Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1968, Síða 20

Frjáls verslun - 01.05.1968, Síða 20
2 □ FRJÁLS VERZLUN VERDUR ÞJÓDERNISLEGUM HLEYPIDÓMUM I EVRÓPU ÚTRÝMT? „Þjóðverjar eru frekir". — „Frakkar eru léttúðugir". — „Þjóð- verjar eru mesta tónlistarþjóð í heimi". — Frakkar eru glaðvœrari en Þjóðverjar". — Fastmótaðar skoðanir eins og þessar virðast enn vera algengar, enda þótt fleira franskt og þýzkt œskufólk heimsœki land hvors annars nú en nokkru sinni fyrr. Fransk-þýzka æskulýðsstofnun- in hefur, síðan henni var komið á fót 1963, skipulagt ferðalög 500.000 ungra Frakka til vestur- þýzka sambandslýðveldisins og 600.000 þýzkra æskumanna til Frakklands. Spurningin er, hafa þessar ferðir, námskeið og dvalir í sumarbúðum gert þátttakendur víðsýnni? Þrátt fyrir erfiðleikana á því að „mæla“ skoðanir, þá hafa skoð- anakannanir meðal fransks og þýzks æskufólks á aldrinum 15— 24 ára gefið til kynna, að gamlar fastmótaðar skoðanir eru ekki úr sögunni, enda þótt eitthvað hafi dregið úr þeim. Skoðanakannan- irnar leiddu í Ijós, að Þjóðverjar töldu Frakka enn vera geðþekka en lata, lifandi en yfirborðs- kennda. Þær leiddu enn fremur í ljós, að Frakkar héldu áfram að líta á Þjóðverja sem duglega en freka, kjarkmikla en kaldrana- lega. Gagnkvæmar heimsóknir gátu jafnvel verið tvíeggjað vopn. Ungir Þjóðverjar höfðu tilhneig- ingu, er þeir höfðu farið til Frakk- lands og kynnzt ungu fólki þar, til þess að geðjast meira að Frökk- um en áður — en þeir þóttust einnig koma betur en áður auga á það, sem þeir töldu vera neikvæð- ari skapgerðareinkenni Frakka. Yvon Bourdet, franskur sál- fræðingur, sem kennir við Sor- bonne háskóla, hefur látið frá sér fara skýrslu um skoðanakannanir, sem hann framkvæmdi 1966 á þúsundum franskra og þýzkra pilta og stúlkna á aldrinum 11—18 ára, á meðan þetta fólk dvaldi saman í sumarbúðum. Þar komst hann að raun um, að þetta unga fólk var haldið ýmsum hleypi- dómum, sem ekki voru byggðir á neinni hlutlægri reynslu eða mati, heldur höfðu orðið til í uppeldi fyrir utanaðkomandi áhrif, ekki hvað sízt í skólum. Átti þetta jafnt við um álit Þjóðverja og Frakka hvora á öðrum og um við- horf þeirra almennt til margvís- legra mála. SÖGUKENNSLA 1 BARNA- SKÓLUM HÆTTULEG? Á grundvelli skýrslu sinnar leggur Bourdet til, hvorki meira

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.