Frjáls verslun - 01.11.1971, Blaðsíða 69
A markaðnum
Fyrri hluti af markaðsþæfti
um bíla. Síðari hluti mun
birtast í næsta tbi. FV.
Merceaes tíenz er glœsilegur bill.
RÆSIR IIF. er umboðsaðili
hér á landi fyrir Mercedes Benz
bílaverksmiðjurnar í Þýzka-
landi. Mun óhætt að fullyrða
að fáar bílaverksmiðjur fram-
leiða tæknilegar fullkomnari
bíla og margir telja að hvergi
sé betra framleiðslukerfi og eft-
irlitskerfi í notkun, við fram-
leiðslu á bílum. Allt nýtt, sem
fer í Mercedes Benz bíla er
þrauthugsað og prófað til hlýt-
ar.
Bílar þeirra skiptast í þrjá
megin stærðarflokka. 200, 220,
220D og 250 eru allir jafn stór-
ir. 280S og 280SE eru jafn stór-
ir. Þá eru 280SEL og 300 6,5
eins. nema hvað þeir eru
nokkru lengri. Loks er Merced-
es Benz 600 eða Grosser Mer-
cedes, eins og hann hefur verið
nefndur. stór og glæsilegur, að
margra áliti glæsilegri en Rolls
Royce. Hans er ekki getið á
meðfylgjandi verðlista.
Auk þessa framleiðir Merced-
es Benz mikið af sendiferða-
bílum, hópferðabílum, vörubíl-
um og meira að segja Unimog
landbúnaðartæki.
Heíur oftar unnið safari-keppnina en aðrar tegundir.
HAFRAFELL H.F. flytur inn
Peugeot bíla. af fjórum gerðum.
Þessir bilar hafa unnið sér orð
víða um heim, ekki hvað sízt
með því að vinna Safari keppn-
ina frægu í Afríku oftar en
nokkur önnur tegund. Allir eru
þessir bílar fimm manna og þrír
með framhjóladrifi. Minnstur
er 204. sem fæst bæði sem
fólksbíll og stationbíll. Þá kem-
ur 304, sem er litlu stærri, en
með 10 hestafla sterkari vél.
404 er miklu eldri gerð en allar
hinar, en eftirspurn eftir hon-
um hefur haldið stöðugt áfram,
enda er það bíllinn, sem unnið
hefur Safari keppnina sem oft-
ast.
Nýjasti bíllinn er 504, sem
þegar er orðið talsvert af hér
á landi.
FV 11 1971
69