Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1968, Síða 23

Frjáls verslun - 01.07.1968, Síða 23
FRJÁL5 VERZLUN 21 Starfsfólk fólagsins að Laugavegi 176. Starfsfólkið. Fá fyrirtæki hafa jafn fjöl- mennan hóp viðskiptavina eins og tryggingafélög, sérstaklega þau, sem taka að sér bæði bruna- og líftryggingar auk annarra tryggingagreina. Fyrir því er aldrei kostur á að ná persónulegu sambandi nema við tiltölulega fáa af þeim mikla hópi viðskiptavina, nema í gegnum innheimtu ið- gjalda og með dreifibréfum. Má geta þess, að á sl. ári sendi félagið frá sér um 78.000 kvittanir og skírteini. Félagið hefur á öllum tímum haft ágætu starfsfólki á að skipa og hefur fjöldi starfsmanna starl'- að þar milli 30 og 40 ár, en fastir starfsmenn eru nú 73. Rétt þykir að nefna nöfn nokkurra þeirra og þá um leið þeirra, sem jafnframt hafa nán- ust tengsl og samskipti við við- skiptamenn félagsins. Hafa marg- ir þeirra starfað við sömu trygg- ingadeild frá því viðkomandi tryggingagrein var tekin upp. Þessi nöfn þekkja viðskipta- menn félagsins vegna góðra og ánægjulegra samskipta, svo sem Axel J. Kaaber, deildarstjóra í Sjódeiid og skrifstofustjóra um 11 ára skeið, deildarstjóra og yfir- umboðsmann Líftryggingardeild- ar, þá Egil Daníelsson og Matthías Matthíasson, í Bifreiðadeild þá Runólf Þorgeirsson, deildarstjóra, Ólaf Bergsson og Stefán Stefáns- son, í Brunadeild þá Braga Hlíð- berg, deildarstjóra, og Sveinbjörn Egilson, í Sjódeild ennfremur þá Hannes Þ. Sigurðsson og Arnljót Björnss., áður lengst við ábyrgð- artryggingar, Önnu Thorlacius, aðalgjaldkera, Loft Helgason, aðalbókara, Guðna Þ. Guðmunds- son og Vilhelm Kristinsson, svo að nokkrir séu nefndir. Félagið hefur ávallt leitast við að gjöra viðskiptavinum sínum til hæfis og reynt að ganga til móts við þá, ef nokkur kostur hefur verið. Á þessum merku tímamótum félagsins þakkar það og félags- stjórn öllum viðskiptavinum, jafnt þeim smæstu sem stærstu, fyrir traust þeirra á félaginu. Jafnframt þakkar félagið öllum umboðsmönnum sínum víðsvegar um landið, svo og starfsfólki og öðrum þeim, er stutt hafa að vexti þess og viðgangi.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.