Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1968, Síða 17

Frjáls verslun - 01.05.1968, Síða 17
FRJÁLS' VERZLUN IV konar vélar og tæki fyrir 26 millj. kr. Asfaltinnkaup á vegum borg- arinnar nam 13,7 millj. kr. og þannig mætti lengi telja. Auk þess sem Innkaupastofnun- in reynir að útvega vörur á sem allra hagstæðastan hátt, er einnig lögð mikil áherzla á, að flutnings- gjöld á vöi’um á vegum borgar- innar til landsins séu sem hag- stæðust, svo og önnur kjör eins og sjótryggingariðgjöld og þessháttar. Er það því einnig innan verka- hrings stofnunarinnar að leita samninga við skipafélög, vá- tryggingarfélög o. fl., og segja má að stofnunin hafi náð mjög góðum árangri í þessum efnum. Þar sem um kaup á standard- vörum er að ræða, t. d. kaup á as- falti, vatnspípum, jarðstrengjum, koparvír o. s. frv., eru nær undan- tekningarlaust um kaup að undan- gengnu vöruútboði að ræða. Slík útboð eru alltaf auglýst í dagblöð- um borgarinnar og er enginn vaii á því, að með útboðum fær borgar- félagið beztu kjörin, sem völ er á á hverjum tíma, auk þess sem al- menn vöruútboð stuðla að auk- inni frjálsri samkeppni milli ís- lenzkra kaupsýslumanna. í einstökum tilfellum eru vöru- kaup framkvæmd í samvinnu við Innkaupastofnun ríkisins og má hér t. d. nefna kaup á asfalti. Reykjavíkurborg er að sjálfsögöu langstærsti notandi asfalts hér á landi, en þó er einnig flutt tölu- vert magn af asfalti til landsins á vegum Innkaupastofnunar rík- isins, sem síðan á eftir að fara út til ýmissa staða á landinu. Með því að sameina slík útboð á asfalti og á flutningi á asfalti til landsins, er hægt að nýta hagkvæmni stórra vörukaupa til hins ýtrasta. Vörur, sem fluttar hafa verið íil landsins eða keyptar af Innkaupa- stofnuninni, eru siðan endurseid- ar til þeirra stofnana, sem hafa pantað viðkomadi vörur hjá stom- uninni og eru vörurnar seldar á kostnaðarverði, að viðbættri þókn- un, sem samkvæmt reglum stofn- unarinnar, getur verið frá 1 % upp í 4% eftir stærð vörukaupanna. Þessi lága þóknun er nægileg til þess að standa straum af reksrar- kostnaði stofnunarinnar, og einn- ig hefur tekizt á undanförnum ár- um að safna höfuðstól, sem í dag nemur um 11 millj. kr. Slík höfuð- FERDASJÓNVARP í sumarbijstaft í bí! í bát Aukahlutir: RAFHLAÐA, BÍLLOFTNET, BÍLSTRAUMTENGISNÚRA O.FL. J. P. GUÐJÓNSSON HF. Skúlagötu 26 - Síma 11740

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.