Frjáls verslun - 01.07.1968, Side 16
14
FRJÁLS VERZLUN
sem unnt er að kaupa tryggingu
gegn, og er einstaklingum og öðr-
um í sjálfsvald sett, hvort þeir
gera það.
Því miður vanrækja menn oft
að vátryggja sig gegn tjóni, sem
ef til vill ríður þeim að fullu fjár-
hagslega. er það skellur yfir líkt
og brimskafl. Sannast þá að: ,,Vits
lér vá, en vells eigi“, þ. e. „Skað-
inn gerir mann hygginn, en ekki
ríkan.“
Það er gaman að minnast þess,
að á þjóðveldistímanum settu ís-
lendingar lagaákvæði um gagn-
kvæma ábyrgð á búfé og eldsvoða,
sem bundin var við bændur í sama
hreppsfélagi, sbr. Staðarhólsbók
Grágásar.
Þessi ábyrgð náði þó ekki til
þess að bæta nema allt að helm-
ing tjónsins. Til þessara fornu
lagaákvæða má ef til vill rekja
hið fornkveðna: „Betri er hálfur
skaði, en allur.“
Á þeim tímum þekktust ekki
hliðstæð lagaákvæði með öðrum
norrænum þjóðum.
Segja má með sanni, að með
allri tryggingastarfsemi beri menn
hvers annars byrðar.
Er það ánægjulegt fyrir oss ís-
lendinga, að tryggingarstarfsemin
hefur aukizt og dafnað hér á landi
síðustu fimmtíu árin, svo sem raun
ber vitni, þrátt fyrir skálmöld þá,
sem ríkt hefur víða um heim á
þessu tímabili.
í þessari þróun hefur Sjóvá-
tryggingarfélag íslands h.f. átt
drjúgan þátt.
Megi heilbrigð vátryggingar-
starfsemi vaxa og blómgast í landi
voru um alla framtíð, til heilla
fyrir land og lýð.