Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1971, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.11.1971, Blaðsíða 6
Islancl SAMIMIIXIGAR Sovétríkin treg til að kaupa á því verði sem ísl. geta sætt sig við Nýgerður rammasamningur milli Sovétríkjanna og íslands hefur vakið athygli, þar sem hann skapar skilyrði fyrir tals- verðri aukningu á viðskiptum landanna. Hins vegar hefur komið á daginn að það getur \ orðið töluverðum erfiðleikum bundið fyrir íslendinga að hag- nýta þessi skilyrði, þar sem Sovétríkin eru treg til að kaupa á því verði sem íslendingar geta sætt sig við. Þetta kom glöggt fram í til- raunum Sambands íslenzkra samvinnufélaga til að ná sam- komulagi um verð á ullarvöru. Verðlagið á ullarvöru, sem seld hefur verið til Sovétríkjanna, hefur um árabil staðið lítið breytt. Sambandið vill nú að verðið hækki. og telur sig alls ekki geta selt til Sovétríkjanna að öðrum kosti. Tilraunir til að ná samkomulagi mistókust í fyrstu lotu og verður viðræðum haldið áfram í Reykjavík. í rammasamningnum er gert ráð fyrir því að Sovétríkin auki kaup sín á niðursoðinni síld. Hins vegar hafa Rússar aldrei viljað fallast á að kaupa síld- ina við því verði. sem fslend- ingar hafa fyllilega sætt sig við. Þess vegna hafa allar tilraunir til aukinnar sölu á niðursoðinni síld til Sovétríkjanna mistekizt. Það mun hafa verið Lúðvík Jósefsson, viðskiptamálaráð- herra, sem lagði sérstaka a- herzlu á að fá fram aukningu í viðskiptamöguleikum með niðursoðna síld inn í samning- inn. Á hinn bóginn kröfðust Rússar sjálfir, að fiskimjöl yrði tekið inn í samninginn, og var það gert gegn vilja íslendinga. Er gert ráð fyrir að Sovétríkin kaupi 5000 tonn af fiskimjöli, í fyrsta skipti árið 1973. Einar Olgeirsson tók að þessu sinni þátt í samningagerðinni við Sovétríkin, sem fulltrúi við- skiptamálaráðherra og tók þar með sæti Péturs Péturssonar forstjóra. Óstaðfest er að hann hafi m.a. þreifað fyrir sér um tækniaðstoð frá Sovétríkjunum vegna nýrrar iðnaðarfram- leiðslu. 6 FV 11 1971
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.