Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1968, Side 16

Frjáls verslun - 01.04.1968, Side 16
14 FRJAL5 VERZLUN um mæli hraðfrystan fisk í neyt- endaumbúðum, svo og niðursoðið og „marinerað“ fiskmeti. Fiskbúðum, sem verzla með ferskan fisk, fer stöðugt fækkandi. Jafnframt eru þær frá gamalli tíð staðsettar í miðborgunum, en þar dregst stöðugt saman búseta fólks. Þess í stað flytur það út í nýtízku úthverfi eða útborgir, en fiskbúðirnar flytjast ekki með fólkinu. Það verzlar í nýtízku sjálfsafgreiðslubúðum, sem ekki verzla með ferskan fisk, heldur hraðfrystan í neytendaumbúðum og með niðursoðið og „marinerað“ fiskmeti. Er hér um stórfelldar breytingar að ræða, og eiga þær sér einnig stað í vaxandi mæli í Bretlandi. Árið 1966 voru seld. 250 þúsund tonn af ferskum fiski á uppboðs- mörkuðunum í V.-Þýzkalandi, ení fyrra aðeins 155 þúsund tonn, og af því magni fór þó nokkuð í fisk- mjölsverksmiðjur, og töluvert var saltað og endurútflutt. Því er spáð, að þessari þróun muni halda áfram, þar til neyzla á ferskum fiski er komin niður í um 8,0 þúsund tonn, en töluverð- an hluta af þessu magni mun fiski- bátaflotinn láta í té, en aðstaða hans er sterkari á markaðinum að því leyti, að fiskafli hans er fjöl- breyttari. Nú (í maímánuði) hafa V.- Þjóðverjar lagt um 50 af ísfisls- togurum sínum, og um 25 eru á veiðum í salt, en alls eru ísfisk- togarar Þjóðverja rúmlega 150. Á þessi útgerð við mikla fjárhags- örðugleika að etja, og eru uppi áætlanir um að höggva upp um 40 þýzka togara. Svipað þessu er ástandið í Bret- landi. Þar á togaraútgerðin við mikla og vaxandi erfiðleika að stríða, og þar er einnig gert ráð fyrir að höggva upp fjölmarga ís- fisktogara. — Og hverjar eru 'þá framtíð- arhorfurnar í þessum málum? — Þegar haft er í huga það, sem sagt er hér að framan, má ljóst vera, að togaraeigendurhorfa með vaxandi ugg til framtíðar- innar varðandi ísfiskmarkaðina erlendis. Svo kann að fara að stefna beri að því að búa enn betur í haginn en nú er gert fyrir landanir tog- Loftur Bjarnason. ara hér á landi. Virðist líka margt benda til þess, að frystihúsin hafi vaxandi þörf fyrir togarafisk vegna minnkandi bátaafla. Má í því sambandi benda á, að bátaaflinn 1. jan. til 30. apríl hef- ur minnkað úr 234 þús. tonnum 1964 á 393 báta í 139 þús. tonn í ár á 384 báta. í þessu efni á togaraútgerðin sem önnur útgerð mest undir markaðsverðinu erlendis, og er því knýjandi nauðsyn á því, að fast sé haldið á málum í viðskipta- samningum um fiskflök, þar sem slíkir samningar eru gerðir fyrir- fram. Annað stórmál er tengsl íslands við Fríverzlunarbandalagið eða Efnahagsbandalagið, með þeim fyrirvara þó, að þannig samning- ar náist, að hagsmunir íslands séu tryggðir. Með slíkri aðild eða tengslum myndi aðstaða íslands á erlendum mörkuðum stórum batna, bæði fyrir ísfisk og freð- fisk, vegna hinna háu innflutn- ingstolla, sem nú þarf að greiða, sagði Loftur Bjamason að lokum.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.