Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1968, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.04.1968, Blaðsíða 8
6 FRJAL5 VERZLUN SÖLU- OG MARKAÐSMÁL ERFIÐLEIKAR ISLENZKRA ÚTFLUTNINGSAÐILA Markaðsörðugleikar íslenzkrar íramleiðslu svo alvarlegir, að þeirra gœtir á hvaða vettvangi þjóðlífsins, sem er. Daglegt líf launafólks hér á landi sem annars staðar mótast mjög af baráttu fyrir auknum lífs- gæðum, aukinni velmegun. Fólk keppir að því að eignast ng njóta sem flestra lífsins gæða. Baráttan stendur um að eignast íbúð, bíl, sumarbústað og fleira og fólk dreymir um utanferðir og lysti- semdir, sem á boðstólum eru — ferðist til útlanda strax, — greið- ið síðar! Margir reisa sér hurðarás um öxl í bessu kapphlaupi og afleið- ingin verður í ríkum mæli krafa um hækkað kaup, fleiri krónur. Oft gleymist að auknum krónu- fjölda fylgir ekki ávallt betri hag- ur. Ef undirstaða þjóðarteknanna, framleiðslan, á við erfiðleika að stríða: aflabrest, verðfall erlendis, markaðslokanir, harða samkeppni og undirboð eða því um líkt, er það fljótt að segja til sín hjá þjóð, sem býr við jafn einhliða útflutn- ingsframleiðslu og íslendingar. Þegar harðnar á dalnum um sölu okkar á fiski og öðrum útflutn- ingsverðmætum, þá segir það furðu fljótt til sín á öllum svið- um þjóðlífsins, jafnvel hjá þeim, sem hvergi nærri útflutningsfram- leiðslu koma. Undanfarin ár hefur þessara erfiðleika gætt verulega, að því er snertir aðalliði útflutningsfram- leiðslunnar. Árið 1966 var vöruskiptajöfn- uðurinn óhagstæður um rösklega 800 milljónir króna, Árið 1967 var vöruskiptajöfn- uðurinn óhagstæður um 2.800 millj. Fyrstu 'þrjá mánuði yfirstand- andi árs hafa verið fluttar út ís- lenzkar afurðir fyrir 859 mdllj. kr., en inn verið fluttar vörur fyr- ir 1.387.916.000 kr. Af þessum tölum má glögglega sjá, að markaðsörðugleikar ís- lenzkrar framleiðslu eru svo al- varlegir, að þeir eru ekkert einka- mál, heldur gætir þeirra á hvaða vettvangi þjóðlífsins sem er. Frjáls verzlun sneri sér því til nokkurra manna, er bezt þekkja markaði erlendis, og lagði fyrir þá þrjár spurningar. 1. Hverjar eru markaðshorfurn- ar nú? 2. Hver hefur þróunin verið að undanförnu? 3. Hverjar eru horfurnar? Þeir, sem spurningunum svara, eru: Guðmundur H. Garðarsson varðandi frystar fiskafurðir, Loft- ur Bjarnason útgerðarmaður varð- andi ísfiskssölur, Sveinn Bene- diktsson varðandi síldarmjöl og síldarlýsi, Bragi Eiríksson fram- kvæmdastjóri og Þóroddur E. Jónsson varðandi skreið og Agnar Tryggvason varðandi landbúnað- arvörur. ... LANDSBANkl ÍSLANDS AUSTURSTRÆTI 11 — REYKJAVÍIÍ — SÍMI 17780 ÚTIBU í REYKJAVÍK: AUSTURBÆIARÚTIBÚ. Laugavegi 77, sími 21300. ÁRBÆJARÚTIBÚ, Rofabœ 7, sími 84400. LANGHOLTSÚTIBÚ, Langholtsvegi 43, simi 38090. MÚLAÚTIBÚ, Lógmúla 9, sími 83300. VEGAMÓTAÚTIBÚ, Laugavegi 15, sími 12258. VESTURBÆJARÚTIBÚ, Háskólabíói v/Hagatorg. sími 11824. UTIBÚ ÚTI A LANDI: Akranesi Akureyri Eskiíirði Grindavík Húsavík Hvolsvelli ísafirði Sandgerði Selfossi AFGREIÐSLUR: Keflavík Rauíarhöfn Þorlákshöfn Annast öll venjuleg bankaviðskipti innanlands og utan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.