Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1968, Side 47

Frjáls verslun - 01.05.1968, Side 47
FRJÁLS VERZLUNf 43 Sundlaug Akureyrar. anir nokkurra benzínsölustaða. Þar fæst margt fyrir ferðamenn, s. s. smáréttir. Matsölustaðir eru nokkrir. Hót- elin reka matsölu, eins og getið hefur verið. Kaffiteríur eru tvær, Kaffitería KEA og Kaffiteria HA, sem báðar selja mat. & át* PEDRO Framköliun Kopíering Stækkun Filmusala IVIYNDIR HAFNARSTR. SS SlMI (96) 11520 PÓSTHÓLF 238 AKUREYRI Nokkrar peningastofnanir eru í bænum, allar í miðbænum, þar af útibú fjögurra banka. Opið er eins cg annars staðar hjá slíkum stofn- unum. Póstur og sími hafa afgreiðslur við Hafnarstræti. Læknaþjónusta og þjónusta lyfjabúða er skipulögð og veitir Akureyrar-Apótek við Hafnar- stræti upplýsingar allan sólar- hringinn, á nóttunni í símsvara 11032. Leigubílastöð, sendibílastöð og vörubílastöð eru á staðnum. Leigu bílastöðin er opin til kl. 03 á nótt- unni. Vörubílastöðin hefur krana- bíla. Benzínstöðvar eru opnar til kl. 23.30. Fást benzin og olíur frá öllum olíufélögunum. Smurstöðv- ar eru opnar á virkum dögum. Hjólbarðaviðgerðir eru opnar alia daga. Bifreiðastæði eru opin á virkum dögum. Mörg bifreiða- umbcð hafa samninga við einstök verkstæði um þjónustu. Bílaleigur eru þrjár. Tvö flugfélög annast leiguflug. • Dægradvöl og skemmtanir. Unnt er að fá að kynnast hin- um alhliða atvinnurekstri í bæn- um, nokkurn veginn eftir vild hvers og eins. En athyglisverðast er auðvitað að skoða hin stóru iðn- aðarfyrirtæki, þ. á m. fiskiðnaðar- fyrirtækin, og stórverzlanir, s. s. Amaro og verzlanir KEA. í þessu sambandi bjóða ferðaskrifstof- urnar sérstakar skoðunarferðir um bæinn, en þáeru söfn einnig skoðuð, svo og Lystigarðurinn. í slíkum ferðum kemur fyrrnefnt Akureyrarkort í góðar þarfir. Eftirtalin söfn eru opin: Davíðs- hús, Matthíasarhús, Nonnahús, Amtsbókasafnið, Minjasafnið og Náttúrugripasaínið. Akureyrar- kirkja er einnig opin til sýnis. Loks er Lystigarðurinn opinn öll- um. Sundlaug Akureyrar er skamint frá tjaldstæðinu. Þar er útisund- laug, innisundlaug og gufubað. Golfvöllur er í bænum og unnt að komast á hann. Pollurinn er til- valinn til hraðbátasigiinga. Skiða- snjór er í Hlíðarfjalli nokkuð fram á sumar og allt sumarið á Vindheimajökli. Á þessum slóðum er einnig kjörið að stunda íjall- göngur, og einnig í Súlum, en hvert sem farið er í fjöllin má njóta dýr- legs útsýnis í björtu veðri. Hesta- leiga er starfrækt í bænum. Kvikmyndahús eru tvö og haía hvort um sig tvær eða fleiri sýn- ingar daglega. Danshús eru tvö, Sjálfstæðishúsið (vínveitingar og tveir barir) og Alþýðuhúsið. I mörgum félagsheimilum í nágrenn- inu eru dansleikir um helgar. Ferðamöguleikar eru margir og í sambandi við þá margs konar dægradvöl, s. s. silungsveiðar. Tvær ferðaskrifstofur, Ferðaskrií- stofa Akuroyrar og Ferðaskrif- stofan Saga, annast áætlunarferð- ir, aðrar skipulagðar ferðir og veita hópum og einstaklingum fyrirgreðslu. • Helztu ferðamöguleikar. Þeim, sem ferðast á eigin farar- tækjum, eru að sjálfsögðu ailar leiðir um byggðir færar. En ferða- skrifstofurnar sjá hinum fyrir far- kostum, hvers konar ferðamáta, sem þeir kjósa sér. Skoðunarferðir um bæinn hafa þegar verið nefndar. Grímseyjarferð verður ekki farin nema í lofti eða á sjó. Ferða- skrifstofurnar, flugfélögin og af- greiðsla Póstbátsins Drangs selja ferðir þangað. Heimsskautsbaug- urinn liggur um Grímsey og við hann er nyrzta byggð íslands. íbú-

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.