Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1968, Blaðsíða 61

Frjáls verslun - 01.04.1968, Blaðsíða 61
'FRJÁLS VERZLUN 59 •og varð þingleiðtogi þeirra þrettán árum síðar. Það féll svo í hans hlut. að veita forystu ríkisstjórn þeirri, sem andstöðuflokkar sósíaldemókrata mynduðu siðsumars 1963, en hún má heita upphaf þess, að bundinn var endi á valdaferil Verkamannaflokks- ins, sem staðið hafði í áratugi. Árið 1964 varð Lyng fylkisstjóri í Oslo- og Akershushéraði, en því embætti gegndi hann, þegar hann í október 1965 tók sæti utanríkisráðherra í samstarfsstjórn Per Bortens, sem far- ið hefur með völd siðan. Lyng hefur komið til Islands oftar en einu sinni. m. a. á Norðurlandaráðþing, en hann var um tíma einn af forsetum þess. Er hann mörgum Islendingum að góðu kunnur. AMINTORE FANFANI, utanríkis- ráðherra Itaílu, stendur á sextugu. Hann stundaði háskóianám í hag- fræði og félagsvísindinum og lauk doktorsprófi á því sviði. Fanfani fór snemma að fást við háskólakennslu og gegndi á árunum 1936—'43 prófessorsstörfum í Milano og Fen- eyjum. 1 ársbyrjun 1944 settist hann að í Sviss og helgaði sig háskóla- kennslu fyrir italska hermenn i Admintore Fanfani. Lausanne og Genf. Árið 1946 stofn- aði hann áróðurs- og fréttadeiid Kristlega demókrataflokksins. Hann var kjörinn til stjórnlagaþingsins 1946 og fulltrúardeildar ítaiska þings- ins 1948. Fanfani varð verkalýðs- og félagsmálaráðherra í stjórn de Gas- peris 1946—’48 og gegndi fyrrnefnda embættinu fram yfir áramótin 1949—- ’50. Hann tók síðan við ráðherra- störfum á ný 1951 og var þá land- búhaðarmáiaráðherra til miðs árs 1953 og síðan innanrikisráðherra um sex mánaða skeið. Honum var falin stjórnarmyndun í janúar 1954, eftir að ríkisstjórn Pella hafði sagt af sér, en stjórn hans náði ekki meirihluta- fylgi á þingi. I júlí 1954 var hann kjörinn stjórnmálalegur framkv.stjóri landssamtaka demókrataflokksins, en sagði því starfi lausu 1959. Fanfani varð forsætis- og utanríkisráðlierra í átta mánuði eftir þingkosningarnar vorið 1958. Hann varð aftur forsætis- ráðherra frá júlí 1960—júni 1963. Eftir það helgaði hann sig um hríð flokksstarfi, svo og kennslu- og rit- störfum, unz hann í marz 1965 varð utanríkisráðherra í öðru samstarfs- ráðuneyti Aldo Moro. Fanfani hefur haft sig allmikið í frammi í alþjóða- málum, m. a. lagt fram yfirgrips- miklar tillögur um samstarf Atlants- hafsríkjanna á sviði visinda- og tæknimáia. Hann var forseti allsherj- arþings Sameinuðu þjóðanna fyrir nokkrum árum. IHSAN SABRI CAGLAYANGIL, utanrikisráðherra Tyrklands — þess bandalagsríkisins, sem eins og Nor- egur á landamæri sameiginleg með Sovétríkjunum og er auk þess eina Ihsan Sabri Caglayangil. NATO-ríkið í Asíu — fæddist í Istanbul og er sextugur að aldri. Hann lauk lagaprófi og hefur gegnt ýmsum mikilsverðum embættum í innanríkisráðuneyti lands síns, m. a. á sviði löggæzlumála. Árið 1961 var hann ltjörinn öldungardeildarþing- maður fyrir Bursa-kjördæmi. Tók hann við embætti verkalýðsmálaráð- herra og varð jafnframt opinber tals- maður samstarfsstjórnar Suat Hayi’i Urguplu í febrúar 1965. Caglayangil var síðan skipaður utanríkisráðherra í rikisstjórn Suleyman Demirel í október 1965 og hefur því nú gegnt embættinu um rúmlega 2% árs skeið. JOSEPH M.A.H. LUNS, utanríkis- ráðherra Hollands, er 57 ára, fæddur í hafnarborginni Rotterdam. Hann stundaði laganám við háskólana í Leyden og Amsterdam og lauk dokt- orsprófi í þeirri grein. Einnig nam hann um hríð við London School of Economics. Luns gekk í hollenzku utanríkisþjónustuna árið 1938, starf- Joseph M. A. H. Luns. aði fyrst sem fulltrúi í utanríkisráðu- neytinu um 2ja ára skeið, því næst. sem attaché og síðar sendiráðsritari í Bern og Lissabon og London, lengst á siðastnefnda staðnum. Þar var hann frá 1943—’49, að hann tók við störfum í sendinefnd Hollands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Luns varð ráðherra án stjórnardeild- ar í september 1952, en utanríkisráð- herra hefur hann verið síðan í októ- ber 1956, eða i rúman áratug. Hefur hann látið töluvert að sér kveða i þvi starfi, m. a. verið meðal opinská- ustu gagnrýnenda stefnu de Gaulles gagnvart inngöngu Breta í Efnahags- bandlag Evrópu. ALBERTO FRANCO NOGUEIRA, utanríkisráðherra Portúgals, verður 50 ára í haust. Hann nam lög við Lissabonháskóla og gekk í utanríkis- þjónustuna 1941, var fljótlega send-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.