Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1971, Blaðsíða 49

Frjáls verslun - 01.11.1971, Blaðsíða 49
öryggis viðskiptalífsins hafa víða verið tekin upp í erlend hlutafélagalög ákvæði um, að skráningarstjóri skuli hafa eftirlit með greiðslu hlutaíjár og að stjórn hlutafélags sé skylt að færa sönnur á fyrir honum, að hlutafé sé fyrir hendi í samræmi við tilkynningu. Svo kann að fara, eftir að hlutafélag er stofn- að og hefur tekið til starfa, að rekstur þess verði ólöglegur eða óheilbrigður, meðal annars sök- um þess, að félagsmenn hyggja meira að sínum eigin hag en félagsins. Getur það komið fram í þvi, að fé sé beinlínis dregið út úr rekstri fé- lagsins og látið ganga til félagsmanna fram yfir heimilar arðgreiðslur, þannig að félaginu sé stofnað í fjárhagslega hættu eða höfuðstóll þess skertur. Og þó að því sé ekki til að dreifa, þá geta ýmis ráð verið til að láta féiagsmenn, einn eða fleiri, njóta óeðlilegs hagnaðar á kostnað félagsins, og sitja þeir þá uppi með eignirnar, ef illa fer fyrir félaginu. Hætta á þessu er meiri í fámennum félögum, þar sem einn aðal- hluthafi ræður mestu um stjórn og rekstur félagsins. í fjölmennum félögum veita hlut- hafarnir venjulega hver öðrum nokkurt aðhald í þessum efnum. Til þess að koma í veg fyrir misnotkun hluta- félagaformsins með þessum hætti, hafa á síð- ari tímum verið sett í erlend hlutafélagalög ströng ákvæði um fullkomnar bókfærslur fé- laganna. Eru þar ýtarlegar reglur um, hvernig haga skuli árlegum efnahags- og rekstrarreikn- ingum. Skal þar senda skráningarstjóra afrit þeirra, og ber honum að skerast í leikinn, ef hann telur reikningsfærsluna grunsamlega. Mis- munandi skoðanir eru uppi um það, hvort al- menningur eigi að hafa aðgang að vitneskju um þau gögn, sem skráningarstjóra eru sýnd, en sé það ekki heimilað í lögunum, þá er skrán- ingarstjóri háður þagnarskyldu eins og t. d. skattayfirvöld. Víða erlendis er tekið hart á því, ef bókhald hlutafélaga er látið sýna betri hag félagsins en hann er í raun og veru. Ef hluta- félag hyggst auka hlutafé sitt með almennu út- boði, er lögð á það sérstaklega rík skylda til að gefa réttar upplýsingar um efnahag sinn og rekstrarafkomu. Hlutafé hlutafélags er sá fasti höfuðstóll, sem lánardrottnar félagsins eiga á hverjum tíma að njóta sem tryggingar kröfum sínum. Hlutaféð er að vísu ekki ávallt hið eina, sem skuldheimtu- FISKIKASSAR Kjarabót fyrir sjómenn, hagsbót fyrir útgerðina Kassafiskur er á hærra verði, rýrnar minna og flokkast betur. Athuganir hafa sýnt, að fiskikassar eru hagkvæmasta fjárfesting sem völ er á í sjávarútveginum. Hafin er innlend framleiðsla úr nýju plastefni, ABS, sem er harðara, sterkara og léttara en áður hefur þekkzt. 90 I. kassar taka 45-50 kg af fiski. Uppskipun verður fljótari og léttari. Nýhannaðir kassar — handhægir, léttir og ótrúlega auðvelt að þrífa. AUKIÐ VERÐMÆTI AFLANS PLASTIÐJAN BJARG AKUREYRI SÍMI (96) 12672 FV 11 1971 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.