Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1971, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.11.1971, Blaðsíða 29
eins og aðrir eftir því, að ríkis- stjórnin segi, hvert hún vilji stefna, hvernig hún hugsi sér að afla tekna, mæta fyrirsjáan- legri útgjaldaaukningu, og ef til vill nýrri útgjaldaaukningu vegna niðurgreiðslna. Ríkis- stjórnin segist stefna að því, að verðhækkanir verði ekki meiri hérlendis en í sambærilegum löndum umhverfis okkur. í sjálfu sér er þetta í hreinni mótsögn við aðra þætti mál- efnasamnings ríkisstjórnarinn- ar, þar sem lofað er meiri kjarabótum en atvinnuvegirnir geta tekið á sig án verðlags- hækkana. Þessar mótsagnir auðvelda ríkisstjórninni ekki að ná þeim árangri, sem æski- legur væri í baráttunni við vandamál, sem var nógu stórt fyrir. Málefnasamningurinn er að ýmsu leyti fyrsta klaufaspark ríkisstjórnarinnar. Þar er á tvennan hátt kynt undir verð- bólgu. Annars vegar með vil- yrðum í kjaramálum, hins veg- ar með fyrirheitum í fjárfest- ingarmálum, sem munu þegar til kastanna kemur, auka þensl- una í þjóðfélaginu, og sér þess þegar merki. Nú eru uppi gífur- legar áætlanir um fjárfestingu í togurum auk alls annars, og vart hægt að sjá, hvernig unnt verður að afla lánsfjár, rekstr- arfjár og gjaldeyris í þann rekstur og uppbyggingu, sem þarna er að fara af stað. Eins og sakir standa stefnir ríkisstjórnin beint út í nýja verðbólgu og fast að gengis- fellingu. Hún er að vísu ekki líkleg til að beita gengisfell- ingu, fyrr en í lengstu lög. Engu að síður er líklegt, að hún verði að gera ráðstafanir, sem jafngilda gengisfellingu. eða stórhækka skatta. En þá hefur ríkisstjórnin lítið lært af gömlu vinstri stjórn- inni, ef hún heldur, að hún geti viðhaldið þeim hagvexti, sem verið hefur, miðað við al- menn ytri skilyrði til þess, og einnig leyft sér að sniðganga vandamálin. Einn af lærdóm- unum frá vinstri stjórnar árun- um var, að það hefur, einkum þegar til lengdar lætur, ákaf- lega óheppileg áhrif að setja atvinnuvegina á þess konar framfæri hins opinbera, sem gamli útflutningssjóðurinn var. Raunar er óhætt að slá því föstu, að fari núverandi ríkis- stjórn að einhverju leyti í fót- spor stjórnarinnar á árunum 1956-1958, muni verða um stór- fellda afturför að ræða, jafnvel þótt ýms ytri skilyrði haldist í aðalatriðum sæmilega hag- stæð. Áherzluatriðin í stefnu gömlu vinstri stjórnarinnar leiddu beinlínis af sér aukið jafnvægisleysi, minni útflutn- ing, og hagvöxt, sem var tals- vert minni en í sambærilegum löndum, og loks algjöra upp- gjöf sjálfrar stjórnarinnar. Ríkisstjórnin verður að gæta þess, að fjárfesting fari helzt ekki yfir 25-27% af þjóðartekj- um, að öðrum kosti á hún á hættu verulega þenslu í þjóðar- búskapnum. Fjárfesting leiðir ósjálfrátt til nýrrar eftirspurn- ar, og reynslan hefur sýnt, að rétt er að halda henni í skefj- um. Mikil fjárfesting er í sjálfu sér engin trygging fyrir góðri afkomu, eins og reynsla vinstri stjórnarinnar eftir 1956 sýndi glögglega. Heppilegra er að halda áfram á þeirri braut að bæta rekstur og vinnubrögð og nýtingu þess fjármagns, sem við höfum yfir að ráða. Ríkisstjórnin hefur skýrt sig „stjóm hinna vinnandi stétta“. Þetta er út af fyrir sig aðlað- andi undirtitill á heiti lands- stjórnarinnar, en missir óneit- anlega töluvert glansinn, ef notkun hans fylgir beinlínis að hætta verður að horfast í augu við staðreyndir. FV 11 1971
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.