Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1968, Síða 17

Frjáls verslun - 01.07.1968, Síða 17
FRJÁLS; VERZLUN 15 STEFÁN G. BJÖRNSSON forstjóri: HÁLFRAR ALDAR STARF Stofnun Sjóvátryggingarfélags íslands h.f. var fyrsta sporið, sem stigið var hér á landi af einstaklingum, til að reka sjálf- stœtt, innlent tryggingafélag. Stofnun Eimskipafélags íslands li.f., árið 1914, var merkasta fé- lagsstofnun þess tíma, enda varð þátttaka almenn, bæði hér á landi og meðal íslendinga í Vesturheimi. Eitt íslenzkt tryggingafélag var stofnað hér um líkt leyti, Bruna- bótafélag íslands, sem var ríkis- stofnun, og er svo enn í dag, en það félag tók þá eingöngu að sér brunatryggingar húseigna utan Reykjavíkur, en Reykjavíkur- kaupstaður keypti þá sínar húsa- tryggingar í Danmörku. Elzta og stærsta tryggingahluta- félag landsins, Sjóvátryggingarfé- lag íslands h.f., var stofnað þrem- ur árum síðar, og er það því 50 ára um þessar mundir. Var það stofnað 20. október 1918, en hóf starfsemi sína 15. janúar 1919. Að stofnun félagsins stóðu 24 mikilsmetnir atvinnurekendur, aðallega í Reykjavík, og voru margir þeirra þeir sömu og stóðu að stofnun Eimskipafélagsins, en aðalframkvæmdir við undirbúning að stofnun félagsins höfðu þeir Sveinn Björnsson, yfirdómslög- maður, síðar forseti íslands, og Ludvig Kaaber, bankastjóri Landsbanka íslands. Þessir 24 atvinnurekendur voru yfirdómslögmennirnir Axel V. Tulinius og Sveinn Björnsson. ræðismennirnir Ásgeir Sigurðsson og Jes Zimsen, stórkaupmennirnir Carl Olsen, Carl Proppé, Garðar Gíslason. Geo Copland, Hallgrím- ur Benediktsson, Hallgrímur A. Tulinius, John Fenger og Olgeir Friðgeirsson, bankastjórarnir Lud- vig Kaaber og Sighvatur Bjarna- son, framkv.stjórarnir Jón Ólafs- son, fyrir Fiskveiðihlutafélagið Alliance, Pétur Thorsteinsson, fyrir Hauk h.f., Ólafur Thors og Richard Thors, fyrir Kveldúlf h.f., og Þórarinn Böðvarsson fyrir Víði h.f., útgerðarmennirnir Har- aldur Böðvarsson, Loftur Lofts- son og Th. Thorsteinsson, Halldór Kr. Þorsteinsson, skipstjóri, og Hallgrímur Kristinsson, forstjóri, fyrir sjálfan sig og Samband ís- lenzkra samvinnufélaga. Af stofnendum, eða þeim, sem á stofnfundi mættu, eru nú á lífi þeir Carl Olsen og Richard Thors og eru þeim hér með þökkuð þeirra brautryðjendastörf og sam- skipti í áratugi. Stofnun þessa félags var fyrsta sporið, sem stigið var hér á landi af einstaklingum, til að reka sjálf- stætt, innlent tryggingahlutafélag.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.