Frjáls verslun - 01.11.1971, Blaðsíða 47
smærri gjafa, og líklegt, að á
því verði engin breyting.
Fáir menn hafa á síðustu ár-
um lagt jafnmikið af tíma sín-
um og orku fram endurgjalds-
laust og framkvæmdastjóri
byggingarinnar, Hermann Þor-
steinsson. Þá minnast menn
þess, hve þýðingarmikið var að
hafa jafnreyndan og virtan
mann og Sigtrygg heitinn
Klemenzson bankastjóra í for-
mannssæti innan sóknarnefnd-
arinnar. Skarð hans er ófyllt,
og Hermann leitar að nýjum
starfskrafti í sinn stað.
BYGGINGARNEFND OG
FRAMKVÆMD ANEFND
í framkvæmdanefnd vegna
byggingar Hallgrímskirkju eiga
nú sæti Hermann Þorsteinsson,
Jörundur Pálsson arkitekt, Sig-
urbjörn Guðmundsson verk-
fræðingur og Halldór Guð-
mundsson byggingarmeistari.
Sjálf er sóknarnefndin einnig
byggingarnefnd kirkjunnar. Þá
nefnd skipa Björn Guðmunds-
son, varaform., Gunnar Sigur-
jónsson, ritari, Hermann Þor-
steinsson, gjaldkeri, Helgi Eyj-
ólfsson, meðstj. Til vara eru
Sigurbergur Árnason og Páll
Hallbjörnsson.
YFIRUMSJÓN MEÐ FRAM-
KVÆMDUM
Skrifstofa húsameistara rík-
isins hefur yfirumsjón með
verkinu, og var Jörundur Páls-
son sérstaklega fenginn til að
annast það verkefni af hálfu
húsameistara. Er talið nauðsyn-
legt, að samstarfið við skrif-
stofu húsameistara fari batn-
andi, svo og skilningur kirkju-
byggingarnefndar Reykjavík-
urborgar, sem útdeilir þeim
tveim milljónum, sem borgin
leggur nú til kirkjubygginga.
Kirkjubyggingin á Skóla-
vörðuholti er orðin staðreynd,
hvort sem mönnum líkar betur
eða verr. Hún er komin svo
langt áleiðis, að hún verður
ekki stöðvuð, og það er ekki
vansalaust, ef kirkjusmíðinni
verður ekki hraðað til muna
upp úr þessu. Gamla dómkirkj-
an gat rúmað alla Reykvíkinga
á sinni tíð. Borgina vantar
stóra kirkju. Það er þegar kom-
ið í ljós, og reynzlan á eftir að
staðfesta það enn betur.
GLÆSILEGT
ÚRVAL
AF
BUXUM
Á
ALLA
FJÖLSKYLDUNA.
HAGKAUP
LÆKJARGÖTU
OG
SKEIFUNNI.
BÍLEIGENDUR ATHUGIÐ
öll viljum við forða bílnum okkar frá ryð-
skemmdum.
Látið BÍLARYÐVÖRN H.F. viðhalda verðgildi
bílsms.
VÖNDUÐ VINNA — VANIR MENN.
BÍLARYÐVÖRIM
SKEIFUNNI 17,
SÍMAR 81390 OG 81397
FV 11 1971
47