Frjáls verslun - 01.07.1968, Qupperneq 38
36
FRJALS VERZLUNi
EGILL DANÍELSSON:
LÍFTRYGGINGAR
MeS tilkomu tímabundinna líftrygginga og hóplíftrygginga,
hafa framtiðarmöguleikar fyrir líftryggingar aukizt.
Þegar Líftryggingardeild Sjóvá-
tryggingarfélags íslands h.f., var
stofnuð, hinn 1. desember 1934,
var ekkert íslenzkt líftryggingar-
félag starfandi hér á landi. Aftur
á móti voru hér á landi starfandi
umboðsmenn útlendra líftrygg-
ingarfélaga, sem selt höfðu líf-
tryggingar um 30—40 ára skeið
og hafði þeim orðið töluvert
ágengt. Má þar fyrst og fremst
nefna líftryggingarfél. „Skandia",
.,Svea“ og „Thule“, sem öll voru
sænsk. Þessi félög eru ákaf-
lega öflug og hafa starfað í Sví-
þjóð um fjölda ára. „Thule“ sem
er þeirra öflugast, er stærsta lif-
tryggingarfélagið á Norðurlönd-
um, og stærst þeirra, sem starfað
hafa á íslandi. „Thule“, var harð-
asti keppinautur Líftryggingar-
deildar, þegar hún byrjaði. Svo
fór þó, að „Thule“ hætti líftrygg-
ingarstarfsemi sinni hér og keypti
Sjóvá líftryggingarstofninn ís-
lenzka, þann 1. janúar 1937, en
hann var þá að upphæð ca. 17
millj. króna (líftryggingarupp-
hæð). Hætti þá „Thule“ líftrygg-
ingarstarfsemi sinni hér á landi.
Síðar kaupir Sjóvá svo líftrygg-
ingarstofn „Svea“, sem einnig
hættir sinni starfsemi hér, frá 1.
janúar 1938. Frá árinu 1938 tekur
Sjóvá svo að sér að annast líf-
tryggingar „Skandia“, sem þá
hættir hér.
Þann 1. janúar 1948 kaupir
Sjóvá líftryggingarstofn líftrygg-
ingarfélagsins „Danmark“, Kaup-
mannahöfn, sem eins og „Thule“
var sterkur keppinautur Líftrygg-
ingardeildarinnar. Stofninn var
þá ca. 6 millj. króna. Einnig
„Danmark“ hætti allri sinni hí-
tryggingarstarfsemi hér á landi
frá þeim tíma, sem Sjóvá yfirtek-
ur tryggingar þess. Svo kaupir
Sjóvá líftryggingarstofn líftrygg-
ingarfélagsins „Tryg“ í Kaup-
mannahöfn.
Möguleikar líftryggingarstarf-
semi fyrrgreindra líftryggingarfé-
laga minnka það mikið hér á
landi, þegar Líftryggingardeildin
byrjar sína starfsemi, að þau eru
Egill Daníelsson:
SJÓVÁ fyrsta íslenzka Iíftrygg-
ingafélagið.
tilneydd að hætta, starfsemin svar-
ar ekki kostnaði, enda jókst sala
líftrygginga Sjóvá, ár frá ári, alit
fram til seinni heimsstyrjaldar-
innar, þannig að árið 1935 er
tryggt fyrir rúmar 3 millj. króna,
en á árinu 1939 tryggt fyrir
rúmlega 9 millj. króna. Síðan fara
nýtryggingar minnkandi. Orsök
þess er sú, að þá fer dýrtíð vax-
andi og íslenzka krónan að íalla
í verði. Fólk fór að trúa því, að
krónan myndi halda áfram að
falla, sem og reyndin varð, og
minnkuðu því nýtryggingar mjög:
á þessum árum og síðar.
Þessu til sönnunar má geta þess,
að eftir verkfallið í desember 1955,
sem lauk með því að kauphækk-
anir urðu engar, eða því sem næst,
jukust nýtryggingar 1956 töluvert,
en er á daginn kom, að verðhækk-
anir héldu áfram, minnkuðu ný-
tryggingar enn á ný.
Frá 1. janúar 1959 tók Sjóvá
að sér líftryggingar fyrir Lífeyris-
og dánarbótasjóð Félags ísl. botn-
vörpuskipaeigenda og hefir hann
starfað æ síðan. Tryggingum þess-
um er þannig háttað, að skipstjór-
ar og stýrimenn á botnvörpung-
um hafa lagt allt að 25 þús. krón-
ur á ári til líftrygginga, sem er
þeim skilyrðum bundin, að líf-
tryggingarupphæðin, sem þeir fá
hverju sinni, útborgast að 1/10
hluta á ári, sem lífeyrir. Þessir að-
ilar hafa notið þeirra réttinda, hjá
Líftryggingardeildinni, að þeii
hafa fengið lán, ef þeir óskuðu
þess, allt að 80% af árlegri inn-
borgun. Þessi lán hafa þeir notað
til íbúðakaupa eða nýbygginga.
Lán þessi nema ca. 100—300 þús.
kr. hjá sumum þessara aðila.
Tryggingar þessar eru þannig
upp byggðar, að þær greiðast út
sem lífeyrir, við 55, 60, 65 eða 70
ára aldur, og þá með 1/10 hluta af
tryggingarupphæðinni á ári. Ef
tryggður deyr fyrir þennan aldur,
byrja greiðslur til ekkju eða barna
strax, þannig er dánaráhætta inni-
falin í þessum tryggingum. Þeir
skipstjórar og stýrimenn, sem eru
í þessum lífeyrissjóði, hafa lýst
ánægju sinni yfir þessari til-
högun.
Þá hefir Líftryggingardeildin
einnig annazt aðrar lífeyris- og
dánarbótatryggingar, svo sem fyr-
ir Slippfélagið í Rvk, hlutafé-