Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1971, Page 49

Frjáls verslun - 01.11.1971, Page 49
öryggis viðskiptalífsins hafa víða verið tekin upp í erlend hlutafélagalög ákvæði um, að skráningarstjóri skuli hafa eftirlit með greiðslu hlutaíjár og að stjórn hlutafélags sé skylt að færa sönnur á fyrir honum, að hlutafé sé fyrir hendi í samræmi við tilkynningu. Svo kann að fara, eftir að hlutafélag er stofn- að og hefur tekið til starfa, að rekstur þess verði ólöglegur eða óheilbrigður, meðal annars sök- um þess, að félagsmenn hyggja meira að sínum eigin hag en félagsins. Getur það komið fram í þvi, að fé sé beinlínis dregið út úr rekstri fé- lagsins og látið ganga til félagsmanna fram yfir heimilar arðgreiðslur, þannig að félaginu sé stofnað í fjárhagslega hættu eða höfuðstóll þess skertur. Og þó að því sé ekki til að dreifa, þá geta ýmis ráð verið til að láta féiagsmenn, einn eða fleiri, njóta óeðlilegs hagnaðar á kostnað félagsins, og sitja þeir þá uppi með eignirnar, ef illa fer fyrir félaginu. Hætta á þessu er meiri í fámennum félögum, þar sem einn aðal- hluthafi ræður mestu um stjórn og rekstur félagsins. í fjölmennum félögum veita hlut- hafarnir venjulega hver öðrum nokkurt aðhald í þessum efnum. Til þess að koma í veg fyrir misnotkun hluta- félagaformsins með þessum hætti, hafa á síð- ari tímum verið sett í erlend hlutafélagalög ströng ákvæði um fullkomnar bókfærslur fé- laganna. Eru þar ýtarlegar reglur um, hvernig haga skuli árlegum efnahags- og rekstrarreikn- ingum. Skal þar senda skráningarstjóra afrit þeirra, og ber honum að skerast í leikinn, ef hann telur reikningsfærsluna grunsamlega. Mis- munandi skoðanir eru uppi um það, hvort al- menningur eigi að hafa aðgang að vitneskju um þau gögn, sem skráningarstjóra eru sýnd, en sé það ekki heimilað í lögunum, þá er skrán- ingarstjóri háður þagnarskyldu eins og t. d. skattayfirvöld. Víða erlendis er tekið hart á því, ef bókhald hlutafélaga er látið sýna betri hag félagsins en hann er í raun og veru. Ef hluta- félag hyggst auka hlutafé sitt með almennu út- boði, er lögð á það sérstaklega rík skylda til að gefa réttar upplýsingar um efnahag sinn og rekstrarafkomu. Hlutafé hlutafélags er sá fasti höfuðstóll, sem lánardrottnar félagsins eiga á hverjum tíma að njóta sem tryggingar kröfum sínum. Hlutaféð er að vísu ekki ávallt hið eina, sem skuldheimtu- FISKIKASSAR Kjarabót fyrir sjómenn, hagsbót fyrir útgerðina Kassafiskur er á hærra verði, rýrnar minna og flokkast betur. Athuganir hafa sýnt, að fiskikassar eru hagkvæmasta fjárfesting sem völ er á í sjávarútveginum. Hafin er innlend framleiðsla úr nýju plastefni, ABS, sem er harðara, sterkara og léttara en áður hefur þekkzt. 90 I. kassar taka 45-50 kg af fiski. Uppskipun verður fljótari og léttari. Nýhannaðir kassar — handhægir, léttir og ótrúlega auðvelt að þrífa. AUKIÐ VERÐMÆTI AFLANS PLASTIÐJAN BJARG AKUREYRI SÍMI (96) 12672 FV 11 1971 49

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.