Frjáls verslun - 01.11.1971, Blaðsíða 25
að kommúnistar og Framsókn-
arflokkurinn hafa gert með sér
bandalag, til að draga sem mest
úr áhrifum Hannibalista eða
Samtaka frjálslyndra og vinstri
manna. Hannibal, sem vann
hinn mikla sigur sinn á Vest-
fjörðum, ekki sízt á landhelgis-
málinu, á erfitt með að sætta
sig við, hvernig flokki hans
hefur verið vikið til hliðar í
meðferð ríkisstjórnarinnar á
málinu. Hannibalistar eiga t. d.
engan fulltrúa í þeirri nefnd,
sem skipuð hefur verið til við-
ræðna við Breta og Vestur-
Þjóðverja.
Hannibalistar hafa einnig að
öðru leyti horfið í skuggann
af hinum stjórnarflokkunum.
Tíminn og Þjóðviljinn hafa
keppzt við að auglýsa ráðherra
hvor annars, en látið Hanni-
bal og Magnús Torfa liggja í
láginni.
Það er að vísu draumur
margra Framsóknarmanna að
sjá Alþýðuflokkinn og Hanni-
balista sameinast, og Fram-
sóknarmenn, margir hverjir,
standa í þeirri trú, að þeir geti
haldið saman ríkisstjórn í það
óendanlega, studdri Hannibal-
istum og Alþýðuflokksmönn-
um í nýjum flokki, kommúnist-
um og óskertu Framsóknar-
fylgi. En þetta er aðeinsdraum-
sýn. Þriggja flokka stjórn get-
ur undir engum kringumstæð-
um lifað lengi á íslandi, frem-
ur en víðast hvar annars stað-
ar. Andstæðurnar innan henn-
ar eru of miklar, og í þessu
tilfelli eru sérhagsmunirnir svo
miklir, að þeir verða ekki sam-
ræmdir. til lengdar.
Auk þess verður hverjum
manni augljóst, áður en langt
um líður, að raunverulegur
vinstri valkostur er ekki til, á
þeim sviðum, sem mestu máli
skipta, í efnahagsmálum og ör-
yggismálum. Þessi skoðun er
þó töluvert háð því, að Sjálf-
stæðisflokkurinn taki sig sam-
an í andlitinu. Ef svo fer sem
hingað til, að flokkurinn van-
rækir þau málefni, sem almenn-
ingi eru hugleikin, önnur en
efnahagsmál og varnarmál, en
mótar stefnu, sem er undir-
orpin íhaldssemi og tregðu, þá
þarf ekki að spyrja að leiks-
lokum. Að vísu á Sjálfstæðis-
flokkurinn alltaf möguleika á
að auka fylgi sitt meðan hann
er í stjórnarandstöðu. En raun-
veruleg breyting, ný áherzlu-
atriði og nýr tónn í málefna-
flutningi eru það, sem flokk-
inn hefur lengi skort. Ég ætla
ekki að ræða þetta nánar að
þessu sinni, enda er æskilegt,
að því verði gerð ítarleg skil.
En sé unnt að tala um erfið-
leika hjá Sjálfstæðisflokknum,
hvað má þá segja. um Fram-
sóknarflokkinn? Flokkurinn
tapaði víða miklu fylgi í al-
þingiskosningunum. Hann hef-
ur ákaflega veika aðstöðu í
ríkisstjórninni. Það er einnig
auðvelt að rekja mikið af þeim
misskilningi, sem skapast hef-
ur um stefnu ríkisstjórnarinn-
ar, til þeirrar viðleitni Fram-
sóknarflokksins að mynda og
halda saman ríkisstjórn flokka,
sem áttu fátt sameiginlegt fyr-
ir alþingiskosningar, annað en
andstöðuna við ríkisstjórnina
og Sjálfstæðisflokkinn sérstak-
lega. Átökin í flokknum eru
alls ekki eingöngu bundin við
yngri mennina, og þau eru alls
ekki eingöngu valdabarátta.
Hægri mennirnir í Framsókn-
arflokknum tala með slíkri
fyrirlitningu um „kommún-
istana“ í flokknum, vinstri
mennina, „sem vilja leggja
flokkinn niður“, að það er aug-
ljóst, að andúðin er ekki sízt
af hugmyndalegum rótum
runnin. Það má búast við eilíf-
um og mjög hörðum átökum
milli vinstri og hægri manna
í Framsóknarflokknum, á þeim
mánuðum, sem framundan eru.
Það minnkar ekki vandamálið,
heldur stækkar það, að vinstri
menn af eldri kynslóðinni í
Framsóknarflokknum gerðu
sér lítið fyrir og kusu Hanni-
balista í hópum í alþingiskosn-
ingunum. Flokknum er nauð-
synlegt að innbyrða þetta fylgi
aftur. Þetta fólk ætlar ekki að
berjast, eins og yngri menn-
irnir til vinstri, sem vita ekki,
hversu vonlaus barátta þeirra
er. Eldra fólkið mun einfald-
lega halda að sér höndum, og
gefa til kynna, að það kunni
að vera farið úr flokknum fyr-
ir íullt og allt, ef til vill yfir
í * nýjan jafnaðarmannaflokk,
ef áhrif þess í flokknum aukast
eklci sjálfkrafa eða baráttu-
laust. Kannske er þetta fólk
með öllu glatað Framsóknar-
flokknum.
Þá verður Framsóknarflokk-
urinn að horfast í augu við
þá staðreynd, að hann er ekki
sterkasti flokkur ríkisstjórnar-
innar. Hann á ekki sterkustu
einstaklingana í stjórninni.
Hann ræður ekki þýðingar-
mestu ráðuneytunum, þegar
heildarskiptingin er athuguð.
Og síðast en ekki sízt: Hann
ræður minna um þróun kjara-
mála en báðir hinir stjórnar-
flokkarnir, en þau mál munu
ásamt varnarmálunum ráða úr-
slitunum um gengi stjórnar-
innar.
Sterkasti einstaklingurinn í
ríkisstjórninni er, a. m. k. í
augnablikinu, Lúðvík Jósefs-
son. Hann vissi upp á hár, hvað
hann átti að gera um leið og
hann kom inn í ráðuneyti sín.
Hinir ráðherrarnir þurftu flest
allir að byrja á að kynna sér
málin, eins og hverjir aðrir ný-
græðingar. Hannibal Valdi-
Ríkisstjórnin hefur orðið að súpa seyðið af efnahagsþœtti mál-
efnasamningsins.
FV 11 1971
25