Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1971, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.11.1971, Blaðsíða 27
Framsóknarflokkurinn verður að horfast í augu við þá staðreynd, að hann er ekki sterkasti flokk- ur ríkisstjórnarinnar. Hann á ekki sterkasta eins taklinginn í stjórninni og hann stjórnar ekki þýð- ingarmestu ráðuneytunum. marsson er undantekning, en hann líður fyrir þá viðleitni samstarfsmannanna að halda honum og flokki hans í skugg- anum. Vel má vera, að Lúðvík Jós- efsson hafi beinlínis ákveðið stefnu ríkisstjórnarinnar í þýð- ingarmiklum málum, án þess, að hinir ráðherrarnir, og þar með Magnús Kjartansson, fái rönd við reist. Þegar er ákveð- in stórfelld uppbygging togara- flotans. Það er ekki ljóst, nema hún verði að fara fram á kostn- að iðnaðarins. Uppbygging tog- araflotans var að vísu á stefnu- skrá stjórnarinnar, en ekki framkvæmdahraðinn. Lúðvík Jósefsson hefur getað ráðið honum, vegna þess, að hann vissi, hvað hann vildi, og hvern- ig hann átti að fara að því. Magnús Kjartansson varð hins vegar að byrja á því að kynna sér iðnaðarmálin, þegar hann settist í ráðherrastólinn, og hingað til lítið gert annað en fleyta áfram fyrirætlunum fyrri ríkisstjórnar, eða beinlín- is tafið fyrir þeim, án þess að hafa mótað sína eigin stefnu. Ríkisstjórnin þurfti eðlilega vissan tíma til að athuga sinn gang, eftir að hún komst til valda. Þessi tími hefur ein- kennzt af ótrúlegu fálmi og mér liggur við að segja röfli í einstökum ráðherrum. Ég hef einn ráðherra sérstaklega í huga. Hann hefur verið að ræða mikilsverð mál, án þess að þekkja nema mjög takmark- að til málanna. Honum hefði verið í lófa lagið að afla sér nauðsynlegra upplýsinga, áður en hann lét draga sig út í um- ræður. En hann virðist algjör- lega hafa vanrækt það, enda er málflutningur hans meira og minna kjaftæði út í loftið. Ég læt það svo liggja á milli hluta, hver ráðherrann er. En þetta er aðferðin til að skapa vantrú hjá almenningi. Hvað á almenningur að hugsa, þegar Tíminn boðar eina stefnu í varnarmálum og Þjóðviljinn aðra. Hvað á almenningur að halda, þegar forsætisráðherra og forseti Alþýðusambandsins hafa sinn hvorn skilninginn á launamálastefnu ríkisstjórnar- innar. Hvernig getur fólk tek- ið Framsóknarflokkinn alvar- lega, þegar flokksmennirnir ríf- ast um, hver hafi verið stefna flokksins í varnarmálum síð- ustu árin. Það var lengi vitað, að ríkis- stjórnin er ekki skipuð sérstök- um stórmennum, og enginn gerði kröfu til þeirra. En að þeim mundi takast á örfáum mánuðum að gera landið stefnu- laust í varnarmálum og lands- stjórnina reikandi í efnahags- málum, var meira en flestir áttu von á. FV 11 1971 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.