Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1969, Page 39

Frjáls verslun - 01.10.1969, Page 39
hjá Argusi sf. Framkvæmda- stjóri fyrirtækisins er Ólafur Stephensen, Markaðs- og kynningarfyrir- tækið Gamma s/f starfar í tengslum við Argus eins og skýrt er frá á öðrum stað í blað- inu. Auglýsingastofan h.f., Gísli B. Björnsson, er elzta starfandi auglýsingastofan hérlendis, sem veitir viðskiptavinum sínum fullkomna auglýsingaþjónustu fyrir öll fjölmiðlunartækin. Hjá fyrirtækinu starfa að meðaltali 5 til 7 starfsmenn. Auglýsingastofan h.f. sér um gerð og dreifingu hvers konar auglýsinga, meðal annars í sam- vinnu við erlend auglýsinga- fyrirtæki. Fyrirtækið er þekkt fyrir smekkvísi hvað varðar út- lit bóka og tímarita, og má þar nefna Reykjavíkurbókina og tímaritið Iceland Review. Með- al helztu viðskiptavina eru Al- mennar tryggingar h.f., Flug- félag íslands, Happdrætti S.í. B.S., Reykjalundur, Radíóbúð- in, O. Johnson & Kaaber, Kr. Kristjánsson, Mál og menning, Setberg, Hótel Saga, Seðla- bankinn, og Húsnæðismála- stofnunin. Framkvæmdastjóri er Gísli B. Björnsson. Auglýsingastofa Kristínar Þorkelsdóttur tekur að sér gerð auglýsinga fyrir dagblöð, tíma- rit, útvarp og sjónvarp, auk hvers konar teiknivinnu, mynd- skreytingu, bókaskreytingu og umbúðahönnun. Fyrirtækið hefur getið sér gott orð fyrir teiknun og hönn- un umbúða og bókaskreytinga. Smekklegar auglýsingar þess, t. d. fyrir Álafoss og Sana, hafa vakið athygli. Auglýsingaskrif- stofa Kristínar Þorkelsdóttur sér bæði um gerð og dreifingu auglýsinga fyrir viðskiptavini, SAMKEPPNIR Félag íslenzkra teiknara hefur látið gera almennar sam- keppnisreglur, og taka félags- menn ekki þátt í samkeppni nema þessum reglum sé fylgt. Þeir, sem hafa hug á að efna til samkeppni, þar sem óskað er eftir þátttöku lærðra teikn- ara, geta fengið reglurnar hjá stjórn félagsins. Athyglisvert er, að í síðustu tíu samkeppn- um, þar sem farið hefur verið eftir þessum reglum, hafa teiknarar borið sigur úr být- um. Við sýnum hér tíu nýleg merki eftir teiknara innan F. I. T. og er höfunda merkjanna getið. en meðal þeirra má nefna Osta- og smjörsöluna, Mjólkur- samsöluna, Álafoss, Ask, Al- menna bókafélagið, Sana, Hörpu, Landbúnaðarsýninguna í sumar sem leið, Olíufélagið h.f. og Mjólkurfélag Reykja- víkur. Starfsmenn eru þrír. Auk þeirra auglýsingafyrir- tækja, sem veita viðskiptavin- um sínum fullkomna auglýs- ingaþjónustu, og hér hafa verið talin, veita eftirtaldir teiknar- ar auglýsinga- og dreifingar- þjónustu að nokkru leiti, auk teiknivinnu á teiknistofum sín- um: Ástmar Ólafsson, Helga B. Sveinbjörnsdóttir, Torfi Jónsson, — (sjá annars staðar í blaðinu). Samband íslenzkra sveitarfélaga Teiknari: Gísli B. Björnsson. Kaupmannasam- tök Islands Teiknari: Gísli B. Björnsson. Iðnsýningin 1966 Teiknari: Kristín Þorkelsdóttir Náttúruvernd- arráð Islands Teiknari: Kristín Þor- kelsdóttir Bandalag starfsmanna ríkis og bæja Teiknarar: Hilmar Sigurðsson og Þröst- ur Magnússon Islenzkur iðnaður Teiknari: Ástmar Ólafsson. Lýðveldi Is- lands 25 ára Teiknari: Torfi Jónsson Landsvirkjun Teiknari: Ágústa P. Snæland Listahátíð í Reykjavík Teiknari: Ágústa P. Snæland Islendingar og hafið Teiknarar: Atli Már og Guðberg- ur Auðunsson. ÍSLKNDINGAR OG HAKID 37

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.