Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1968, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.04.1968, Blaðsíða 30
ZB FRJALS VERZLUN Því segi ég það.... Ég held varla, að nokkrum manni blöskri og því síður, að nokkur fari að taka upp á þeim fjára að rífa í hár sér, þótt ég hefji þennan pistil á spjalli um verzlunarmál. Er þetta því ólík- legra sem blað þetta fjallar um verzlunarmálefni og er þeim helg- að. Frjáls verzlun er þyrnir í iarra augum, nema ef vera skyldi í aug- um hottintotta eins og mér. Þar á ég auðvitað við frjálsa verzlun, en ekki Frjálsa verzlun. Frjáls verzlun er nefnilega, samkvæmt því sem vitur maður tjáði mér, víðara hugtak heldur en ófrjáls verzlun eða takmörkuð verzlun. Af þessu leiðir, að erfiðara er að velja á milli hluta í verzlunum, þar sem frjáls verzlun hlýtur að orsaka meira vöruval, a. m. k. undir svona venjulegum kringum- stæðum. Það er einmitt þetta mikla vöruval, sem gerir mér gramt í geði. Fjandinn hafi, að maður geti farið í verzlun og keypt hlut án þess að þurfa að standa tvístíg- andi tímunum saman með tugi tegunda í höndum án þess að geta ákveðið sig. Ég er ef til vill eitt- hvert sérstakt fyrirbrigði á þessu sviði, en svona er það nú samt, ég á svo skelfing erfitt með að á- kveða mig. Vilji maður nú láta sjónvarpsauglýsingarnar koma sér að gagni með t. d. val á þvotta- efni, þá er það algjörlega gagns- laust, því að í auglýsingaþáttun- um eru auglýstar óteljandi teg- undir af þvottaefni, sem allarhafa það sameiginlegt að vera hver um sig betri en allar hinar. Þeir eru samt sjálfsagt margir, sem vilja hafa ástandið þannig og vilja vasast í öllum þessum teg- undum, þó að ekki væri nema til þess að æfa sig í erlendum tungu- málum við lestur leiðbeininganna á súpupökkunum. En hvað um það, mér finnst þetta óþolandi. Um daginn vantaði mig skó á fæturna. svona eins og gengur og vart er í frásögur færandi að vorlagi. Ég geng hnarreistur inn úr dyrunum í skóbúð einni og hlakka til að geta innan skamms spígsporað um göturnar í nýjum og glansandi fótlagaskóm. Ég geng til afgreiðslumannsins og bið hátíðlega um skó númer fjörutíu og fimm. — Eiga þeir að vera svartir, brúnir eður gráir, spyr piltur. — Með reimum, teygjum eða fjöðrum, fjaðralausa, með engum reimum eða teygjum? — heidur hann áfram. Nú er mér nóg boðið. Er þetta Því miður frú! Hér er það öxulþunginn, sem ræður. — Ja, það er nú það, við skul- um sjá . . . . — Támjóir, tábreiðir, eða á tá- in að vera miðlungsbreið? — Ætli... já, sko breið já, ha? Eða kannski mjó . .. — Með háum hælum, lágum hælum, miðlungshælum eða hæla- lausir? — Úff . . . . — Með gúmmísólum, nælonsól- um, leðursólum, og hvað eiga hæl- arnir að vera þykkir: 2 cm., 4 cm., 5 cm. eða 6 cm.? — Heyrðu, — segi ég, — ]a, ég veit svei mér ekki .. . — Hollenzka, ítalska, franska, danska, tékkneska, þýzka, enska eða íslenzka, — segir afgreiðslu- maðurinn, hreykinn yfir vöruvali verzlunarinnar. — Umm, sko .... virkilega svona fjandi erfitt? Ail- ar þessar tegundir. Gott að ekki skuli vera til nema ein tegund af gerilsneyddri mjólk. Ég dreg að mér andann og hyggst nú leysa vandamálið á ágætan og einfald- an hátt. — Sandala já, — segir piltur- inn og spennir greipar, — sandala já, brúna eða svarta, með hæl- bandi eða opna að aftan, og hvort viljið þér rúmensku, rússnesku, amerísku eða jesús-gerðina? Nú fellur mér allur ketill í eld, og ég lít í snarhasti á klukkuna, en það geri ég svo oft, er ég lendi í vandræðum. Því næst segi ég eitt stutt takk og hleyp sem mest ég má út úr verzluninni. Af- greiðslumaðurinn horfir á eítir mér furðu lostinn. Daginn eftir tekur konan mín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.