Frjáls verslun - 01.11.1971, Blaðsíða 75
INGVAR HELGASON flytur
inn Datsun bíla frá Japan. Eru
fáanlegir bílar af mjög fjöl-
breytilegum stærðum frá Dat-
sun, allt frá litlum 4 manna
fjölskyldubíl í stóra sex manna
bila og kröftuga sportbíla.
Minnsti bíllinn er Datsun
Cherry, næstur að stærð kem-
ur 1200 og þá 1600. Þessir bílar
eru allir framleiddir í mismun-
andi útgáfum, svo sem station,
coupé, sjálfskiptir. sumir
tveggja og fjögurra dyra, o. s.
frv.
Sex manna bíllinn nefnist
240C og 220D með díselvél, en
allmargir slíkir leigubílar eru
þegar í notkun, hér á landi.
Datsun 240Z sportbíllinn hefur
vakið mikla athygli út um
heim, enda kraftmikill og vand-
aður sportbíll.
Datsun 1600, fjögurra dyra fjölskyldubíll.
FORDUMBOÐIN SVEINN
EGILSSON og KR KRIST-
JÁNSSON HF. bjóða upp á
mjög fjölbreytt úrval bíla, frá
mörgum löndum. Að undan-
förnu hefur Cortina verið einn
vinsælasti bíllinn á markaðnum
hér á landi. Nú hafa umboðin
einnig hafið sölu á Ford Escort,
sem er nokkru minni en Cort-
ina. Hefur sá bíll verið notað-
ur í rally og kappakstra, með
frábærum árangri. T.d. voru
tveir fyrstu bílar í World Cup
Rally til Mexico af þessari gerð.
Amerískir Fordbílar hafa
lengi verið hér vinsælir, en inn-
flutningur á þeim takmarkaður
á undanförnum árum, vegna
hás verðs. Nú bjóða Fordum-
boðin Mercury Comet á 480
þúsund, einföldustu gerð. Þá
hefur Bronco verið mjög vin-
sæll bíll hér á landi. Ford bílar
eru einnig fluttir inn frá Þýzka-
landi.
Mercury Comet GT, tveggja dyra.
Ford Escort GT, sem notaður er í Rally.
FV 11 1971
75