Frjáls verslun - 01.10.1969, Síða 63
og ársrita hvers konar, undir-
búning sýninga og þinga (sbr.
sýninguna „ÍSLENDINGAR
OG HAFIГ og X. norræna
yrkisþingið í júlí sl.) Hafa
verkefnin verið ærin á öllum
sviðum.
Ritverk sár einnig um þýð-
ingar úr og á ýmis mál (lög-
giltar úr og á ensku), og mörg
fyrirtæki hafa sparað sér
mannahald með því að fela þvi
bréfaviðskipti sín, innlend og
erlend. Fer slíkt mjög í vöxt,
enda telja margir það til mik-
ils hagræðis og sparnaðar.
Strax árið 1967 var Rit-
verki boðið að gerast aðili að
alþjóðasamtökunum INTER-N
ATIONAL MARKETS ADVER,-
TISING (IMA), en í þeim eru
nær 50 sams konar fyrirtæki
í jafnmörgum löndum í öllum
heimsálfum. Þá hefir Ritverk
einnig náið samstarf við hrein-
ræktuð „public relations“- fyr-
irtæki bæði í Evrópu og Am-
eríku.
Framkvæmdastjóri og annar
eigenda Ritverks sf. er Her-
steinn Pálsson, en aðsetur fyr-
irtækisins er að Vallarbraut 13,
Seltjarnarnesi. Símar eru.
10655 og 16591. Símnefni er
Ritverk.
í fyrra var stofnað hér í
Reykjavík fyrirtækið Kynning
hf., og er nafnið eiginlega ís-
lenzka heitið á „Public relat-
ion“. Fyrirtækið hefur hug á að
leggja sitt af mörkum til að
kynna íslenzka framleiðslu er-
lendis, ekki hvað sízt íslenzkan
iðnvarning. Þá hefur félagið í
hyggju að sinna ferðamálum,
m. a. í samvinnu við flugfélögin
og stærri hótel. Fyrirtækið er
enn ekki fullmótað, en að-
standendur þess hafa 1 kyrrþei
gert ýmsar athuganir og munu
í fyllingu tímans gera grein
fyrir áformum sínum.
NEON, rafljósagerð að Ármúla
5, hefur starfað frá árinu 1951.
Karl J. Karlsson, framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins, tjáði
Frjálsri verzlun, að hann væri
brautryðjandi á þessu sviði, og
helði átt góðum viðskiptum að
fagna á undanförnum árum, en
talsvert hefði dregið úr við
skiptunum að undanförnu
vegna minnkandi fjárhagsgetu
fyrirtækja. Stærstu Neonljósa-
skiltin, sem fyrirtækið hefur
gert, eru skiltin á Hótel Loft-
leiðum, sem eru svo umfangs-
mikil, að stigi er innan í stöf-
unum fyrir viðgerðarmenn. Þá
kvaðst Karl hafa átt ánægjuleg
og mikil viðskipti við KEA á
Akureyri og Lindu. Eitt nýjasta
skiltið frá fyrirtækinu er hjá
Skoda-umboðinu í Kópavogi,
en það skilti kostaði um 100
þúsund krónur uppkomið. Nú
er farið að sameina neonskiltin
og plastskiltin, þannig að neon-
ljósin eru sett innan í plastskilt-
in.
Ef þið sjáið burðarpoka úr
plasti með áprentaðri Osrams
auglýsingu, Flugfélagsauglýs-
ingu, eða íslenzka iðnkynning-
armerkinu góðkunna (Kaupið
íslenzkt), þá eru þessir pokar
framleiddir hjá Plastprent hf.,
sem annast hvers konar prent-
un á plastpoka, umbúðapappír
og sellófan. Við höfum minnzt
á burðarpokana, sem kosta 2.25
stykkið, en með litprentaðri
auglýsingu frá 2.50 upp í 2.75
eftir því magni, sem pantað
hefur verið. Þá annast fyrir-
tækið prentun fyrir flestar
smjörlíkisgerðir landsins og öl-
gerðirnir fá alla sína tappa hjá
fyrirtækinu.
Skilti hf. á Vatnsstíg hefur
einkum fengizt við gerð um-
ferðarmerkja og alls konar
endurskinsmerkja. Fyrirtækið
annaðist gerð flestra merkja
fyrir H-nefndina; enn fremur
hefur fyrirtækið gert mikið af
bæjanafnaskiltum fyrir bænd-
ur.
Geislaplast við Miklatorg
annast einkum gerð ljósaskilta
úr plastgleri, sem nefnist
Acrylplast. Þetta plast fæst í
61