Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1970, Síða 62

Frjáls verslun - 01.06.1970, Síða 62
FRJALS VERZLUN 60 þessa ráðstöfun í því skyni að útrýma fátækt og atvinnuleysi í vanþróaðri löndum EBE og þá fyrst og fremst Ítalíu. í háþró- aðri löndum EBE eins og Vest- ur-Þýzkalandi ríkir mikiil skortur á vinnuafli og er talið, að svo muni verða áfram. Stór- fyrirtækin eru því byrjuð að taka mikið tillit til þess, er þau stækka og reisa nýjar verk- smiðjur o. s. frv., hvort vinnu- afl verði fyrir hendi í viðun- andi mæli til starfrækslu at- vinnutækjanna. Það er því talið, að þau muni, ef allt gengur eins og vonast er til, leggja í um- fangsmikla fjárfestingu á Ítalíu og koma upp stórum verk- smiðjum þar, sem myndu eiga stórfelldan þátt í því að út- rýma atvinnuleysi. Þá myndi aukin kaupgeta með vaxandi atvinnu á þessu svæði krefjast enn aukinnar framleiðslu, sem svo aftur myndi kalla á aukna fjárfestingu. Pólitískir erfiðleikar. Miklu erfiðara er hins vegar að gera sér fullkomna grein fyrir hugs- anlegum pólitískum erfiðleik- um vegna gjaldmiðilsbreyting- arinnar. Aðildarríkin láta sam- eiginlega af hendi þýðingarmik- inn þátt af sjálfræði sínu, sem er sjálfstæð yfirstjórn yfir eig- in gjaldmiðli. Þá er það jafn- framt ljóst, að ýmsar pólitísk- ar forsendur verða að vera fyr- ir hendi, eigi að verða unnt að koma sameiginlegum gjald- miðli á. Kauphækkanir og verð- lag verða að haldast í hendur hvort fyrir sig innan alls banda- iagsins. Þetta krefst miklu meira stjórnmálajafnvægis í sumum löndum EBE, en í þeim hefur ríkt til þessa. Þannig myndi það ekki þýða að fara í verkfall á Ítalíu í því skyni að knýja fram óraunhæfar kaup- hækkanir, eins og þar hefur svo mjög tíðkazt að undan- förnu með þeim afleiðingum að kauphækkunum hefur verið jafnóðum verið velt út í verð- lagið, sem hefur hækkað að sama skapi og þannig gert að engu kauphækkanirnar. Reyndin yrði sú, að það væri ekki framar hægt, að láta launa- hækkanirnar renna út í verð- lagið. EBE væri orðið að meira eða minna leyti að einu verð- lagssvæði eins og það væri allt eitt land og það væri augljóst, að það gæti ekki viðgengist, að á Ítalíu gilti allt annað verð- lag en á öðrum svæðum innan EBE. Það væri svipað því og að allt annað verðlag, laun o. fl. væri á Akureyri en í Reykja- vík. Þarna er fyrir hendi mik- ill pólitískur vandi. Það er grundvallar forsenda fyrir sam- eiginlegum gjaldmiðli innan EBE, að í þessu tilliti verði jafn- vægi milli aðildarríkjanna. Þetta jafnvægi er ekki fyrir hendi nú og vandinn er, hvern- ig unnt verður að koma því á. Þessi vandi er óleystur og það á langt í land, unz svo verður. GUMMIBATAÞJONIJSTAN Grandagarði — Reykjavík — P.O. Box 1042 — Sími 14010. SKOÐUN OG VIÐGERÐIR Á GÚMMÍBJÖRGUNARBÁTUM ÁL LT ÁRIÐ. VIÐGERÐIR Á SPORTGÚMMÍBÁTUM. Úrval af Kokos og nylondreglum. — Tökum mál.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.