Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1968, Page 58

Frjáls verslun - 01.07.1968, Page 58
54 FRJALS VERZLUN frá ritstjórn Nýsett Alþingt. Knýjandi verkefni bíða afgreiðslu Alþingis og hljóta að móta störf þess. Eru þar annars vegar fjárhagsörðugleikar ríkissjóðs, hins veg- ar erfiðleikar atvinnuveganna. Þótt fjárlagafrumvarp hafi verið lagt fram, er lítið á því að græða, þar sem ákvörðun um nauðsynlegar ráðstafanir hlýtur að bíða þess, að viðræðum stjórnmálaflokkanna ljúki. Menn híða þess að vonum með nokkurri eft- irvæntingu, hvernig þeim reiðir af. Vafalaust á þjóðstjórn nokkurn hljómgrunn með þjóð- inni. Hinir eru þó sennilega fleiri, sem ekki eru trúaðir á, að slík samvinna allra flokka taki eins fast á málunum og nauðsynlegt er. Eitt virðist a. m. k. ljóst, að grundvallarforsenda slíkrar samvinnu er, að vinnufriður verði fyrir- fram tryggður. Að sjálfsögðu eykur það enn á óvissuna, að Hannihal og þeir félagar skuli hafa tekið upp samvinnu við Framsókn um nefndarkjör á Al- þingi. Enn sem komið er veit enginn, hvað út úr þeirri samvinnu kann að koma, en óneitan- lega virðist orðið þröngt um þá gömlu sósíal- ista og völd þeirra innan verkalýðshreyfingar- innar í hættu. Almenningur virðist gera sér Ijóst, að nauð- synlegt sé að skerða lífskjörin, a. m. k. í bili. Hin mikla hækkun á landbúnaðarvörum fyrir skömmu kom því mjög á óvart og snerti menn illa. Að vísu játa allir, að landbúnaðurinn hafi átt í vök að verjast um sinn, en þar rættist þó furðanlega úr. Sjávarútvegurinn á mjög í vök að verjast. Mörg frystihúsanna hafa þegar stöðvast og hin eiga við vaxandi rekstrarfjárskort að stríða. Ástæðui’nar eru fyrst og fremst lægra mai’kaðs- verð en búizt var við, en hins vegar hefur fisk- verðið hækkað og allur tilkostnaður aukizt. Þá hrást síldin. Og vii’ðist óhjákvænxilegt, að þjóð- in hlaupi þar undir bagga. Útvegsmenn eru komnir i greiðsluþrot og fráleitt, að það hjargi nokkru, þótt skipin verði frá þeim tekin, enda enginn til að laka við. Urn iðnaðinn er J)að að segja, að vitaskuld bætli síðasta gengisfelling hans hag og sömu- leiðis mundi ný gcngisfelling koma honum til góða. Höfuðvandamál lians nú er rekstrarfjár- skorturinn, en þar er við ramrnan reip að draga. Loks er þess að geta, að svo hefur verið þrengt að kostum verzlunarinnar, að meira verður ekki frá henni tekið, enda eru verðlags- ákvæði þau, sem nxi gilda i landinu, mjög handahófskennd og sett án nokkuri’ar rann- sóknar á di’eifingai’kostnaði og álagningarþörf fyrirtækjanna. Eins og fyrr er vikið að, virðist almenningi ljóst, að óhjákvæmilegt ei', að lífskjörin verði skert. Og almenningur mun sætta sig við það, ef gripið verður nógu röggsamlega í taumana, og það sem fyrst. Það er ekki eftir neinu að bíða.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.