Frjáls verslun - 01.11.1971, Blaðsíða 55
verkstæði uppfylli þær kröfur,
sem nauðsynlegt er að gera til
þeirra.
Um leið er stefnt að því að
löggilt verkstæði geti tekið að
sér að nokkru leyti bifreiða-
skoðun þá, sem nú er fram-
kvæmd af ríkinu við mjög ó-
fullkomnar aðstæður.
Meðal nýmæla, sem komið
hafa upp á fundum Bílgreina-
sambandsins er hugmyndin um
svonefnda áfrýjunarnefnd. Fól
aðalfundur Bílgreinasambands-
ins í nóvember stjórn sam-
bandsins að „vinna að því að
koma á fót áfrýjunarnefndar-
skipulagi í samráði við Félag ís-
lenzkra bifreiðaeigenda, Tækni-
skólann og aðra hlutaðeigandi
aðila“. í stuttu máli sagt er
hugmyndin sú, að áfrýjunar-
nefndin hafi það hlutverk að
jafna á fljótan, ódýran og
sanngjarnan hátt, ágreining,
sem koma kann upp milli við-
skiptavina og þjónustuaðila,
vegna viðskipta í sambandi við
viðgerðir bifreiða. Sennilega
mun einkum reyna á nefnd-
ina í sambandi við ágreining
um gæði og verð á bifreiðavið-
gerðum, en nú gætir þegar tor-
tryggni af hálfu viðskiptavina
í garð verkstæðanna. ísland er
ekkert eindæmi í þessum efn-
um. Hugmyndin um áfrýjunar-
nefndina er komin frá Dan-
mörku, en þar var hún sett
fram vegna mikillar gagnrýni,
sem komið hafði fram á bif-
reiðaverkstæði, störf þeirra og
viðskiptasiðferði. Er talið, að
nefndin, sem síðan var sett á
stofn, hafi mjög bætt álit og
traust á bílgreinunum almennt.
Frjáls Verzlun átti nýlega
stutt samtal við Geir Þorsteins-
son, varaformann Bílgreina-
sambandsins, og framkvæmda-
stjórann, Júlíus S. Ólafsson.
Þeir sögðu, að starfsemi sam-
bandsins hefði aukizt mikið á
því eina ári, sem það hefur
starfað. Málum hefði verið þok-
að áfram og ný mál tekin upp.
Samband væri haft við aðila
sambandsins með dreifibréfum
og fréttabréfum, svo og venju-
leaum fundum. Sambandið er
aðili að norrænum samtökum
bílgreina. Þaðan hefur beint og
óbeint fengizt mikilsverð að-
stoð. T. d. hefði komið hingað
sérfræðingur frá Svíþjóð og
haldið fyrirlestur og rætt við
fræðslunefnd þá, sem nú fjall-
ar um endurskoðun á námi bif-
vélavirkja. Ætlunin er að flytja
alla kennslu bifvélavirkja inn í
Iðnskólann og leysa upp gamla
meistarafyrirkomulagið. Munu
nemar í bifvélavirkjun fá 400
fermetra í nýbyggingu Iðnskól-
ans og þangað verður kennslan
flutt smátt og smátt.
Á s.l. ári fóru tveir menn,
Guðjón Tómasson og Gunnar
Guttormsson, annar frá Bíl-
greinasambandinu og hinn frá
Félagi bifvélavirkja, utan, til
að kynna sér rekstur bifreiða-
verkstæða og framleiðniauk-
andi launakerfi. Reynt verður
að auka afköst bifreiðaverk-
stæða með bónuskerfi. Helzti
þröskuldurinn í vegi fyrir
þessu er að fjármagn skortir til
að verkstæðin geti legið með
nægar birgðir varahluta.
Fjármagnsskortur er einnig
hjá bifreiðainnflytjendum. Þeir
hafa ekki möguleika á að eiga
bifreiðar á lager tilbúnar til
afhendingar, þegar hugsanleg-
ur kaupandi birtist. Er nú unn-
ið að því að fá gjaklfrest á
tollum, en þeir eru 90%, svo
að um miklar upphæðir er að
ræða.
í stjórn Bílgreinasambands
íslands eru nú Gunnar Ásgeirs-
son, Friðrik Kristjánsson, Ket-
ill Jónasson, Ingimundur Sig-
fússon, Þórir Jónsson og Matt-
hías Guðmundsson.
SKDFATNAÐUR
i mjög fjöjbreyttu og göðu úrvali
*
Skóverzlun
Péturs Andréssonar
Laugavegi I 7 — Framnesvegi 2
Sími 17345
oa
FV 11 1971