Frjáls verslun - 01.04.1968, Síða 23
FRJÁLS VERZLUN
21
BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON,
viöskiptaírœðingur,
skrifar að þessu sinni um:
ENDURNÝJUN TOGARA
FLOTANS
Eigendur þessa risavaxna fyrir-
tækis eru ein milljón hluthafa. í
þeirra höndum er 60% hlutafjár-
ins (750 millj. mörk). Þau 40%,
sem eftir eru, skiptast á vestur-
þýzka ríkið (16%), Neðra- Sax-
land (20%) og stofnendur Volks-
wagenverksmiðjanna (4%).
Verksmiðjur Volkswagen eru
sex í Þýzkalandi og fjórar erlend-
is. Þær framleiða um 7.000 farar-
Skipulagssnillingurinn
„Herra Volkswagen“.
tæki daglega, þar á meðal 5.000
af ,,týpu“ verkfræðingsins Ferdin-
ands Porsche. (Árið 1948 unnu
við verksmiðjurnar 8,000 manns,
sem framleiddu 78 farartæki á
dag). Velta Volkswagenverksmiðj-
anna er hin mesta allra þýzkra
fyrirtækja.
Milljónasti VW-bíllinn var fyrst
framleiddur 1961. Af innanlands-
framleiðslunni í fyrra voru meira
en 60% flutt út. Um 65 skip flytja
Volkswagen-bifreiðir til kaupenda
sinna erlendis. Eitt þessara skipa,
sem sérstaklega er útbúið fyrir
VW, getur flutt 1850 farartæki
samtímis. VW-verksmiðjurnar
hafa 8000 varahlutaþjónustur í
130 löndum heims. í Þýzkalandi
eru þær nálægt 2.400.
Endurnýjun togaraflotans er
mjög á dagskrá um þessar mund-
ir. Sjávarútvegsmálaráðherra,
Eggert G. Þorsteinsson, skipaði á
sínum tíma nefnd til þess að at-
huga, hvaða skip mundu henta
okkur bezt, ef ráðizt yrði í kaup
nýrra togara. Er nefnd þessi langt
komin í störfum sínum og til-
lagna að vænta frá henni innan
skamms. Er ekki ólíklegt, að rík-
isstjórnin ákveði síðari hluta sum-
ars eða næsta haust að láta smíða
nokkra nýja togara.
Togaraútgerð íslendinga hefur
átt við mikla fjárhagserfiðleika að
etja undanfarin ár. Höfuðástæðan
er aflabrestur, sem m. a. á rætur
sínar að rekja til þess, að togar-
arnir misstu mörg af sínum beztu
veiðisvæðum við útfærslu fisk-
veiðilögsögunnar. Vegna lélegrar
fjárhagsafkomu togaraútgerðanna
hefur ekki orðið um kaup á nein-
um nýtízkulegum togurum að
ræða. Aðrar þjóðir hafa endur-
nýjað togara sína og keypt skut-
togara og verksmiðjutogara, en
íslendingar hafa dregizt aftur úr
í þessari grein. Þær raddir heyrð-
ust jafnvel, þegar sem bezt aflað-
ist á síldveiðum, að íslendingar
ættu að leggja togaraútgerð niður.
En þær raddir eru nú hljóðnaðar,
og öllum er það ljóst, að íslend-
ingar verða að eiga fullkomin
fiskiskip, sem sótt geta á fjarlæg
mið.
Nokkur ágreiningur er uppi um
það, hvers konar togarar henti ís-
lendingum bezt. Margir telja, að
íslendingar eigi að kaupa skut-
togara. Aðrir telja, að ekki aflist
betur á skuttogara en síðutogara.
En hinir stórtækustu vilja, að ís-
lendingar eignist litla verksmiðju-
togara.
Ég tel, að íslendingar ættu að
kaupa nokkra nýtízku skuttogara.
Það er vissulega mikið hagræði
að því fyrir sjómennina að geta
unnið við fiskinn undir þiljum í
stað þess að standa á þilfari í
hvaða veðri sem er eins og nú.
Líklegt má einnig telja, að unnt
væri að ná samkomulagi um
færri menn á skuttogurunum en
síðutcgurunum, einmitt vegna
þess, hve allur aðbúnaður sjó-
manna væri betri á þeim skipum.
Tel ég að stefna ætti að því að
gera sérstaka kjarasamninga fyrir
sjómenn á skuttogurum. Sjó-
mannasamtökin hafa ekki viljað
fallast á fækkun sjómanna á síðu-
togurum vegna ákvæða togara-
vökulaganna um 12 tíma hvíld á
sólarhring. En ef til vill mundu
samtök sjómanna fallast á fækk-
un sjómanna á skuttogurunum.
Rekstur skuttogara gæti því orð-
ið hagkvæmari. — Mest er þó um
vert fyrir íslendinga að fylgjast
með framþróuninni í togaraút-
gerðinni og eiga ætíð einhver ný-
tízku fiskiskip. Stór verksmiðju-
skip mundu ekki henta okkur.
Við eigum nóg af fiskvinnslu-
stöðvum í landi til þess að taka
við afla togaranna, og við höfum
ekki mannafla fyrir verksmiðju-
togara, sem væru úti marga mán-
uði í einu. Hins vegar kann að
vera, að heppilegt væri að hafa
frystitæki um borð í nokkrum
togurum.
Mesta vandamálið í sambandi
við endumýjun togaraflotans er
fjárskortur togaraútgerðanna. Er
því ljóst, að ekki verður um nein
togarakaup að ræða án aðstoðar
ríkisvaldsins. Má vera að stofna
verði einhver opinber eða hálf-
opinber togaraútgerðarfyrirtæki
til þess að reka einhver hinna
nýju skipa. Tel ég sjálfsagt, að
það verði gert, reynist það nauð-
synlegt til þess að tryggja endur-
nýjun togaranna. Aðalatriðið er,
að endurnýjun togaranna má ekki
dragast mikið lengur.