Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1969, Page 38

Frjáls verslun - 01.10.1969, Page 38
AUKA- FÉLAGAR FÍT teljast þeir félagar, sem lokið hafa námi frá viðurkenndum skólum í auglýsingateikningu eða myndskreytingu, en hafa ekki aðaltekjur sínar af aug- lýsingateikningum, eða hafa hætt störfum í þeirri grein. ÁGÚSTA P. SNÆLAND Fyrsti lærði auglýsingateikn- arinn hérlendis. Frú Ágústa hefur unnið af og til við margs konar teiknistörf. Hún hefur nýverið unnið tvær samkeppn- ir um teikningu merkis, m. a. hlaut hún fyrstu verðlaun í samkeppni um merki fyrir Listahátíð í Reykjavík. GUÐBERGUR AUÐUNSSON Guðbergur hefur unnið við auglýsingateiknun, bæði sjálf- stætt og fyrir auglýsingastofur, erlendis og hérlendis. Gerði merki ferðaskrifstofunnar Sunnu, auglýsingar fyrir Kúba sjónvörp, o. fl. Hann starfaði síðast hjá auglýsingastofunni Argusi, en er nú kennari við Leirárskóla. HÖRÐUR ÁGÚSTSSON Skólastjóri Myndlista- og handíðaskólans. Kunnur list- málari. Hefur átt mikinn þátt í bættu útliti íslenzkra bóka, m. a. fyrir bókaútgáfu Menn- ingarsjóðs, og telst einn af brautryðjendunum í þeirri grein. Teiknaði auglýsingar áð- ur fyrr, m. a. fyrir Almennar tryggingar h.f. og Loftleiðir. JÖRUNDURPÁLSSON Starfar nú sem arkitekt. Fjölhæfur teiknari. Af teikn- ingum hans eru vafalaust kunn- astar myndir hans af íslenzkum fiskum í Náttúrusafni Ríkisút- gáfu námsbóka, og myndir á litprentuðu fiskakorti, sem þykja afbragðs vel gerðar. SIGRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR Hefur jöfnum höndum teikn- að og mótað í leir. Hún hefur myndskreytt mikið af bókum, m. a. bækur móður sinnar, Ragnheiðar Jónsdóttur, rithöf- undar. Sigrún og maður henn- ar, Gestur Þorgrímsson, hafa nýverið endurvakið fyrirtækið Laugarnesleir. SNORRI SVEINN FRIÐ- RIKSSON Starfaði fyrst sem umbúða- teiknari hjá Kassagerð Reykja- víkur, og í mörg ár sem útlits- teiknari Vikunnar. Starfar nú hjá sjónvarpinu sem alhliða teiknari og við leikmyndagerð. Hann er einnig kunnur. listmál- ari. STEFÁN JÓNSSON Gerði mikið af auglýsingum og umbúðateikningum áður fyrr, en snéri sér síðan að arki- tektúrnámi, og er nú meðal þekktari arkitekta. Kunnustu teikningar hans eru vafalaust teiknun íslenzku myntarinnar, svo og frímerkjateikningar. AUGLYSINGA- ÞJÖNUSTA Hérlendis eru nú starfandi fyrirtæki, sem sjá um auglýs- ingaþjónustu og aðra skylda starfsemi fyrir fasta viðskipta- vini. Nokkur þessara fyrirtækja hafa á að skipa sérmenntuðu starfsliði í auglýsingastarfi, og eru starfsmenn á teiknistofum þeirra félagar í FÍT, en þessi fyrirtæki eru: Auglýsingastofan Argus sf. veitir viðskiptavinum sinum al- hliða auglýsingaþjónustu. Fyr- irtækið gerir auglýsingar fyrir sjónvarp, útvarp, blöð og tíma- rit, auk útlitsteiknunar og upp- setningu bóka, bæklinga og tímarita. Argus sér einnig um hvers konar teiknivinnu, svo sem gerð hljómplötuumbúða, félags- og firmamerkja, bréfs- efna, auglýsingaspjalda og þess háttar. Einnig eru gerðar sund- urliðaðar auglýsingaáætlanir og veittar ráðleggingar í sambandi við ráðstöfun auglýsingafjár. Argus starfar töluvert í sam- vinnu við erlend auglýsingafyr- irtæki vegna auglýsinga er- lendra aðila hérlendis. Þá sér fyrirtækið um texta og hand- ritavinnu fyrir auglýsingar bæði á íslenzku og erlendum málum. Helztu viðskiptavinir Argus eru Eimskip, Nathan & Olsen, Hreinn hf., Landsbankinn, Ið- unn bókaútgáfa, KEA, Happ- drætti Háskólans og Matvör- ur hf. í sumar störfuðu átta manns 36

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.