Frjáls verslun - 01.10.1969, Qupperneq 3
Frá
ritstjórn
FEJÁLS
VERZLUN
28. árg., 10. tbl.,-1969
Mánaðarlegt tímarit um
viðskipta- og efnahags-
mál — stofnað 1939
Gefið út i samvinnu við
samtök verzlunar- og
athafnamanna
Otgáfu annast:
Verzlunarútgáfan h.f.
Skrifstofa Suðurlands-
braut 12
Símar: 82300 — 82302
Pósthólf 1193
Ritstjóri og framkv.stj.:
Jóhann Briem
Auglýsingast jóri:
Jón Rafnar Jónsson
Sölustjóri:
Þorsteinn Garðarsson
Setning og prentun:
Féiagsprentsmiðjan
Myndamót:
Prentmyndagerðin hf.
Bókband:
Félagsprentsmiðjan
Kápa og útlitsteiknun:
Auglýsingastofan Argus
Verð í áskrift kr. 65,00 á
mánuði.
Kr. 80,00 í lausasölu.
öll réttindi áskilin.
Endurprentun að hluta
eða öllu leyti óheimil,
nema til komi sérstakt
leyfi útgefanda.
AUGLÝSINGAR Á
ÍSLANDI
Með þessu riti um auglýsingamálefni vill Frjáls verzlun
gefa lesendum sínum ýmsan fróðleik, sem hingað til
hefur ekki legið á lausu. Sáralitið hefur verið skrifað
um auglýsingar hérlendis, og mjög fáar kannanir verið
gerðar á þessn sviði.
Þrátt fyrir frumbýlingshátt okkar, hvað snertir nú-
tíma sölumennsku, eru margir að vakna lil vitundar um
gildi auglýsinga, og um leið verður mönnum ljóst, að
góðar auglýsingar verða vart til fyrir tilviljun. Með
tilkomu sjónvarpsins hefur áhugi almennings á gerð
og útfærslu auglýsinga stórum aukizt, og fyrirtæki
leita nú i auknum mæli aðstoðar sérmenntaðs fólks við
gerð auglýsinga.
1 þessu hefti eru kynntir ýmsir kunnáttumenn á þessu
sviði og skoðanir þeirra á því, hvernig eigi að auglýsa,
hvar eigi að auglýsa, og síðast en ekki sízt, hvernig eigi
að verja auglýsingafé skynsamlega. Ennfremur er
vitnað til ýmissa erlendra kunnáttumanna, gefnar upp-
lýsingar um margs konar verð og getið ýmissa fyrir-
tækja og aðilja, sem annast auglýsingagerð eða snerla
þennan vettvang á einn eða annan hátt. Þá eru ítar-
legar og fróðlegar hringborðsumræður um auglýsingar,
gildi þeirra og áhrif.
Að sjálfsögðu svarar þetta rit ekki öllum spurningum
um þetta málefni, en við væntum þess, að framkvæmda-
menn og almenningur liafi af ritinu bæði gagn og
ánægju, og að það verði álitsauki fyrir Frjálsa verzlun,
sem mun á næsta ári gera ýmsum málaflokkum á sviði
verzlunar og þjóðlífs verulega góð skil, þannig að hvert
heí li færi lesendum fróðleik og fréttir, sem annars stað-
ar er ekki að hafa.
Með þessu lölublaði er einnig hrotið í hlað, hvaðsnert-
ir ytra útlit blaðsins, og eru þær breytingar verk aug-
lýsingastofunnar Argus. Sigurjón Jóhannsson, ritstjórn-
arfulltrúi, hefur tekið mest af efninu saman.
Frjáls verzlun þakkar þeim, sem unnið hafa að þessu
blaði og væntir jæss, að lesendur kunni vel að meta nýtt
útlit og nýja stefnu, sem mun vcrða fullmótuð í næstu
blöðum.
1