Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1971, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.11.1971, Blaðsíða 28
Efnahatfsmál Takmarkað svigrúm IVIöguleikar til launahækkana hafa verið nýttir til hins ýtrasta. — Hætta á óðaverð- bólgu af völdum of mikilla launahækkana og fjárfestingar. — Ríkisstjórnin stefnir beint í átt til gengisfellingar í einhverju formi. Síðan 1969 hafa raunveru- legar atvinnutekjur launastétt- anna í heild aukizt meira en þjóðartekjur á mann eða vinnu- stund. Þannig hafa launatekj- urnar aukizt um 30%, en þjóð- artekjur á mann um 20%. Hækkun launatekna er mis- munandi mikil eftir starfshóp- um. Aukning kaupmáttar kaup- taxta verkafólks og iðnaðar- manna svarar til aukningar þjóðartekna á vinnustund, en aukning atvinnutekna verka- manna einna hefur verið 4% minni en aukning þjóðartekna á mann. Svigrúm, sem skapast hefur til launahækkana síðan 1969, hefur verið nýtt til hins ýtr- asta. Kjör sjómanna hafa batn- að um 25-30% á tiltölulega stuttum tíma og opinberir starfsmenn töldu sig hafa feng- ið um 30-35% launahækkun með samningunum í desember 1970. Sennilega eru þessar hækkanir til opinberra starfs- manna meiri, þegar á heildina er litið, vegna þess, að auka- greiðslur, sem áttu að falla nið- ur, hafa í reyndinni haldist ó- breyttar í ýmsum tilfellum. Opinberir starfsmenn höfðu dregist aftur úr öðrum stétt- um í fyrrasumar, en með áður- nefndum samningum unnu þeir það upp og sennilega vel það. Nú er talið, að hugsanlegt sé að veita afmörkuðum launa- hópum nokkra launahækkun, án verulegra verðlagsáhrifa. Heildarhækkun handa öllum þeim, sem nú æskja launa- hækkana má sennilega ekki verða meiri en 5%, án þess að almennar verðlaeshækkanir fylgi í kjölfarið. Eigi launa- hækkanir að verða meiri en þetta, hljóta þær að segja til sín í verðlaginu. Að vísu eru atvinnugreinarnar misjafnlega undir það búnar að mæta launa- hækkunum. Framleiðni og greiðsluþol aukast misjafnlega hratt. En benda má á, að auðveld- ara er að meta greiðslugetuna í einni grein en annari. Það er t. d. auðveldara að gera sér grein fyrir greiðsluþoli iðnaðar og sjávarútvegs en t. d. verzl- unar og byggingariðnaðar og ýmissa annarra þjónustugreina, svo dæmi séu tekin. í bygg- ingarstarfsemi koma aukin vinnuafköst yfirleitt strax fram í hækkuðum launum vegna ákvæðisvinnukerfisins, en önnur atriði gætu aukið greiðslugetuna. Verzlunin er misjafnlega aflögufær eftir því, hvar hún er staðsett. Nauð- synjavöruverzlunin utan höfuð- borgarsvæðisins stendur einna verst að vígi, en verzlun með tæki og munaðarvöru, stendur að ýmsu leyti betur, vegna auk- innar veltu. Verulegar almennar launa- hækkanir munu að öðru ó- breyttu hafa í för með sér aukningu í neyzlu, sem síðan leiðir af sér versnandi gjald- eyrisstöðu. Talið er, að verð- tryggð 7% launhækkun muni hafa í för með sér, að gjald- eyrisstaðan versni um ca. 2200 milljónir króna. Af þessum upplýsingum má verða ljóst, að ríkisstjórnin og atvinnuvegirnir standa frammi fyrir gífurlegum vandamálum. Almennt er viðurkennt að veita þurfi hinum lægst laun- uðu umtalsverðar kjarabætur. Vissar stéttir aðrar hafa einn- ig dregist aftur úr sambærileg- um starfshópum, eftir samning- ana við opinbera starfsmenn og á það við félagsmenn Verzl- unarmannafélags Reykjavíkur. Þá hefur ríkisstjórnin sjálf lof- að að beita sér fyrir kjarabót- um, sem vinnuveitendur verða ekki spurðir um, hvort veittar verði. Hún hefur sett í frum- varpsform styttingu vinnuvik- unnar um fjórar stundir, sem talin er jafngilda 10% kjara- bótum. Einnig lengingu orlofs um þrjá daga, sem jafngildir 1% kjarabótum. Þarna er strax útgjaldauakning hjá atvinnu- vegunum, sem er meiri en þeir eru almennt taldir geta risið undir. Ríkið þarf sjálft að mæta útgjöldum vegna hækkandi launakostnaðar auk annarar útgjaldaaukningar. Ríkisstjórn- in gat ekki um miðjan nóvem- ber svarað því, hvar hún ætlaði að taka þær tekjur, sem ríkis- sjóð skortir. Þegar stjórnin var mynduð sögðu talsmenn hennar, að þeir myndu bera byrðarnar, sem breiðust hefðu bökin. Þessi breiðu bök hafa reynst færri en álitið var. Enn sem komið er verður ekkert full- yrt um, hvernig ríkisstjórnin hyggst maéta þeim vandamál- um, sem hún á nú við að etja í efnahagsmálum. Þessi vanda- mál eru sumpart sprottin af veilum í sjálfu efnahagskerf- inu, sumpart af stefnu laun- þegasamtakanna sjálfra, sum- part vegna aðgerða stjórnar- flokkanna meðan þeir voru í stjórnarandstöðu, og loks af ó- leysanlegum vandamálum, í þeim skilningi, að lausnin er pólitískt óframkvæmanleg, og enda naumast æskileg í sjálfu sér. Stjórnarandstaðan hefur ekki reynt að hagnast á ástandinu. Hún hefur ekki hvatt til óraun- hæfra kjarabóta eða reynt að hrinda launþegahreyfing- unni út í verkfall. Hún bíður 28 FV 11 1971
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.