Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1969, Qupperneq 31

Frjáls verslun - 01.10.1969, Qupperneq 31
FÉLAG ÍSLENZKRA TEIKNARA FÍT Félag íslenzkra teiknara er stofnað 1953 og hefur starfað óslitið síðan. Stofnendur félagsins voru Atli Már, Ásgeir Júlíusson, Halldór Pétursson, Jörundur Pálsson, Stefán Jónsson, Tryggvi Magnússon og Ágústa Pétursdóttir Snæland, en teikn- arar höfðu áður haft með sér nokkra samvinnu, eða allt frá 1946, svo sem um verðlagningu og fleira. Fyrsti formaður fé- lagsins var Ásgeir Júlíusson. Heimili félagsins er í Reykja- vík og starfssvæði þess er allt ísland. Tilgangur félagsins er: a. Að gæta hagsmuna teiknara á sviði auglýsinga og mynd- skreytinga og bæta kjör þeirra. Ennfremur að leitast við að efla og styrkja atvinnugrein þeirra á hvern þann hátt, sem við verður komið. b. Að semja og leiðbeina um fagleg og lögfræðileg atriði, og gæta þess, að réttindi teiknara séu virt. c. Að stuðla að aukinni mennt- un teiknara með faglegri fræðslu, sýningum o. fl. d. Að vinna að almennum skilningi og þekkingu fyrir- tækja og almennings á starfi teiknara. e. Að koma á fót sjóðum þeim til fjárhagslegs öryggis. f. Að vera fulltrúi gagnvart sambærilegum samtökum er- lendis og koma þar fram fyrir íslands hönd. Félagar eru teiknarar, sem lokið hafa námi frá viður- kenndum skólum í auglýsinga- teikningu eða myndskreytingu og aðrir þeir, er sannað geta kunnáttu sína með mismunandi vinnusýnishornum og hafa að- altekjur sínar af þessari at- vinnugrein. Þeir meðlimir FÍT, sem ekki hafa aðaltekjur sínar af aug- lýsingateikningum, eða hætta starfi í þeirri atvinnugrein, færast á aukaskrá þann tíma, er þeir hafa auglýsingateikn- ingu ekki sem aðalstarf. Félag íslenzkra teiknara gef- ur út skilmála og verðskrá, þar sem ítarlega er fjallað um verð á einstökum verkefnum. í skilmálum félagsins er m. a. kveðið á um greiðslur fyrir hvers konar teiknivinnu, hönn- un, uppsetningu, og önnurstörf, sem félagsmenn leysa af hendi, m. a. handrita- og textavinnu fyrir auglýsingar o. fl. Teikn- ara er gert að sýna að jafnaði 2—3 skissur í sambandi við umsamið verk, en reikna ber sem aukavinnu, ef viðskipta- vinur fer fram á fleiri en þrjár skissur. Þá er sérstök grein um eign- ar- og afnotarétt félagsmanna FÍT á teikningum sínum. Ekki má nota teikningu til annars en um er samið í upphafi, né hluta úr henni eða breyta nema að fengnu leyfi teiknarans. Þessi ákvæði eru í samræmi við alþjóðlegar reglur um þessi efni. Einnig má ekki gera eftir- myndir af hugmyndum og til- lögum teiknara, án hans sam- þykkis. Reglur FÍT eru, í öllum höfuðatriðum, þær sömu á Norðurlöndum, og eru settar af „Nordiske Tegnere“, sem Fé- lag íslenzkra teiknara er aðili að. Þá hefur félagið einnig látið prenta samkeppnisreglur í 28 liðum og geta þeir, sem hafa í hyggju að efna til samkeppni um merki, plakat og þess hátt- ar, snúið sér til stjórnar félags- ins og fengið samkeppnisregl- urnar. Hér á eftir fer örstutt kynn- ing á starfandi teiknurum Fé- lags íslenzkra teiknara ásamt sýnishornum af nokkrum verk- um þeirra. 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.