Frjáls verslun - 01.07.1968, Blaðsíða 45
FRJÁLS. VERZLUN
43
Meðal Fenika voru þessi sjóveð-
lán algeng og fjár til siglinga var
oft aflað með þeim. Aðrar siglingu-
þjóðir tóku upp þennan hátt, með-
al þeirra Rómverjar. Þeir leyfðu
6% vexti, almennt ,en 12% ef veð-
ið var skip eða farmur. Slíkt veð
hefur sýnilega verið talið ótrygg-
ara en annað og má segja, að þess-
ir háu vextir hafi verið iðgjald
fyrir þá miklu áhættu, sem sjó-
siglingum var samfara.
Á landvinningatímunum þurftu
Rómverjar að sjálfsögðu að flytja
vopn og vistir til herja sinna.
Flutningurinn var áhættusamur.
Kaupmenn önnuðust hann oft,
þeir fengu ríflegt flutningsgjald
og ríkið bætti þeim það tjón, sem
þeir urðu fyrir. Þetta var því rík-
istrygging. Mikil brögð voru að
því, að kaupmenn beittu trygg-
ingasvikum og kröfðu háar bætur
fyrir lítil tjón, enda hefur verið
erfitt um allt eftirlit.
Frá falli Rómaveldis og fram
eftir miðöldum dró mjög úr sigl-
ingum, eins og áður segir. í vá-
tryggingamálum gerðist þá næsta
lítið, en það einna markverðast,
að rétt eftir miðja 14. öld leiddu
Portúgalar það í lög, að útgerðar-
menn skyldu hafa með sér gagn-
kvæma tryggingu um skip stærri
en 500 lestir. Gera verður ráð fyr-
ir, að slík gagnkvæm trygging
hafi þá tíðkast um nokkurt skeið,
einnig hjá öðrum þjóðum við vest,-
anvert Miðjarðarhaf. Öruggt má
telja, að slík lög hefðu ekki verið
sett, ef þá hefði verið hægt að vá-
tryggja skipin gegn iðgjaldi.
UPPHAF IÐGJALDA.
En hvenær hófust þá vátrygg-
ingar gegn iðgjaldi? Það var ekki
fvrr en undir lok miðalda, er
áhrifa borgarastéttarinnar tók að
gæta að marki. Með henni hófst
iðnaður, aukin verzlun og auknar
siglingar. Fyrir lok 15. aldar fund-
ust sióleiðirnar til Indlands og
.Ameríku og árið 1521 lauk
Magelian siglingu sinni umhverf-
is iörðina. Vestur-Evrópa varð
d^ottnandi heimsins.
Borgirnar við Miðjarðarhaf og
vestanverða álfuna urðu mið-
stöðvar iðnaðar, verzlunar og
siglinga. Menn skiptust í ákveðn-
ar stéttir, framleiðendur, kaup-
menn og útgerðarmenn. Lána-
stofnanir eða bankar risu upp,
skipin urðu stærri, jafnvel upp í
1000 lestir, og sigldu í föstum
ferðum um flest heimsins höf. Er
þannig var komið hlutu vátrygg-
ingar að verða snar þáttur við-
skiptalífsins, en fyrr gat það ekki
orðið að marki. Það gilti auðvitað
sama máli um vátryggingar og
aðra þætti í samskiptum manna,
að ákveðin þjóðfélagsleg skilyrði
urðu að vera fyrir hendi áður en
þær ryddu sér til rúms. Fyrstu
vátryggingaskírteinin, sem vitað
er um, eru raunar frá því um
miðja 14. öld, og fyrstu dæmin um
vátryggingu gegn iðgjaldi eru
jafnvel nokkru eldri, en vátrygg-
ingastarfsemin var hvorki skipu-
lögð né byggð á þekkingu og
reynslu. Þarna var um að ræða
einstakar veðmálstryggingar.
IIELZTU SIGLINGABORGIR
MIÐALDA.
Nokkrar helztu siglingaborgir
við Miðjarðarhaf voru Genova,
Barcelona, Feneyjar, Ragusa og
Flórens.
Árið 1369 voru gefin út í Gen-
ova fyrstu lögin, sem vitað er um,
varðandi vátryggingastarfsemi,
aðallega til varnar gegn því, að
vátryggingar væru misnotaðar. f
Genova var gefið út fyrsta vá-
tryggingaskírteinið, sem varð-
veitzt hefur. Það er dagsett 23.
október 1347. Skipið Santa Clara
var vátryggt í ferð sinni frá Gen-
ova til spönsku eyjarinnar Mall-
orca.
Árið 1435 voru gefin út lög í
Barcelona, aðallega til að koma
vátryggingum á heilbrigðan
grundvöll. Þaðan er komin hug-
myndin um eigináhættu trygging-
artakans, eða tjónafrádrátt, því
ekki mátti vátryggja skip fyrir
meira en 75% af verði þess. Þá
mátti ekki vátryggja þar erlend
skip með erlendan farm, og erlend
skip með spænskan farm inátti
ekki vátryggja nema fyrir 50%
af verði. Þessi ákvæði voru þátt,-
ur í viðskiptastríði Barcelona við
keppinauta sína.
Árið 1468 var í Feneyjum
stofnaður dómstóll, sem skar úr
í deilum út af tjónakröfum. Fen-
eyjar áttu í harðri samkeppni við
aðrar Miðjarðarhafsborgir og
þrengdu vátryggingakjör þegar
keppinautar áttu í hlut, líkt og í
Barcelona.
Borgin Ragusa við Adriahaf,
sem nú heitir Dubrovnic og er
vinsæl ferðamannaborg, var um
þessar mundir mjög þýðingarmik-
il verzlunar- og siglingaborg. Til
er vátryggingaskírteini, sem þar
var gefið út, dags. 19. jan. 1418,
og er þar tekið fram flest hið sama
og í vátryggingaskírteinum nú,
eða vátryggingaverð, iðgjald,
áhættur, ferðin, nafn skipstjóra o.
fl., en þó ekki nafn skipsins. Þetta
var vörutrygging. Vátrygginga-
viðskipti voru þar mikil og skil-
uðu oft ríflegum arði, eða 40—
50% yfir árið. Þetta hafa miklu
frekar verið veðmál en vátrygg-
ingar, sem byggjast á tjóna-
reynslu og skynsömu mati á
áhættum.
Snemma á 16. öld var Flórens
ein sterkasta siglingaborg Ítalíu
og þar komust vátryggingar fyrst
í fastar skorður. Flórensbúar
settu sér lög um vátryggingar árið
1523. Tekið var hart á trygginga-
svikum, bannað að flytja vörur á
þilfari, iðgjöld skyldu greidd fyr-
irfram og farmur taka þátt í
björgunarlaunum. Tryggingartaka
var heimilt að stofna til kostnað-
ar til að reyna að bjarga vá-
tryggðu verðmæti og greiddu vá-
tryggjendur kostnaðinn þótt ekki
tækist björgunin. Föstu orðalagi
var komið á vátryggingaskírtein-
in, skilmálar voru samdir og ið-
gjaldanefndir skipaðar. — Flór-
ens var fyrsta vátryggingaborg
heimsins.
BRETAR KOMA TIL
SKJALANNA.
Nú víkur sögunni norður á bóg-
inn, til Bretlands, sem varð arf-
taki Miðjarðarhafslandanna um
siglingar, verzlun og vátrygging-
ar. Bretar lærðu af Langbörðum,
sem settust að í landi þeirra
snemma á 13. öld, og Hansakaup-
mönnum, sem komu um líkt leytr.