Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1968, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.04.1968, Blaðsíða 47
FRJÁLS VERZLUN A5 c) MeSallengd málsmeðferðar. 1917—1921 51% mán. 1922—1926 37 — 1927—1931 13 — 1932—1936 18% — 1937—1941 10 — 1942—1946 11 — 1947—1951 8 — 1952—1956 7 — 1957—1961 6% — 1962—1966 5% — Á lengd málsmeðferðar hefur orðið mjög jákvæð breyting. í dag taka gjaldþrotaskipti um það bil tífalt skemmri tima en fyrir fimmtíu árum. Er meira að segja algengt, að málsmeðferðin taki að- eins fjóra mánuði, en vart er hægt að búast við, að sá tími geti orðið mikið skemmri. d) Niðurfelling skipta vegna eignaleysis skuldu- nauts. Fjöldi Fellt gj.þrota niður 1917—1921 12 0 0.0% 1922—1926 33 2 6.1% 1927—1931 52 7 13.5% 1932—1936 46 18 39.6% 1937—1941 23 13 56.5% 1942—1946 27 13 48.2% 1947—1951 38 17 44.7% 1952—1956 52 31 59.6% 1957—1961 94 65 69.2% 1962—1966 252 168 (66.7%) Frá árunum 1965 og 1966 er 66 málum ólokið, og þar sem búast má við, að búin séu flest eignalaus, verður hundraðstalan í sviganum væntanlega tals- vert hærri. Sé árunum 1965 og 1966 sleppt, verður þessi tala 85.5%. Hér er því um mjög uggvænlega þróun að ræða. Svo gerð sé nánari grein fyrir því, hve ástandið í þessum málum er alvarlegt, mætti benda á, að af þeim 49 gjaldþrotum, sem urðu á ár- inu 1965, voru 37 bú eignalaus og 11 skiptum ólok- ið, þ. e. aðeins eitt bú átti einhverjar eignir. Árið 1966 var ástandið enn þá verra, því að af 86 gjald- þrotum, sem þá urðu, var skiptum í 31 búi lokið, og voru þau öll felld niður af áðurnefndum orsök- um. e) Hlutafélög, sem orðið hafa gjaldþrota átíma- bilinu 1927—1966. Vegna þess hve óraunhæft það er að gera línurit yfir fjölgunina á gjaldþrota hlutafélögum, var tek- inn sá kostur að skipta tímabilinu í fjögur 10 ára tímabil. Varla er hægt að hafa hvert tímabil styttra, vegna þess að gjaldþrotin eru svo fá, að það mundi valda villandi sveiflum á rannsókninni. Rannsakað er æviskeið sérhvers gjaldþrota hlutafélags og at- hugað, hve mörg % þeirra hafa verið starfandi skemur en fimm ár, fimm til tíu ár og lengur en tíu ár fyrir gjaldþrotið. Á tímabilinu varð 131 hlutafélag gjaldþrota, þar af 66.4% þeirra á tímabilinu 1957—1966, og sýnir það hina gífurlegu aukningu á gjaldþrotum hluta- félaga. Orsakir þessarar aukningar eru sjálfsagt margar, en afnám innflutningshafta og aukið frjálsræði í allri verzlun, sem valdið hefur því, að aragrúi hlutafélaga hefur verið stofnaður seinni árin, eru án efa þyngstar á metunum í þessu sambandi. 1927- -1936 (H) a) skemur en 5 ár 90.9% b) 5 — 10 ár 0.0% c) lengur en 10 ár 9.1% 1937- -1946 (6) a) — — 50.0% b) — — 16.6% c) — 33.4% 1947- -1956 (27) a) — — 43.1% b) — — 33.4% c) — — 18.5% 1957- -1966 (87) a) — — 43.7% b) — — 23.0% c) — — 33.3% Af þessu yfirliti sést, að hærri hundraðstala gam- alla fyrirtækja hefur orðið gjaldþrota á síðustu ár- um, og geta legið til þess ýmsar orsakir. T. d. er sennilegt, að stjórnendur gömlu fyrirtækjanna séu eldri menn, sem ekki hafa fylgzt með ýmsum tækninýjungum og hagkvæmni stórrekstrarins, og þar af leiðandi hafi fyrirtækin orðið miður sam- keppnisfær á markaðinum. Það kemur einnig fram, að hlutfallstala hinna ungu fyrirtækja er sífallandi. Reynt hefur verið hér að framan að gefa sem gleggsta mynd af þeirri þróun, sem orðið hefur á gjaldþrotum í Reykjavík síðustu fimmtíu árin. Ýmsar hindranir, sem ekki verða raktar hér, hafa valdið því, að ekki koma fram allar þær upplýs- ingar, sem æskilegar hefðu verið. Að lokum skal bent á þá mjög svo neikvæðu þró- un, sem á sér stað í þessum málum, og hverjum þeim, sem les þessa grein, látið eítir að mynda sér skoðun á raunverulegum orsökum hennar og leiðum til úrbóta. lieimildir: SKIPTARÉTTUR cftir próf. Ólaf Jóhannesson LÖG OG RÉTTUR — — — — MANAGEMENT, PRINCIPLES AND PRACTICES eftir Dalton E. McFarland. FJÁRMÁLASTJÓRN FYRIRTÆKJA eftir próf. Árna Vilhjálmsson. BASIC BUSINESS FINANCE eftir Hunt, Williams and Donaldsson. REGNSKABSANALYSE eftir Svend Jensen. FINANSIERING cftir Th. Kristensen. GJALDÞROT eftir Ragnar Levý. SKIPTABÆKUR OG IILUTAFÉLAGASKRÁ BORGARFÓGETAEMBÆTTISINS. Herbert Haraldsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.