Frjáls verslun - 01.04.1968, Blaðsíða 58
56
FRJÁLS' VERZLUN
ATLANTSHAFSRAÐID
HELDUR FUND I
REYKJAVÍK
I FYRSTA SINN
Atlantshafsráðið, æðsta stjórn
Atlantshafsbandalagsins bæði á
sviði varnarmála og annarra mála,
kemur í fyrsta skipti saman til
fundar á íslandi dagana 24.—25.
júní n.k. Er það svonefndur vor-
fundur utanríkisráðherra hinna
15 aðildarríkja bandaíagsins, sem
hér fer fram, en þeir ráðherrarn-
ir hittast að jafnaði tvisvar á ári.
Hefur sú venja skapazt, að annar
þessara funda er haldinn í aðal-
stöðvum bandalagsins, sem nú eru
í Bruxelles, en hinn í höfuðborg-
um aðildarríkjanna til skiptis.
Þannig hefur verið tryggð æskileg
tilbreyting og tækifæri gefizt til
nokkru nánari kynna afsamstarfs-
þjóðunum.
Áður hafa ráðherrafundir
bandalagsins verið haldnir í höf-
uðborgum allra aðildarríkjanna
nema íslands. Öllum var ljóst,
að ekki yrði vandkvæðalaust að
halda svo umfangsmikinn fund
við þær fremur fábrotnu aðstæð-
ur, sem hér eru að þessu leyti.
Gaumgæfileg athugun fór því
fram, áður en lýst var yfir því af
hálfu íslenzkra stjórnarvalda, að
þau væru reiðubúin til að láta
fundinn fara fram í Reykjavík.
M. a. komu til landsins s.l. haust
skrifstofustjóri NATO, Coleridge
lávarður, sem gegnt hefur því
ábyrgðarmikla starfi síðan á dög-
um Ismays, fyrsta framkvæmda-
stjóra bandalagsins, og með hon-
um Edward Luff, sem verið hefur
aðalskipuleggjandi nokkurra síð-
ustu ráðherrafunda af bandalags-
ins hálfu. Þegar þeir höfðu kynnt
sér aðstæður og komizt að þeirri
niðurstöðu, að hægt væri að halda
fundinn hér, tók ríkisstjórnin end-
anlega ákvörðun sína um málið.
Á ráðherrafundinum í Bruxelles í
desember s.l. bauð Emil Jónsson,
utanríkisráðherra, svo ráðinu
formlega að halda vorfundinn að
þessu sinni í Reykjavík, nyrztu
höfuðborg bandalagsins.
FYRIRKOMULAG
FUNDARINS.
Ekki er hægt að segja að önnur
húsakynni kæmu til greina fyrir
fundarhaldið en Háskóli íslands,
þótt fleiri staðir í borginni væru
að sjálfsögðu hugleiddir. Varfund-
artíminn síðan beinlínis valinn
með það fyrir augum, að sem
minnst röskun yrði á starfsemi
skólans.
Fyrirkomulag fundarins verður
annars í meginatriðum sem hér
segir:
Setningarfundur að morgni
mánudagsins 24. júní fer fram í
Háskólabíói. Þar er skv. venju
ráðgert að fluttar verði þrjár ræð-
ur, þ. e. af forsætisráðherra ís-
lands, dr. Bjarna Benediktssyni,
framkvæmdastjóra NATO, dr.
Manlio Brosio, og forseta ráðsins.
Ekki er enn, þegar þetta er skrif-
að, vitað með fullri vissu, hver
gegna muni þeirri stöðu, þegar
fundurinn kemur saman. Utan-
ríkisráðherrarnir skiptast á um að
sitja í forsæti ráðsins eitt ár í
senn og er fylgt stafrófsröð land-
anna. Þetta árið fellur þessi virð-
ingarstaða í hlut utanríkisráð-
herra Frakka — og mátti því fyr-
ir skömmu ætla, að maðurinn yrði
Maurice Couve de Murville. Hann
hefur sem kunnugt er setið manna
fastastur á utanríkisráðherrastóli
í u. þ. b. áratug. Nú hefur hann
hins vegar snúið sér að öðru sviði,
sem hann líka gjörþekkir — og
tekið að sér fjármálastjórn í lýð-
veldi de Gaulles. í svipinn er því
Michel Debré utanríkisráðherra.
Þar sem þingkosningar eiga að
fara fram í Frakklandi laugardag-
inn 23. júní, daginn fyrir ráð-
herrafundinn, verður málið enn
að teljast nokkuð á huldu — og
þar með óvíst, hver þriðji ræðu-
maðurinn verður við hina hátíð-
legu setningu fundarins. — Við-
staddir setninguna verða 900—
1000 manns, þ. á m. margir ís-
lenzkir gestir.
Ráðsfundirnir eða hinir lokuðu
vinnufundir ráðsins, sem hefjast
strax að setningarfundinum lokn-
um, verða haldnir í hátíðasal H.í.
Munu allar sendinefndirnar fá
eitthvert athvarf í háskólabygg-
ingunni, þótt það verði raunar af
skornum skammti hjá sumum.
Þau ríkjanna, sem hafa sendiráð
í Reykjavík, munu að sjálfsögðu
einnig hagnýta sér þá skrifstofu-
aðstöðu, sem þar er. Öryggis-
varzla verður framkvæmd eftir
þeim venjum, sem tíðkast í sam-
bandi við fundi bandalagsins. Fá
ekki aðrir aðgang að húsakynnum