Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1969, Page 52

Frjáls verslun - 01.10.1969, Page 52
Ogilvy fékk frú Roosevelt eitt smjörlíki. Vakti þessi auglýsing sinn til að koma fram í sjón- að sjálfsögðu mikla athygli. varpsauglýsingu fyrir Good Luck ,,Ef ég ætti að byrja lífið að nýju, myndi ég sennilega velja a'.iglýsinga- og kynningarsvið fram yfir flest annað. Hinar öru lífsvenjubreytingar hjá öll- um stéttum sl. 50 ár hefðu ver- ið óhugsandi, ef auglýsingar hefðu ekki flutt skilaboðin um hærri kröfur á öllum svið- um. . . .“ Sir Winston Churchill sagði: „Auglýsingar orka hvetjandi á kauplöngunina. Þær hvetja einstaklinginn til að eignast betra heimili, betri föt fyrir sjálfan sig og fjölskylduna. Auglýsingar efla einstaklings- hyggju og ýta undir fram- leiðni. .“ Flestir hagfræðingar, í hvaða hagkerfi sem er, eru sammála um, að auglýsingar þjóni nyt- samlegum tilgangi, þegar þær gefa upplýsingar um nýjar vörutegundir. Þannig segir An- astas L. Mikojan, sovézki leið- toginn: „Verksvið sovézkra auglýs- inga er að gefa fólki nákvæm- ar upplýsingar um vörurnar, sem eru á boðstólum, ýta und- ir nýjar kröfur, laða fram nýj- an smekk og nýjar þarfir, efla sölu nýrra vörutegunda og út- skýra gagnsemi þeirra fyrir neytandanum. Sovézkar aug- lýsingar eiga fyrst og fremst að gefa sanna og nákvæma mynd af eðli, kostum og verði vör- unnar, sem auglýst er . . . “ Sir Frederic Hoope segir: „Auglýsingar fela í sér á- bendingar um gæði. Fyrirtæki, sem hefur eytt miklum tíma og fjármunum til að framleiða góða vöru handa kröfuhörðum neytendum, þorir ekki síðar að draga úr gæðum vörunnar. Stundum gleypir fjöldinn við lélegri vöru, en aldrei svo, að hann haldi áfram að kaupa vöruna, ef hún er lakari en önnur sams konar vara á mark- aðinum . . . .“ Ogilvy varð frægur fyrir auglýsingar sínar fyrir fyrir- tækið Hathaway, sem framleið- ir skyrtur undir sama nafni. Fyrirtækið leitaði til Ogilvy, þegar það ákvað að hefja sölu- herferð um öll Bandaríkin. Og- ilvy segir frá þessum viðskipt- um á eftirfarandi hátt: „Ég var ákveðinn í að fram- kvæma auglýsingaherferð, sem tæki fram hinni frægu auglýs- ingaherferð, sem Young & Ru- bicam gerðu fyrir Arrow-skyrt- ur. En Hathaway gat aðeins eytt 30 þúsund dölum á móti 2 milljónum dala, sem Arr- ow gat eytt í auglýsingar. Þetta var spurning um krafta- verk. Þar sem ég vissi, að sterkur skammtur af „Story appeal" myndi fanga athygli lesenda, setti ég upp 18 mismunandi leiðir að þessu marki. Sú átj- ánda var að nota lepp fyrir auga. Við strikuðum yfir þá hugmynd í fyrstu og ætluðum að nota augljósari hugmynd, en á leiðinni til fyrirtækisins kom ég við í verzlun einni og keypti augnlepp fyrir IV2 dal. Hvernig á því stóð, að aug- lýsingaherferðin tókst jafn vel og raun varð á, verður mér æ- tíð hulinn leyndardómur. Hún setti Hathaway í sviðsljósið eftir 116 ára starfsemi í kyrr- þei. Sjaldan eða aldrei hafa auglýsingar tekizt með slíkum ágætum og virkað jafn fljótt miðað við tilkostnaðinn. Marg- ir framleiðendur stálu hug- myndinni — ég hef séð fimm mismunandi útgáfur hjá Dön- um. (Hann á hér m.a. við RESPI skyrtur, sem hafa verið mikið auglýstar hérlendis und- 50

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.