Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1968, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.05.1968, Blaðsíða 47
FRJÁLS VERZLUNf 43 Sundlaug Akureyrar. anir nokkurra benzínsölustaða. Þar fæst margt fyrir ferðamenn, s. s. smáréttir. Matsölustaðir eru nokkrir. Hót- elin reka matsölu, eins og getið hefur verið. Kaffiteríur eru tvær, Kaffitería KEA og Kaffiteria HA, sem báðar selja mat. & át* PEDRO Framköliun Kopíering Stækkun Filmusala IVIYNDIR HAFNARSTR. SS SlMI (96) 11520 PÓSTHÓLF 238 AKUREYRI Nokkrar peningastofnanir eru í bænum, allar í miðbænum, þar af útibú fjögurra banka. Opið er eins cg annars staðar hjá slíkum stofn- unum. Póstur og sími hafa afgreiðslur við Hafnarstræti. Læknaþjónusta og þjónusta lyfjabúða er skipulögð og veitir Akureyrar-Apótek við Hafnar- stræti upplýsingar allan sólar- hringinn, á nóttunni í símsvara 11032. Leigubílastöð, sendibílastöð og vörubílastöð eru á staðnum. Leigu bílastöðin er opin til kl. 03 á nótt- unni. Vörubílastöðin hefur krana- bíla. Benzínstöðvar eru opnar til kl. 23.30. Fást benzin og olíur frá öllum olíufélögunum. Smurstöðv- ar eru opnar á virkum dögum. Hjólbarðaviðgerðir eru opnar alia daga. Bifreiðastæði eru opin á virkum dögum. Mörg bifreiða- umbcð hafa samninga við einstök verkstæði um þjónustu. Bílaleigur eru þrjár. Tvö flugfélög annast leiguflug. • Dægradvöl og skemmtanir. Unnt er að fá að kynnast hin- um alhliða atvinnurekstri í bæn- um, nokkurn veginn eftir vild hvers og eins. En athyglisverðast er auðvitað að skoða hin stóru iðn- aðarfyrirtæki, þ. á m. fiskiðnaðar- fyrirtækin, og stórverzlanir, s. s. Amaro og verzlanir KEA. í þessu sambandi bjóða ferðaskrifstof- urnar sérstakar skoðunarferðir um bæinn, en þáeru söfn einnig skoðuð, svo og Lystigarðurinn. í slíkum ferðum kemur fyrrnefnt Akureyrarkort í góðar þarfir. Eftirtalin söfn eru opin: Davíðs- hús, Matthíasarhús, Nonnahús, Amtsbókasafnið, Minjasafnið og Náttúrugripasaínið. Akureyrar- kirkja er einnig opin til sýnis. Loks er Lystigarðurinn opinn öll- um. Sundlaug Akureyrar er skamint frá tjaldstæðinu. Þar er útisund- laug, innisundlaug og gufubað. Golfvöllur er í bænum og unnt að komast á hann. Pollurinn er til- valinn til hraðbátasigiinga. Skiða- snjór er í Hlíðarfjalli nokkuð fram á sumar og allt sumarið á Vindheimajökli. Á þessum slóðum er einnig kjörið að stunda íjall- göngur, og einnig í Súlum, en hvert sem farið er í fjöllin má njóta dýr- legs útsýnis í björtu veðri. Hesta- leiga er starfrækt í bænum. Kvikmyndahús eru tvö og haía hvort um sig tvær eða fleiri sýn- ingar daglega. Danshús eru tvö, Sjálfstæðishúsið (vínveitingar og tveir barir) og Alþýðuhúsið. I mörgum félagsheimilum í nágrenn- inu eru dansleikir um helgar. Ferðamöguleikar eru margir og í sambandi við þá margs konar dægradvöl, s. s. silungsveiðar. Tvær ferðaskrifstofur, Ferðaskrií- stofa Akuroyrar og Ferðaskrif- stofan Saga, annast áætlunarferð- ir, aðrar skipulagðar ferðir og veita hópum og einstaklingum fyrirgreðslu. • Helztu ferðamöguleikar. Þeim, sem ferðast á eigin farar- tækjum, eru að sjálfsögðu ailar leiðir um byggðir færar. En ferða- skrifstofurnar sjá hinum fyrir far- kostum, hvers konar ferðamáta, sem þeir kjósa sér. Skoðunarferðir um bæinn hafa þegar verið nefndar. Grímseyjarferð verður ekki farin nema í lofti eða á sjó. Ferða- skrifstofurnar, flugfélögin og af- greiðsla Póstbátsins Drangs selja ferðir þangað. Heimsskautsbaug- urinn liggur um Grímsey og við hann er nyrzta byggð íslands. íbú-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.