Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1971, Blaðsíða 51

Frjáls verslun - 01.11.1971, Blaðsíða 51
mennirnir geta gengið að. Eigi félagið aðrar eignir, standa þær einnig fyrir skuldum þess og fjárhagur félagsins verður að sjálfsögðu því öruggari, sem eignirnar verða meiri. í erlend- um hlutafélögum er félögunum venjulega gert að skyldu að leggja nokkurn hluta af tekju- afgangi sínum í varasjóð. Samkv. íslenzku hluta- félagalögunum hvílir engin skylda til þess á félögunum. Það er lagt á vald þeirra sjálfra, hvort þeir setja ákvæði um það í samþykktir félagsins. Ef samþykktirnar hins vegar skylda þá til þess, má eigi úthluta arði til hluthafa fyrr en varasjóður hefur fengið, það, sem honum ber. Þá er það og miklu varðandi fyrir hag félagsins, að eignir þess séu færðar hæfilega niður í verði og má því ekki heldur úthluta arði fyrr en búið er að afskrifa svo mikið sem í samþykktunum segir, og loks má í þriðja lagi ekki úthluta arði fyrr en búið er að jafna upp reikningshalla, sem kann að vera frá fyrra ári. Frá þessu eru gerðar tvær undantekningar. Ef félagið á sjóð, sem ætlaður er til að vinna upp tap, má nota hann til þess, þótt tekju- afgangur verði á reikningsárinu. Hin undan- tekningin er sú, að hafa má sérstaka sjóði til tryggingar greiðslu arðs af hlutunum, ef illa gengur, og má þá taka fé til arðgreiðslu úr þeim sjóði, þó að reikningshalli verði. Af þessu gæti leitt það, að félagið greiddi arð, þótt það tapaði ár eftir ár og ætti jafnvel ekki lengur hlutafé sitt óskert. Ef félagið kaupir hlutabréf sjálfs sín, er í rauninni um lækkun hlutafjárins að ræða. Selj- andi bréfsins fær þá endurgreitt frá félaginu það fé, sem hann lagði í félagið. í öðrum lönd- um hefur heimild til þess og reynzt hafa þá hættu í för með sér, að stjórn félagsins hefur freistazt til að halda uppi gengi hlutabréfanna með því að kaupa þau fyrir félagið. Víðast hvar er hlutafélögum algerlega bannað að eignast sín eigin hlutabréf. Sú er og aðalreglan hér, en samt er heimild fyrir hendi, sem veitir fé- lögunum rétt til að eiga allt að 10% af greiddu hlutafé og jafnvel meira, ef atvinnumálaráð- herra leyfir. VERND MINNIHLUTANS í hlutafélögum hefur það viljað við brenna, að myndazt hafa samtök nokkurra hluthafa, sem samtals ráða yfir meirihluta í félaginu. Taka þeir þá stjórn og umráð félagsins í sínar hend- ur, en þrengja að ýmsu leyti kosti minnihlut- ans. Til að ráða bót á þessu eru nú hvarvetna sett í hlutafélagalög ákvæði um vernd minni- hlutans. Er hún m. a. fólgin í því, að minni- hlutinn getur krafizt, þegar tiltekin skilyrði eru fyrir hendi, að arðgreiðsla til hluthafa fari fram. Einnig er minnihlutanum heimilað að ráða vali eins endurskoðanda, sem aðgang hef- ur að bókhaldi félagsins og getur fylgzt með framkvæmdum stjórnarinnar. Hins vegar hafa verið skiptar skoðanir um, hvort minnihlut- inn skuli hafa rétt til þess að eiga fulltrúa í stjórn félagsins, þannig að stjórnin sé kosm hlutfallskosningu. Hafa þeir annmarkar verið taldir á hlutfallskosningu, að hún geti leitt til sundurlyndis innan stjórnarinnar og veikt hana í störfum sínum. í gildandi hlutafélagalögum okkar eru engin ákvæði um vernd minnihlut- ans. NÝ LÖG ERU ORÐIN NAUÐSYNLEG Hér að framan hefur verið drepið á ýms mikilvæg atriði varðandi hlutafélagalöggjöfina. Eins og atvinnuvegum okkar er háttað, hefur þetta félagsform haft og mun hafa mikla þjóð- félagslega þýðingu. Hlutafélögin eru orðin svo veigamikill þáttur í atvinnulífi þjóðarinnar, að tryggja verður heilbrigðan rekstur þeirra með löggjöf, eftir því sem unnt er. Það er því í hrópandi ósamræmi við þörf tímans, að við skulum búa við löggjöf á þessu sviði, sem 'á þessu ári er hálfrar aldar gömul. Það er mikið rætt um það, að við verðum að hafa atvinnu- vegi okkar í sem nýtízkulegustu formi, ef við eigum að geta keppt við aðrar þjóðir. Við get- um ekki vænzt þess að ná því takmarki, svo lengi sem umgerð atvinnustarfseminnar, það er löggjöfin sjálf, er hálfrar aldar gömul. (Hcimildir: Þórður Eyjóifsson: Lagastafir; Ólaf- ur Lárusson: Kaflar úr kröfurétti; Greinargerð með frumvarpi til nýrra hlutafjárlaga 1952). SKILA MESTUM OG BEZTUM AFURÐUM GUOBJORN GUÐJONSSON, heiidverzlun SÍÐUMÚLA 22 - SÍMAR 85295 - 85694 FV 11 1971 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.