Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1968, Side 18

Frjáls verslun - 01.07.1968, Side 18
16 FRJALS VERZLUN Fyrsti formaður félagsstjórnar- innar var Ludvig Kaaber, banka- stjóri, en aðrir í stjórn voru þeir Sveinn Björnsson, sem varð annar formaður félagsstjórnar- innar, 1924—1926, Jes Zimsen, ræðismaður, sem varð þriðji for- maður stjórnarinnar, til dauða- dags 3. janúar 1938, Hallgrímur Kristinsson, forstjóri, og Halldór Kr. Þorsteinsson, skipstjóri, sem varð fjórði stjórnarformaðurinn, frá 1938 til 1964. Hefur enginn af stjórnendum félagsins átt þar eins langa setu og Halldór heitinn Þorsteinsson, eða í rúmlega 45 ár, og þar aí stjórnarformaður í rúmlega 25 ár. Fullyrða má, að engum einstakl- ingi á félagið jafnmikið að þakka og þessum mikla brautryðjanda og athafnamanni á sviði útgerðar og atvinnumála. Margir athafnamenn á sviði út- gerðar, kaupsýslu og iðnaðar, aðrir en þeir, sem áður hafa ver- ið nefndir, hafa átt sæti í stjórn Axel V. Tulinius, fyrsti framkvæmdastjóri. félagsins á undanförnum 50 árum og nú eru horfnir af sjónarsviði voru, að einum undanskildum, svo sem þeir John Fenger, stór- kaupmaður, Aðalsteinn Kristins- son, framkvæmdastjóri, Hallgrím- ur A. Tulinius, stórkaupmaður, Lárus Fjeldsted, hæstaréttarlög- maður, Guðmundur Ásbjörnsson, kaupmaður, Hallgrímur Bene- diktsson, stórkaupmaður, og Geir Hallgrímsson, borgarstjóri. Núverandi stjórn er skipuð þeim Sveini Benediktssyni, fram- kvæmdastjóra, sem er formaður félagsstjórnarinnar, Ágústi Fjeld- sted, hæstaréttarlögmanni, sem er varaformaður, Ingvari Vilhjálms- syni, útgerðarmanni, Birni Hall- grímssyni, stórkaupmanni og Teiti Finnbogasyni, framkvæmda- stjóra. Nær frá fyrstu tíð hefur lög- fræðiskrifstofa Lárusar heitins Fjeldsted annazt lögfræðiþjónustu fyrir félagið. Síðar urðu meðeig- endur hans Theodór Líndal, pró- fessor. síðar Benedikt Sigurjóns- son, hæstaréttardómari, og Ágúst Fjeldsted. Er sú skrifstofa nú rekin af hæstaréttarlögmönnun- um Ágústi Fjeldsted og Benedikt Blöndal. Fyrsti framkvæmdastjóri félags- ins var ráðinn Axel V. Tulinius, yfirdómslögmaður, en hann hafði þá um nokkurt skeið rekið hér umboðsskrifstofu, bæði fyrir sjó-, bruna- og líftryggingar. Hann lét af störfum árið 1933 og varð Brynjólfur Stefánsson, magister í tryggingastærðfræði. eftirmaður hans, en hann hafði verið skrif- stofustjóri félagsins frá því nokkru eftir að hann kom heim frá námi, árið 1927. Brynjólfur Stefánsson lét af störfum 1. desember 1957, sökum vanheiisu, og tók núverandi fram- kvæmdastjóri, Stefán G. Björns- son, við framkvæmdastjórastörf- um af honum. Hann hafði þá ver- ið aðalgjaldkeri félagsins frá 1926 og jafnframt skrifstofustjóri frá 1938. Áður hafði hann unnið hjá Vátryggingastofu A. V. Tulinius. frá því í október 1922, og hefur því starfað að vátryggingum í rétt 46 ár, á þessum merku tíma- mótum félagsins. Undir forystu þessara manna hefur félagið vaxið og eflzt og er nú stærsta tryggingahlutafélag landsins, eins og það ávallt hefur verið Árvekni forystumanna í stjórn félagsins hefur hér einnig verið þung á metaskálunum. Sjóvátryggingar. Eins og nafn félagsins bendir til, var fyrsta markmið þess að taka að sér sjóvátryggingar, bæði skipatryggingar og farmtrygg- ingar. Smátt og smátt hefur það fært út kvíarnar, eítir því sem ástæður hafa verið til, og rekur nú orðið allar greinar innlendrar tryggingastarfsemi, svo og erlend- ar og innlendar endurtryggingar. Er Sjóvátryggingarfélagið meðal stærstu fyrirtækja og atvinnurek- enda landsins. Brunatryggingar. í stjórnartíð Axels V. Tulinius, eða 1. júlí 1925, stofnaði félagið Brynjólfur Stefánsson, annar framkvæmdastjóri. nýja tryggingadeild. fyrir bruna- tryggingar, en hann lagði þá nið- ur umboð sín fyrir dönsk bruna- tryggingafélög, á sama hátt og hann haíði í upphafi lagt niður umboð sín fyrir dönsk sjóvá- tryggingafélög. Á tímabili annað- ist félagið brunatryggingar hús- eigna í Reykjavík. Húsatrygging- ar í Reykjavík hafa nú um langt árabil verið reknar ai sérstakri borgarstofnun, Húsatryggingum Reykjavíkur. Undir forystu Brynjóifs Stefáns- sonar bætti félagið áfram við nýj- um tryggingagreinum. Líftryggingar. Á árinu 1933 var hafinn undir- búnmgur að stofnun líftrygginga- félags hér í borg. Voru þar að

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.