Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1968, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.04.1968, Blaðsíða 14
12 FRJÁLS' VERZLUN hófst. Þá var sett hafnbann á Port Harcourt, sem var aðalvið- skiptaborg íslendinga, og þangað fóru um 70% af þeirri skreið, sem seld var héðan til Nígeríu. Frá olíulindunum í Austur- Nígeríu komu 550 þús. tunnur á degi hverjum, þar til framleiðsl- unni var hætt. í Nígeríu voru einnig framleidd 1966, svo dæmi séu nefnd, 263 þúsund tonn af kakaó, 147 þús. tonn af baðmull, 1067 þús. tonn af jarðhnetum, en úr þeim fást olíur í smjörlíki og sápur. Öll þessi framleiðsla hefur meira og minna lamazt vegna átakanna í landinu. Flutninga- kerfi landsins er í molum, herinn notar járnbrautir og samgöngu- leiðir. En linni stríðinu, má ætla, að ástandið komist fljótt í samt lag, og framleiðslumöguleikar landsins eru svo miklir, að fjár- hagurinn ætti að batna fljótt og líf fólksins og viðskipti að kom- ast í eðlilegt horf. — Eru það vissir þjóðflokkar eða hópar manna, sem öðrum fremur neyta skreiðar? — Ibo-mennirnir í austurhluta landsins voru helztu viðskipta- vinir íslendinga. Ófriðurinn í landinu hófst einmitt út af Ibo- um, því að þeir töldu, að verið væri að gera tilraun til að útrýma þeim. Af þeirra stofni er meiri- hluti tækniverkamanna í landinu og meginhluti menntamanna. Þarna í austurhluta landsins landsins vildu Ibo-mennirnir stóra skreið, og af henni höfum við ís- lendingar mest. í Lagos og vestur- hlutanum vildi fólk smáskreið. Hana höfðu Norðmenn. — Þér hafið þá enn trú á, að Nígeríumarkaðurinn opnist? — Ég reikna með, að innflutn- ur verði leyfður þegar er end- ir er bundinn á ófriðinn. í nýafstaðinni Afríkuför ræddi ég við marga skreiðarinnflytjendur, og allir töluðu þeir um áframhald- andi viðskipti jafnskjótt og tök verða á. Ég gat engan Ibo-mann hitt, því að samgöngur við Austur- Nígeríu eru bannaðar. Ég gerði tilraun til að fá leyfi til að fara til Calabar, en fékk neikvætt svar. En ef til vill eru atburðir síðustu daga í Nígeríu upphaf að enda- Bragi Eiríksson. lokunum, hvað ófriðinn í landinu snertir. — En hvað um aðra markaði? — Mjög óverulegt magn hefur verið selt til annarra Afríkuríkja, svo sem Kamerún. Til ítalíu hef- ur og farið nokkurt magn af sér- verkaðri skreið, og hefur sá kvóti fyllzt, þegar skreiðarframleiðslan hefur verið flokkuð. Þessi útflutn- ingur hefur numið 50—60 millj. kr. á ári. Vegna erfiðleikanna á sölu skreiðarbirgða okkar og minnkandi framleiðslu af þeim sökum, hafa einstakir framleið- endur verkað lítið magn skreiðar, sérstaklega fyrir þennan markað, sagði Bragi Eiríksson að lokum. VERÐLÆKKUN FYRIR- SJÁANLEG Á ÍTALÍU Þóroddur E. Jónsson. Þóroddur E. Jónsson, stórkaup- maður, svaraði einnig spurning- um blaðsins varðandi skreiðar- markaðinn. Markaðsástandið í dag er mjög slæmt. Aðalkaupandinn, Biafra, í stríði og öll sund lokuð þangað. Lítið er selt til annarra hluta Ní- geríu og til Kamerún. Kaupendur þar hafa fengið tilboð langt um- fram kaupgetu, jafnvel með dag- prísum. Þróunin undanfarin ár var okk- ur hagstæð, reglulegar afskipanir allt árið. Þetta lokaðist í maí 1967, og sú skreið, sem var þá á leið- inni til Biafra-svæðisins í Nígeríu, kom endursend með miklum kostnaði fyrir sendanda og oft skemmd. Horfur í náinni framtíð: Ef Biafra ekki opnast fyrir skreiðar- sölu, verður sala til Afríku mjög lítil. Samkv. síðustu fréttum frá Biafra (útvarpsfréttir) fer ástand- ið síversnandi og getur ekki batn- að, nema Biaframenn semji frið við stjórnina í Lagos. Fjögur lönd í Afríku hafa viðurkennt Biafra. Sala á skreið til ítalíu gæti orð- ið eins og undanfarin ár, nema hvað ég held, að verðlækkun sé fyrirsjáanleg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.