Frjáls verslun - 01.04.1968, Blaðsíða 61
'FRJÁLS VERZLUN
59
•og varð þingleiðtogi þeirra þrettán
árum síðar. Það féll svo í hans hlut.
að veita forystu ríkisstjórn þeirri,
sem andstöðuflokkar sósíaldemókrata
mynduðu siðsumars 1963, en hún má
heita upphaf þess, að bundinn var
endi á valdaferil Verkamannaflokks-
ins, sem staðið hafði í áratugi. Árið
1964 varð Lyng fylkisstjóri í Oslo- og
Akershushéraði, en því embætti
gegndi hann, þegar hann í október
1965 tók sæti utanríkisráðherra í
samstarfsstjórn Per Bortens, sem far-
ið hefur með völd siðan. Lyng hefur
komið til Islands oftar en einu sinni.
m. a. á Norðurlandaráðþing, en hann
var um tíma einn af forsetum þess.
Er hann mörgum Islendingum að
góðu kunnur.
AMINTORE FANFANI, utanríkis-
ráðherra Itaílu, stendur á sextugu.
Hann stundaði háskóianám í hag-
fræði og félagsvísindinum og lauk
doktorsprófi á því sviði. Fanfani fór
snemma að fást við háskólakennslu
og gegndi á árunum 1936—'43
prófessorsstörfum í Milano og Fen-
eyjum. 1 ársbyrjun 1944 settist hann
að í Sviss og helgaði sig háskóla-
kennslu fyrir italska hermenn i
Admintore Fanfani.
Lausanne og Genf. Árið 1946 stofn-
aði hann áróðurs- og fréttadeiid
Kristlega demókrataflokksins. Hann
var kjörinn til stjórnlagaþingsins
1946 og fulltrúardeildar ítaiska þings-
ins 1948. Fanfani varð verkalýðs- og
félagsmálaráðherra í stjórn de Gas-
peris 1946—’48 og gegndi fyrrnefnda
embættinu fram yfir áramótin 1949—-
’50. Hann tók síðan við ráðherra-
störfum á ný 1951 og var þá land-
búhaðarmáiaráðherra til miðs árs
1953 og síðan innanrikisráðherra um
sex mánaða skeið. Honum var falin
stjórnarmyndun í janúar 1954, eftir
að ríkisstjórn Pella hafði sagt af sér,
en stjórn hans náði ekki meirihluta-
fylgi á þingi. I júlí 1954 var hann
kjörinn stjórnmálalegur framkv.stjóri
landssamtaka demókrataflokksins, en
sagði því starfi lausu 1959. Fanfani
varð forsætis- og utanríkisráðlierra
í átta mánuði eftir þingkosningarnar
vorið 1958. Hann varð aftur forsætis-
ráðherra frá júlí 1960—júni 1963.
Eftir það helgaði hann sig um hríð
flokksstarfi, svo og kennslu- og rit-
störfum, unz hann í marz 1965 varð
utanríkisráðherra í öðru samstarfs-
ráðuneyti Aldo Moro. Fanfani hefur
haft sig allmikið í frammi í alþjóða-
málum, m. a. lagt fram yfirgrips-
miklar tillögur um samstarf Atlants-
hafsríkjanna á sviði visinda- og
tæknimáia. Hann var forseti allsherj-
arþings Sameinuðu þjóðanna fyrir
nokkrum árum.
IHSAN SABRI CAGLAYANGIL,
utanrikisráðherra Tyrklands — þess
bandalagsríkisins, sem eins og Nor-
egur á landamæri sameiginleg með
Sovétríkjunum og er auk þess eina
Ihsan Sabri Caglayangil.
NATO-ríkið í Asíu — fæddist í
Istanbul og er sextugur að aldri.
Hann lauk lagaprófi og hefur gegnt
ýmsum mikilsverðum embættum í
innanríkisráðuneyti lands síns, m. a.
á sviði löggæzlumála. Árið 1961 var
hann ltjörinn öldungardeildarþing-
maður fyrir Bursa-kjördæmi. Tók
hann við embætti verkalýðsmálaráð-
herra og varð jafnframt opinber tals-
maður samstarfsstjórnar Suat Hayi’i
Urguplu í febrúar 1965. Caglayangil
var síðan skipaður utanríkisráðherra
í rikisstjórn Suleyman Demirel í
október 1965 og hefur því nú gegnt
embættinu um rúmlega 2% árs skeið.
JOSEPH M.A.H. LUNS, utanríkis-
ráðherra Hollands, er 57 ára, fæddur
í hafnarborginni Rotterdam. Hann
stundaði laganám við háskólana í
Leyden og Amsterdam og lauk dokt-
orsprófi í þeirri grein. Einnig nam
hann um hríð við London School of
Economics. Luns gekk í hollenzku
utanríkisþjónustuna árið 1938, starf-
Joseph M. A. H. Luns.
aði fyrst sem fulltrúi í utanríkisráðu-
neytinu um 2ja ára skeið, því næst.
sem attaché og síðar sendiráðsritari
í Bern og Lissabon og London, lengst
á siðastnefnda staðnum. Þar var
hann frá 1943—’49, að hann tók við
störfum í sendinefnd Hollands hjá
Sameinuðu þjóðunum í New York.
Luns varð ráðherra án stjórnardeild-
ar í september 1952, en utanríkisráð-
herra hefur hann verið síðan í októ-
ber 1956, eða i rúman áratug. Hefur
hann látið töluvert að sér kveða i
þvi starfi, m. a. verið meðal opinská-
ustu gagnrýnenda stefnu de Gaulles
gagnvart inngöngu Breta í Efnahags-
bandlag Evrópu.
ALBERTO FRANCO NOGUEIRA,
utanríkisráðherra Portúgals, verður
50 ára í haust. Hann nam lög við
Lissabonháskóla og gekk í utanríkis-
þjónustuna 1941, var fljótlega send-