Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1968, Page 10

Frjáls verslun - 01.05.1968, Page 10
FRJALS VERZLUN IQ ÞJÓÐFÉLAGSLEGAR AFLEIÐ- INGAR. Það hefur verið eitt af aðalsmerkjum íslenzks þjóðfélags, hversu margir einstaklingar eiga eigin íbúðir eða hús. Þau verðmæti, sem menn hafa þannig skapað með eigin vinnu, verða seint fullmetin. Hundruðir manna leggja þannig á sig ómæl- anlegt erfiði til að koma þaki yfir sig og sína, nota hverja frístund og vinna langan vinnudag. Hvers eiga slíkir menn að gjalda? Hefur íslenzka ríkið ekki jafn miklar skyldur við þá borgara sína, sem hafa vilja, dugnað og þor til að búa í haginn fyrir fram- tíðina? Hverjar verða afleiðingar þess, að ríkið ætlar sér í svo stór- felldum mæli að seilast hér inn á sviðið. Verkar það hvetjandi á slíka fyrirmyndarborgara aðhorfa upp á ríkið svelgja í sig stóran hluta þess fjármagns, sem með réttu kæmi í þeirra hlut? Að horfa upp á utanaðkomandi aðila deila út húsnæði, byggðu fyrir ríkisfé, á sama tíma og þeir vinna í sveita síns andlits. Hvað um einstaka bygginga- meistara og félög, sem lagt hafa byggingarstarfsemi fyrir sig og hætt þar fé sínu? Er það framtíð- arhlutverk þeirra að eiga í sam- keppni við ríkisvaldið, afskiptir með lánsfé og greiða stórar upp- hæðir í sköttum til ríkisins, meðal annars til keppinautarins? Hvað kemur það til með að kosta ríkisvaldið í sköttum og skyldum, að veita ekki hinu gífur- lega fé til framkvæmda einstakl- inga, sem bera skatta? AÐ SNÚA FRÁ VILLU SÍNS VEGAR. Það er krafa þeirra, sem vilja og geta treyst eigin framtaki, að ríkisvaldið fullnægi skyldum sínum við þá. Fyrst og fremst hlýtur slíkri kröfu að vera beint til þeirra, sem fólkið hefur treyst til að halda uppi rétti einstaklinganna í þjóðfélaginu. Ef þeir reynast ekki köllun sinni trúir, er grundvellin- um gjörsamlega kippt undan um- boði þeirra. í framtíðinni ber þeim skylda til að koma í veg fyrir stórkostlegustu þjóðnýting- aráform, sem gerð hafa verið á íslandi: Breiðholtsáætlunina. Lánsfé almennings verður aðdeila út meðal almennings, þar á það heima — hvergi annars staðar.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.