Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1971, Blaðsíða 55

Frjáls verslun - 01.11.1971, Blaðsíða 55
verkstæði uppfylli þær kröfur, sem nauðsynlegt er að gera til þeirra. Um leið er stefnt að því að löggilt verkstæði geti tekið að sér að nokkru leyti bifreiða- skoðun þá, sem nú er fram- kvæmd af ríkinu við mjög ó- fullkomnar aðstæður. Meðal nýmæla, sem komið hafa upp á fundum Bílgreina- sambandsins er hugmyndin um svonefnda áfrýjunarnefnd. Fól aðalfundur Bílgreinasambands- ins í nóvember stjórn sam- bandsins að „vinna að því að koma á fót áfrýjunarnefndar- skipulagi í samráði við Félag ís- lenzkra bifreiðaeigenda, Tækni- skólann og aðra hlutaðeigandi aðila“. í stuttu máli sagt er hugmyndin sú, að áfrýjunar- nefndin hafi það hlutverk að jafna á fljótan, ódýran og sanngjarnan hátt, ágreining, sem koma kann upp milli við- skiptavina og þjónustuaðila, vegna viðskipta í sambandi við viðgerðir bifreiða. Sennilega mun einkum reyna á nefnd- ina í sambandi við ágreining um gæði og verð á bifreiðavið- gerðum, en nú gætir þegar tor- tryggni af hálfu viðskiptavina í garð verkstæðanna. ísland er ekkert eindæmi í þessum efn- um. Hugmyndin um áfrýjunar- nefndina er komin frá Dan- mörku, en þar var hún sett fram vegna mikillar gagnrýni, sem komið hafði fram á bif- reiðaverkstæði, störf þeirra og viðskiptasiðferði. Er talið, að nefndin, sem síðan var sett á stofn, hafi mjög bætt álit og traust á bílgreinunum almennt. Frjáls Verzlun átti nýlega stutt samtal við Geir Þorsteins- son, varaformann Bílgreina- sambandsins, og framkvæmda- stjórann, Júlíus S. Ólafsson. Þeir sögðu, að starfsemi sam- bandsins hefði aukizt mikið á því eina ári, sem það hefur starfað. Málum hefði verið þok- að áfram og ný mál tekin upp. Samband væri haft við aðila sambandsins með dreifibréfum og fréttabréfum, svo og venju- leaum fundum. Sambandið er aðili að norrænum samtökum bílgreina. Þaðan hefur beint og óbeint fengizt mikilsverð að- stoð. T. d. hefði komið hingað sérfræðingur frá Svíþjóð og haldið fyrirlestur og rætt við fræðslunefnd þá, sem nú fjall- ar um endurskoðun á námi bif- vélavirkja. Ætlunin er að flytja alla kennslu bifvélavirkja inn í Iðnskólann og leysa upp gamla meistarafyrirkomulagið. Munu nemar í bifvélavirkjun fá 400 fermetra í nýbyggingu Iðnskól- ans og þangað verður kennslan flutt smátt og smátt. Á s.l. ári fóru tveir menn, Guðjón Tómasson og Gunnar Guttormsson, annar frá Bíl- greinasambandinu og hinn frá Félagi bifvélavirkja, utan, til að kynna sér rekstur bifreiða- verkstæða og framleiðniauk- andi launakerfi. Reynt verður að auka afköst bifreiðaverk- stæða með bónuskerfi. Helzti þröskuldurinn í vegi fyrir þessu er að fjármagn skortir til að verkstæðin geti legið með nægar birgðir varahluta. Fjármagnsskortur er einnig hjá bifreiðainnflytjendum. Þeir hafa ekki möguleika á að eiga bifreiðar á lager tilbúnar til afhendingar, þegar hugsanleg- ur kaupandi birtist. Er nú unn- ið að því að fá gjaklfrest á tollum, en þeir eru 90%, svo að um miklar upphæðir er að ræða. í stjórn Bílgreinasambands íslands eru nú Gunnar Ásgeirs- son, Friðrik Kristjánsson, Ket- ill Jónasson, Ingimundur Sig- fússon, Þórir Jónsson og Matt- hías Guðmundsson. SKDFATNAÐUR i mjög fjöjbreyttu og göðu úrvali * Skóverzlun Péturs Andréssonar Laugavegi I 7 — Framnesvegi 2 Sími 17345 oa FV 11 1971
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.