hann i
forsæti á kaffiráðstefnu SÞ í New
York. Sharp var kjörinn á þing í
apríl 1963 og var skipaður viðskipta-
og verlunarmálaráðherra. I desember
1965 varð hann síðan fjármálaráð-
herra. Við utanríkisráðherraembætti
tók hann svo i april s.l.
WILLY BRANDT, varakanzlari og
utanríkisráðherra V.-Þýzkalands, er
55 ára, fæddur í hinni gömlu Hansa-
borg, Lúbeck. Brandt gekk í verka-
lýðsflokk sósialista 1931, en varð
tveimur árum síðar að leita sér hælis
í Noregi, þar sem hann hóf blaða-
mennskustörf. Árið 1936 sviptu naz-
istar hann rikisborgararétti, og gerð-
ist hann þá norskur þegn. Hann flúði
til Svíþjóðar 1940 og stjórnaði þar
fréttastofnun, unz hann var sendur
til Þýzkalands 1945 sem fréttaritari
fyrir eitt af norsku dagblöðunum. Ár-
in 1946—’47 var Brandt blaðafulltrúi
við norsku hernaðarsendinefndina í
Berlín. Upp úr því gerðist hann á ný
þýzkur borgari og gekk í flokk
sósíaldemókrata. Hófst nú brátt sá
stjórnmálaferill, sem enn stendur.
Hann var kjörinn á Sambandsþingið
sem fulltrúi Berlínar 1949 og gegndi
þingstörfum allt fram til 1957, tvö
síðustu árin jafnframt sem þingfor-