Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1968, Síða 10

Frjáls verslun - 01.04.1968, Síða 10
a FRJAL5 VERZLUN FRAMLEIDSLA FISKMJOLS EYKST STÖÐUGT, EN LÍKLEGT ER ÞÓ, AÐ BIRGÐIR FARI MINNKANDI í ÁR - LÁGT VERÐ Á SÍLDARLÝSI Sveinn Benediktsson, framkvœmdastjóri, tók vel beiðni Frjálsrar verzlunar um að rœða markaðsmálin, og fara ítarleg svör hans hér á eftir. AFURÐAVERÐ BRÆÐSLUSÍLDAR OG AFLAHORFUR í SUMAR. Verð á síldarlýsi hefur farið mjög lækkandi s.l. tvö ár. Þannig var verðið £ 80-0-0 til £ 76-0-0 pr. tonn cif frá því í febrúar þar til í byrjun maímán- aðar 1966, en síðan féll verðið fram á haustið 1966, og var kom- ið niður í £ 50-0-0 í október. Á sama tíma hafði verð á síldar- mjöli fallið um 15%. Þegar svo var komið, stöðvuðu Norðmenn síld- og makrílveiðar hjá sér frá byrjun nóvembermánaðar til árs- loka. Um sama leyti stöðvuðust veiðar Perúmanna vegna ágrein- ings um hráefnisverðið. Stöðvun veiðanna hjá helztu framleiðslulöndum lýsis og íiski- mjöls, ásamt minni framleiðslu á sojabaunum í Bandaríkjunum en vænzt hafði verið leiddi til hækk- unar á lýsinu upp í £ 65-0-0 og nokkurrar hækkunar á mjölverð- inu. Þegar Perúmenn hófu veiðar aftur, féll verðið á lýsinu á nokkr- um dögum niður í hið sama lága verð og það hafði áður verið í, en nokkur hækkun hélzt áfram á mjölverðinu þá um sinn. Verð á síldarmjöli, sem hafði í ársbyrjun 1966 verið yfir 20 sh. proteineiningin í tonni cif, en síð- an farið fallandi á því ári, lækk- aði enn á árinu 1967 og féll á er- lendum markaði niður í um 14 sh. proteineiningin. Frá íslandi var þó aðeins tiltölulega lítið magn selt undir 15 sh. einingin, og mun meðalverðið hafa orðið um 15/6 sh. á einingu s.l. ár. Síldarlýsisverðið féll í vetur á erlendum markaði niður í um £ 33-0-0 per tonn cif., en íslenzkt síldarlýsi mun þó ekki hafa verið Sveinn Benediktsson. selt lægra en £ 36-0-0 til £ 37-0-0, miðað við venjuleg vörugæði. Þegar komið var fram í apríl- mánuð, hækkaði verð á síldarlýsi á erlendum markaði talsvert, en er þó ennþá 10 til 15% lægra en á sama tíma í fyrra í sterlings- pundum, þrátt fyrir gengisfall pundsins. Síðustu sölur Dana á síldarlýsi til Bretlands eru á £ 44-0-0 tonn- ið cif., en þess er að gæta, að Dan- ir losna við að greiða 10% inn- flutningstoll af lýsinu í Bretlandi, þar sem þeir eru þátttakendur í EFTA. Samkvæmt samkomulagi, sem náðist í GATT á s.l. ári, lækkar innflutningstollur á íslenzku sild- arlýsi til Bretlands niður í 8% frá 1. júlí n.k. Vegna kauptregðu á mörkuðun- um eru hér ennþá óseld um 25000 tonn af síldarlýsi af fyrra árs framleiðslu. Á s.l. tveim árum nam fram- leiðsla íslendinga á síldarlýsi og síldarmjöli talin í tonnum: Síldarlýsi: Síldarmjöl: 1966 120.000 134.500 1967 65.300 75.600 Aukin framleiðsla Perúmanna og Norðmanna á síldarlýsi eru aðalástæður hins gífurlega verð- falls á lýsinu. Árið 1964 fluttu Norðmenn inn um 75 þúsund tonn af lýsi og sama og ekkert út af hrálýsi, en á s.l. ári fluttu þeir aðeins 12 þúsund tonn inn, en fluttu hins vegar út um 165 þús- und tonn, sem seld voru í sam- keppni við íslendinga og aðra framleiðendur lýsis. Frá árinu 1961 til ársins 1967 hækkaði árs- framleiðsla Norðmanna á bollýsi úr um 60 þúsund tonnum upp í um 330 þús. tonn. Framleiðsla Perúmanna hækkaði á sama tíma úr 140 þúsund tonnum í um 238 þús. tonn. Heildarframleiðslan á bollýsi jókst á sama tíma úr um

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.