Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1968, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.04.1968, Blaðsíða 31
FRJÁLB VERZLUN 29 af skarið og fer í hádeginu og kaupir skó númer fjörutíu og fimm, ágæta skó, sem meiða mig einungis smávegis á hælunum. Hún leggur bilnum fyrir utan skó- verzlunina, setur túkall í stöðu- mælinn, og tíminn er ekki einu sinni útrunninn, þegar hún kem- ur aftur glaðhlakkaleg með skó- kassann undir hendinni og fimm- kallinn til baka af þúsundkallin- um. Ég síg niður í sætið, því að ég er búinn að eyða heilu kvöldi í að útmála fyrir konunni, hve erfitt sé orðið að fá sér skó. Nú kemur hún inn í bílinn, hlamm- ar sér niður og hendir skókassan- um í kjöltu mína með sigurstolt í svipnum. Ég síg næstum niður fyrir neðri gluggakarminn á bíln- um. Já, það er annars undarlegt, hve þetta liggur ljóst fyrir sum- um . . . — O — Kunningi minn einn, víðreistur og sannsögull í hæsta máta, sagði mér eitt sinn sögu, sem mér er löngum minnisstæð, því að frem- ur er hún óvenjuleg. Sagan sýnir raunar, að við íslendingar meg- um vel una við verzlunarfólk okk- ar, en sagan gerist í erlendri stór- borg og segir frá vandræðum, sem þessi kunningi minn komst í, er hann dvaldist þar. Læt ég þá kunningja minn hafa orðið: — Eitt sinn, er ég var staddur í erlendri borg, þurfti ég að fá mér nýjar buxur. Borgarhverfið, sem ég bjó í, var ekki af betri endanum, en það var langur veg- ur í hin betri verzlunarhverfi, svo að ég ákvað að leita uppi fata- verzlun, jafnvel þótt hún væri ekki af fínustu gerð, því að bux- ur þurfti ég nauðsynlega að ná mér í. Ég eigraði nú um nokkra stund, unz ég uppgötvaði fataverzlun í hliðargötu. Ég gekk þar inn og tjáði afgreiðslumanni buxnaþörf mína. Hann leiddi mig inn í buxna- deildina og spurði, brosandi sínu blíðasta brosi, hvort ég vildi nú ekki máta nokkrar buxur, svona til að vera viss um að fá eintak, sem ég felldi mig reglulega vel við. Ég fór nú inn í klefa með tjaldi fyrir dyrum, og afgreiðslumaður- inn ber í mig lifandis kynstur af buxum af öllum hugsanlegum gerðum, og máta ég allar og mæli m_ig hátt og lágt í speglinum. — (Ég vil skjóta því hér inn í frá- sögn kunningja míns, að hann er ákaflega vandlátur, og veit ég það bezt sjálfur frá þeim tíma, er hann rakst stundum inn til mín í kaffi og með því). — Hann heldur nú áfram: — Eftir að hafa mátað allar hugsanlegar buxnagerðir varð mér ljóst, að í þessari verzlun fyndi ég ekki það, sem ég væri að leita að. Bað ég þá afgreiðslu- manninn að láta mig vinsamlegast hafa buxur þær, sem ég var í upp- haflega. Þá kom aftur á móti voðalegur svipur á afgreiðslu- manninn. — Hvaða buxur? spurði hann. — Hvaða buxur? hváði ég. — Auðvitað mínar eigin buxur, bux- urnar, sem ég var í, þegar ég kom. — Jæja kunningi, sagði af- greiðslumaðurinn, — svo að þú ert einn af þessari gerðinni. Þér verður nú ekki kápan úr því klæð- inu. Ég þekki svona fugla eins og þig- Mér varð satt að segja ekki um sel, er ég heyrði viðbrögð náung- ans, og endurtók nú aftur beiðni mína um buxurnar, buxurnar mínar. — Ef þú hypjar þig ekki út á stundinni, kalla ég á lögregluna og læt hirða þig fyrir þjófnaðar- tilraun, sagði þá skúrkurinn. Mér fór nú verulega að hitna í hamsi og tútnaði allur út og hvæsti: — Hringdu bara á lög- regluna, óþokkinn þinn, ég get skýrt henni frá öllum málavöxt- um, og þú verður hengdur fyrir athæfi þitt. — Hengdur, ég, nei, ætli það stæði þér ekki nær að hanga, svik- arinn þinn. Mér var nú Ijóst, að ég var kominn í dálaglega klípu. Hvern- ig ætti ég að sanna fyrir lögregl- unni, að ég hefði verið í buxum, þegar ég kom inn. Þetta var í suð- lægu landi og algengt, að menn gengju um léttklæddir. Nú rifjað- ist upp fyrir mér saga, sem sjó- maður einn sagði mér, en hann varð eitt sinn að dúsa í mánuð í fangelsi í þessu sama landi i'yrir það eitt að þrefa við leigubílstjóra um verðið. Málið varð að milli- ríkjadeilu og kostaði miklar mála- lengingar. Ég ákvað nú að láta undan og bað náungann á ókurteislegan hátt að láta mig þá hafa buxur. Fékk ég buxur og greiddi stóra fúlgu fyrir þær. Ég fór nú úr jakkanum til að festa á mig axla- böndin, en gætti þess samt vel að taka veskið úr vasanum og setja í buxnavasann. Er ég hafði fest á mig axla- böndin og ætlaði að þrífa jakk- ann, greip ég í tómt. —• Hvar er jakkinn? spurði ég. — Hvaða jakki? sagði þáskúrk- urinn. V.G.K. FRAMKVÆMUM ALLS KONAR JÁRNSMÍÐI HAMAlt ht. SÍMI 22123 VELJUMISLENZKT n ÍSLENZKAN IÐNAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.