Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1968, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.04.1968, Blaðsíða 10
a FRJAL5 VERZLUN FRAMLEIDSLA FISKMJOLS EYKST STÖÐUGT, EN LÍKLEGT ER ÞÓ, AÐ BIRGÐIR FARI MINNKANDI í ÁR - LÁGT VERÐ Á SÍLDARLÝSI Sveinn Benediktsson, framkvœmdastjóri, tók vel beiðni Frjálsrar verzlunar um að rœða markaðsmálin, og fara ítarleg svör hans hér á eftir. AFURÐAVERÐ BRÆÐSLUSÍLDAR OG AFLAHORFUR í SUMAR. Verð á síldarlýsi hefur farið mjög lækkandi s.l. tvö ár. Þannig var verðið £ 80-0-0 til £ 76-0-0 pr. tonn cif frá því í febrúar þar til í byrjun maímán- aðar 1966, en síðan féll verðið fram á haustið 1966, og var kom- ið niður í £ 50-0-0 í október. Á sama tíma hafði verð á síldar- mjöli fallið um 15%. Þegar svo var komið, stöðvuðu Norðmenn síld- og makrílveiðar hjá sér frá byrjun nóvembermánaðar til árs- loka. Um sama leyti stöðvuðust veiðar Perúmanna vegna ágrein- ings um hráefnisverðið. Stöðvun veiðanna hjá helztu framleiðslulöndum lýsis og íiski- mjöls, ásamt minni framleiðslu á sojabaunum í Bandaríkjunum en vænzt hafði verið leiddi til hækk- unar á lýsinu upp í £ 65-0-0 og nokkurrar hækkunar á mjölverð- inu. Þegar Perúmenn hófu veiðar aftur, féll verðið á lýsinu á nokkr- um dögum niður í hið sama lága verð og það hafði áður verið í, en nokkur hækkun hélzt áfram á mjölverðinu þá um sinn. Verð á síldarmjöli, sem hafði í ársbyrjun 1966 verið yfir 20 sh. proteineiningin í tonni cif, en síð- an farið fallandi á því ári, lækk- aði enn á árinu 1967 og féll á er- lendum markaði niður í um 14 sh. proteineiningin. Frá íslandi var þó aðeins tiltölulega lítið magn selt undir 15 sh. einingin, og mun meðalverðið hafa orðið um 15/6 sh. á einingu s.l. ár. Síldarlýsisverðið féll í vetur á erlendum markaði niður í um £ 33-0-0 per tonn cif., en íslenzkt síldarlýsi mun þó ekki hafa verið Sveinn Benediktsson. selt lægra en £ 36-0-0 til £ 37-0-0, miðað við venjuleg vörugæði. Þegar komið var fram í apríl- mánuð, hækkaði verð á síldarlýsi á erlendum markaði talsvert, en er þó ennþá 10 til 15% lægra en á sama tíma í fyrra í sterlings- pundum, þrátt fyrir gengisfall pundsins. Síðustu sölur Dana á síldarlýsi til Bretlands eru á £ 44-0-0 tonn- ið cif., en þess er að gæta, að Dan- ir losna við að greiða 10% inn- flutningstoll af lýsinu í Bretlandi, þar sem þeir eru þátttakendur í EFTA. Samkvæmt samkomulagi, sem náðist í GATT á s.l. ári, lækkar innflutningstollur á íslenzku sild- arlýsi til Bretlands niður í 8% frá 1. júlí n.k. Vegna kauptregðu á mörkuðun- um eru hér ennþá óseld um 25000 tonn af síldarlýsi af fyrra árs framleiðslu. Á s.l. tveim árum nam fram- leiðsla íslendinga á síldarlýsi og síldarmjöli talin í tonnum: Síldarlýsi: Síldarmjöl: 1966 120.000 134.500 1967 65.300 75.600 Aukin framleiðsla Perúmanna og Norðmanna á síldarlýsi eru aðalástæður hins gífurlega verð- falls á lýsinu. Árið 1964 fluttu Norðmenn inn um 75 þúsund tonn af lýsi og sama og ekkert út af hrálýsi, en á s.l. ári fluttu þeir aðeins 12 þúsund tonn inn, en fluttu hins vegar út um 165 þús- und tonn, sem seld voru í sam- keppni við íslendinga og aðra framleiðendur lýsis. Frá árinu 1961 til ársins 1967 hækkaði árs- framleiðsla Norðmanna á bollýsi úr um 60 þúsund tonnum upp í um 330 þús. tonn. Framleiðsla Perúmanna hækkaði á sama tíma úr 140 þúsund tonnum í um 238 þús. tonn. Heildarframleiðslan á bollýsi jókst á sama tíma úr um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.