Frjáls verslun - 01.05.1968, Blaðsíða 9
FRJALS' VERZLUN"
9
Nú hefði mátt ætla, að starfs-
menn nefndarinnar hefðu getað
kveðið þennan dóm upp, áður en
35 milljónum af almannafé var
eytt til að reisa húsin. Húsin voru
flutt inn í hlutum og sett saman
af danska fyrirtækinu, má því
ætla, að verðið hafi legið nokkuð
ljóst fyrir.
Það hlýtur því að teljast all
vítavert að hafaframkvæmtþessa
,,tilraun“, og ekki sízt á sama
tíma og margir innlendir trésmið-
ir hafa lítil eða engin verkefni.
SAMKEPPNIN. Hér er komið
að einni aðal röksemdinni fyrir
Breiðholtsframkvæmdunum, að
samkeppni skorti í byggingariðn-
aðinum.
Um all langt skeið hafa fjórir
aðilar einkum fengizt við bygg-
ingarframkvæmdir: Byggingar-
samvinnufélög, byggingarfyrir-
tæki, einstakir byggingarmeistar-
ar og einstaklingar. Þá hefur
Reykjavíkurborg og staðið fyrir
byggingu fjölbýlishúsa.
Óvenju mörg rekstrarform eru
því fyrir hendi í byggingariðnað-
inum, aðilar fjölmargir og tryggt,
að víðtæk samtök um að halda
uppi íbúðaverði eru ekki hugsan-
leg. Engu að síður er því haldið
á lofti sem aðal röksemd fyrir
byggingarframkvæmdum ríkisins,
að þeim sé ætlað að „tryggja sam-
keppni“.
Hvernig hefur Framkvæmda-
nefndinni tekizt að rækja þetta
hlutverk sitt? Þeir, sem gerst
þekkja til í byggingariðnaðinum
fullyrða, að nú sé vá fyrir dyrum
hins mikla fjölda einstaklinga og
fyrirtækja, sem standa í bygging-
arframkvæmdum. Þegar hundruð
milljóna króna eru tekin úr hús-
næðislánakerfinu, og notuð til
hinnavafasömu „tilrauna“ í Breið-
holti, hlýtur þess að sjá einhvers
staðar stað.
Afleiðingar samkeppninnar eru
að koma í ljós. Byggingarfyrir-
tækin draga saman seglin, ein-
staklingar afþakka lóðir eða
standa uppi með hálfbyggð hús
svo mánuðum skiptir, vegna drátt-
ar á lánsfé.
í ríkisbyggingunum í Breiðholti
stendur ekki á framkvæmdum
vegna fjárskorts. Þegar áætlun-
inni er lokið, hefur á annað þús-
und milljóna króna verið fjárfest
í tilraunirnar.
ÖFLUGT
IBVGGINGAFÉUG
í HJARTA
BORGARINNAR
ALMENNAR TRYGtlNGAR NF
PÓSTHÚSSTRÆTI 9
SÍMI 17700