Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1971, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.11.1971, Blaðsíða 35
starfi í því formi, sem við höf- um lýst og stungið upp á.“ OPINBEBAR STOFNANIR Þá er rætt um sameiginlegar aðgerðir, sem yfirvöldum ber að beita sér fyrir, til þess að skapa iðnaðinum aðlögunar- hæfni, vegna breyttra mark- aðsaðstæðna. Talið er nauðsyn- legt að tollar á vélum og hjálp- arefnum til iðnaðar verði end- urskoðaðir og ef til vill felldir niður. Verðlagsákvæði verði endurskoðuð. Stuðningur verði veittur við menntun leiðbein- enda og tæknimanna. Örvað verði samstarf fyrirtækja, og veittur fjárhagslegur stuðning- ur við þau verkefni, sem gerð- ar eru tillögur um. Veitt verði lán til endurbóta í fyrirtækj- um. Fylgzt sé með og takmark- aður innflutningur á óvönduð- um vefnaðarvörum. Loks er lagt til að veittur verði fjár- stuðningur til starfsemi út- flutningsráðgjafa. Bent er á, að tollar á vélum séu kostnaður, sem reikna verði inn í söluverð framleiðsl- unnar. Niðurfelling tolla mundi örva til endurnýjunar á véla- kosti. Niðurfelling tolla á hjálp- arvörum stuðli að aukinni sam- keppnishæfni um verð. Verð- lagsákvæði eru talin eðlileg, þegar samkeppni er af ein- hverjum ástæðum takmörkuð. Þar sem frjáls samkeppni ríkir og eftirspurn ræður framleiðsl- unni, hafa verðlagsákvæði tak- markaða þýðingu. „Slíkar regl- ur verka þá oft þannig, að þær torvelda þróun þeirra fyrir- tækja, sem hafa mesta vaxtar- möguleika, en veita aftur á móti stuðning þeim fyrirtækj- um, sem verst eru rekin. Niður- felling eða rýmkun verðlags- ákvæða ætti að örva tæknileg- ar umbætur hjá beztu fyrir- tækjunum.“ ÓNÓG TÆKNIÞEKKING Þá benda hinir norsku sér- fræðingar á nauðsyn þess, að saumakennsla í Iðnskólanum verði efld. Þeir segja, að áætl- un sú, sem farið er eftir, mið- ist ekki við nýtízkulegar kennsluaðferðir, og leggja því til, að hið opinbera veiti fjár- stuðning til þess að mennta einn eða tvo leiðbeinendur. Fyrirtækin í saumaiðnaði skort- ir mjög tæknimenntað fólk, sem þekkir til þeirrar þróun- ar, sem átt hefur sér stað uppá síðkastið, varðandi stjórnun í fataiðnaði, tæknilegan útbúnað og framleiðsluaðferðir. Lagt er til, að tíma- og aðferðarrann- sóknir verði teknar upp, og að öflun menntunar á þessu sviði verði styrkt af hinu opinbera. Frá Akraprjón. Peysa með hettu. Gerðar eru beinar tillögur um sameiningu teppaverk- smiðja, tveggja prjónaverk- smiðja, tveggja vefnaðarverk- smiðja, tæknilegt samstarf karl- mannafatnaðarfyrirtækja, og samstarf fyrirtækja í léttum iðnaði. Verkefni þessi krefjast fjárfestingar, sem aðallega felst í kaupum á vélum, er henta betur sérhæfðum rekstri. Enn fremur yrði fjármagni varið til að koma á nýju rekstrarskipu- lagi og til fjármögnunar í rekstri. Fjárhagsleg geta fyrir- tækjanna er mjög mismunandi, og nokkur fyrirtæki verða að taka lán til að geta aðlagað sig. AÐLÖGUNARSJÓÐUR Litlar líkur eru til, að þetta fé fáist eftir venjulegum lána- leiðum, og verður því að kynna yfirvöldum hvar þörfin er brýn- ust. Þau verða síðan annað hvort að veita lán eða ábyrgð- ir fyrir lánum til þess að unnt sé að hrinda hinum ýmsu verk- efnum í framkvæmd. í Noregi hefur verið komið á fót Aðlögunarsjóði iðnaðar- ins, sem hefur eftirfarandi markmið: Skipulagningu sölu- aukandi aðgerða á útflutnings- mörkuðum og á heimamarkaði. Skipulagningu útflutningsfram- leiðslu, m. a. hönnun og fram- leiðsluaðlögun. Aðgerðir til um- bóta á skipulagslegri uppbygg- ingu starfsgreinanna. Rann- sóknir og menntun á starfs- greinagrundvelli. ÓIIAGSTÆÐUR SAMANBURÐUR Þegar gerður er samanburð- ur á hæfni íslenzka iðnaðarins til að ná afköstum og arði af starfseminni við hliðstæð fyrir- tæki í Noregi, verður saman- burðurinn í flestum tilfellum afskaplega óhagstæður hinum íslenzku. Hér er um slíkt vandamál að ræða, að árangur til úrbóta mun ekki nást, nema með mjög róttækum aðgerðum, svo sem þegar er búið að minn- ast á. Eigendur fyrirtækja verða að afsala sér vissu sjálf- stæði, afstaða þeirra til sam- starfs við aðra þarf að breyt- ast. Ný þekking þarf að koma til skjalanna. Aðstoð hins opin- bera þarf að aukast og þar fram eftir götunum, Á TfMAMÓTUM Iðnaðurinn stendur nú á tímamótum vegna aðildarinnar að EFTA og samninga við Efna- hagsbandalagið. Almennt talað má fullyrða að iðnaðurinn, lánastofnanir og opinberir að- ilar hafi tekið umrædda skýrslu til alvarlegrar athugunar. Sér- stök nefnd fjallar um efni hennar, skipuð af þeim aðilum, FV 11 1971 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.