Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1968, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.05.1968, Blaðsíða 25
frjáls verzlun' 25 verði verzlað með á verðbréfa- markaði, því að á þann hátt fá opinberir aðilar til afnota nauð- synlegt fjármagn, án þess að slá eignarhaldi sínu á það og svipta borgarana yfirráðum yfir því, eins og ella mundi gert með skatt- heimtu. Slík skuldabréfaútgáfa er því einn þáttur þess heilbrigða, lýðræðislega kerfis, sem ég áður hef rætt um og nefnt auðstjórn almennings eða fjárstjórn fjöld- ans, þ. e. a. s. að eignarráð yfir fjármagni þjóðfélagsins sé sem allra mest dreift á meðal borgar- anna, en ekki þjappað saman á hendur stjórnvalda. F.V.: Telur þú, aS íslenzkir at- vinnurekendur séu of margir og of smáir? Gceti það orSiS til góSs, aS fYrirtœki hefðu vissa sam- vinnu viS stœrri viSfangsefni? E.K. J.: Smáatvinnurekendur eru ekki síður nauðsynlegir en hinir stærri. Ég ber jafn mikla virðingu fyrir trillukarlinum eins og iðju- höldinum. Báðir beita áræði sínu og harðfylgi til að afla fjármuna sér og sínum til handa, en jafn- framt þjóðarheildinni. Áreiðanlega á samvinna fyrir- tækja og jafnvel samruni eftir að aukast í framtíðinni. En það er þó ekki fyrst og fremst samvinna fyrirtækjanna sem slíkra, sem hér er um að ræða, heldur að ný fyrir- tæki verði stofnsett með þátttöku fjölmargra aðila, og það er þar, sem einkaframtaksmenn hafa brugðizt. Hér hafa ekki verið neinir frumkvöðlar (promotors á erlendu máli), menn, sem beittu útsjónasemi sinni, dugnaði og hug- kvæmni til að koma á fót nauð- synjafyrirtækjum, án þess að þeir ættu þau sjálfir og einir, og hefðu þar öll ráð. F.V.: Nú hefur nokkuð verið rœtt um stofnun hlutafélags til að fullvinna hróál frá álbrœðslunni í Straumsvík. Hvaða form telur þú heppilegast á slíku hlutafé- lagi og telur þú, að hér geti orðið um mikilvœga atvinnugrein að rœða í framtíðinni? E.K. J.: Ég var rétt í þessu að nefna skortinn á frumkvöðlum við uppbyggingu íslenzks atvinnulífs, og þess vegna tel ég ekki úr vegi að geta þess hér, að þegar ég fyr- ir skömmu ræddi við bankastjóra Seðlabankans, formann Félags ísl. iðnrekenda og formann ísals um félagsstofnun til fullvinnslu úr áli, gerði ég það að tillögu minni, að félag, sem stofnað yrði til að reyna að hrinda því máli úr höfn, yrði framkvæmdafélag, sem síðar sneri sér að öðrum viðfangsefn- um; hef ég þegar gert stofnsamn- ing og ítarlegar samþykktir fyrir slíkt félag, og segir í upphafs- greinum þeirra m. a.: Félagið er hlutafélag og nafn þess Frumkvöðlar h.f. Tilgangur félagsins er undir- búningur að stofnun atvinnu- fyrirtækja, einkum á sviði iðn- ANGLI SKYRTUR COTTON COTTON - BLEND 09 RESPI SUPER - NYLON Hvítar - röndóttar - mlslitar 14 STÆRÐIR MISM. ERMALENGDIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.