Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1968, Page 33

Frjáls verslun - 01.05.1968, Page 33
FRJALS VERZLUN 29 staði. Eru því stór varðskip nauð- synleg bæði vegna misjafnrar veðráttu og fjarlægðanna. Auk varðskipanna hefur Land- helgisgæzlan yfir einni DC-4 flug- vél að ráða auk þyrlunnar. Báðar hafa þær dugað okkur vel, en Skymasterinn er orðinn 25 ára, og margt hefur breytzt, frá því að vélin kom í okkar þjónustu. Höf- um við því á að losa okkur við hana, áður en hún þarf að gangast undir mjög mikla skoðun, leigja í staðinn tvo flugbáta af varnar- liðinu og reyna til lengri eða skemmri tíma. En áhugi okkar beinist samt mest að stóru þyrl- unum, sem án efa eiga mikla fram- tíð fyrir sér hér sem annars staðar, því að leit er að tæki, sem hefur eins fjölþætta notkun. Eins og er hindra fjármál frekari framgang þessara mál, en við fylgjumst vel með öllu, sem gerist í þessum efn- um, og vinnum á meðan að því að mennta og þjálfa okkar flugmenn. Við spyrjum Pétur um fjármála- hlið fyrirtækisins, og hann svarar: Á fjárlögum núna eru áætlaðar 60—70 milljónir til þessa reksturs, sem skiptist milli flugsins og skip- anna. Þá eru alltaf einhverjar tekjur, sem koma á ýmsan hátt — fyrst og fremst eru það björgunar- laun, sem renna í landhelgissjóð, en hann er raunverulega eigandi allra tækja Landhelgisgæzlunnar. Úr þessum sjóð er veitt fé til ný- bygginga skipa og til kaupa á tækjum. Hann hefur keypt allar vélar okkar og lagt fé í öll skipin Pétur Sigurðsson, forstjóri. — hefur nú þegar greitt 20% af kostnaðarverði nýja Ægis. í þenn- an sjóð renna einnig allar land- helgissektirnar. Af öðrum tekjum má nefna greiðslur fyrir ýmiss konar aðstoð við báta og skip, einnig fyrir að draga dýpkunarpramma milli hafna og loks fáum við lítið eitt fyrir vöruflutninga. En þótt við flytjum að meðaltali um 2 þúsund farþega á ári tökum við aldrei greiðslu fyrir það. Þetta er álitin sjálfsögð þjónusta við fólk, sem á í erfiðleikum. Um hlutverk Landhelgisgæzl- unnar segir Pétur: — Það er fyrst og fremst að stunda löggæzlu- störf á hafinu umhverfis ísland og gæta réttar okkar út á við. Ef þessi starfsemi gengur vel, vinnst okkur oft nægur tími til að sinna öðrum störfum, svo sem björg- unar- og aðstoðarstörfum, ýmiss konar vísindastörfum, til að mynda sjómælingar og fiskirann- sóknir, en að hinu síðarnefnda höf- um við verið aðilar frá upphafi til þessa árs, að íslendingar eign- uðust sérstakt hafrannsóknarskip. Þá aðstoðum við ríkisvaldið við öll möguleg fyrirbæri, sem kunna óvænt að skjóta upp kollinum, eins og t. d. hafís, og geta því störf Landhelgisgæzlunnar verið mjög breytileg frá ári til árs. Landhelgisgæzlan þarf því ekki að leita sér verkefna og síðustu árin hefur starfsemin stöðugt orðið fjölþættari.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.