Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1968, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.05.1968, Blaðsíða 9
FRJALS' VERZLUN" 9 Nú hefði mátt ætla, að starfs- menn nefndarinnar hefðu getað kveðið þennan dóm upp, áður en 35 milljónum af almannafé var eytt til að reisa húsin. Húsin voru flutt inn í hlutum og sett saman af danska fyrirtækinu, má því ætla, að verðið hafi legið nokkuð ljóst fyrir. Það hlýtur því að teljast all vítavert að hafaframkvæmtþessa ,,tilraun“, og ekki sízt á sama tíma og margir innlendir trésmið- ir hafa lítil eða engin verkefni. SAMKEPPNIN. Hér er komið að einni aðal röksemdinni fyrir Breiðholtsframkvæmdunum, að samkeppni skorti í byggingariðn- aðinum. Um all langt skeið hafa fjórir aðilar einkum fengizt við bygg- ingarframkvæmdir: Byggingar- samvinnufélög, byggingarfyrir- tæki, einstakir byggingarmeistar- ar og einstaklingar. Þá hefur Reykjavíkurborg og staðið fyrir byggingu fjölbýlishúsa. Óvenju mörg rekstrarform eru því fyrir hendi í byggingariðnað- inum, aðilar fjölmargir og tryggt, að víðtæk samtök um að halda uppi íbúðaverði eru ekki hugsan- leg. Engu að síður er því haldið á lofti sem aðal röksemd fyrir byggingarframkvæmdum ríkisins, að þeim sé ætlað að „tryggja sam- keppni“. Hvernig hefur Framkvæmda- nefndinni tekizt að rækja þetta hlutverk sitt? Þeir, sem gerst þekkja til í byggingariðnaðinum fullyrða, að nú sé vá fyrir dyrum hins mikla fjölda einstaklinga og fyrirtækja, sem standa í bygging- arframkvæmdum. Þegar hundruð milljóna króna eru tekin úr hús- næðislánakerfinu, og notuð til hinnavafasömu „tilrauna“ í Breið- holti, hlýtur þess að sjá einhvers staðar stað. Afleiðingar samkeppninnar eru að koma í ljós. Byggingarfyrir- tækin draga saman seglin, ein- staklingar afþakka lóðir eða standa uppi með hálfbyggð hús svo mánuðum skiptir, vegna drátt- ar á lánsfé. í ríkisbyggingunum í Breiðholti stendur ekki á framkvæmdum vegna fjárskorts. Þegar áætlun- inni er lokið, hefur á annað þús- und milljóna króna verið fjárfest í tilraunirnar. ÖFLUGT IBVGGINGAFÉUG í HJARTA BORGARINNAR ALMENNAR TRYGtlNGAR NF PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SÍMI 17700
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.