Frjáls verslun - 01.11.1971, Blaðsíða 42
blossaði upp, starfsfólkið axl-
aði ekki þá ábyrgð, sem einka-
rekstur leggur á það, og kröf-
urnar voru yfirgnæfandi. Lyfja-
verzlun var þá mjög áhættu-
söm, hvað þá nú, og það hlaut
að koma skýrt fram eðlismun-
ur einkareksturs og ríkisrekst-
urs, þegar hvort tveggja var
reynt, hvað og varð.
FV: Nú er aftur tekið að
ræða um ríkisrekstur hér á
landi, að minnsta kosti virðist
mönnum það liggja í yfirlýs-
ingum stjórnvalda.
ST: Já, annars er þetta svo
afskaplega óljóst allt saman,
hvað um er verið að tala, og
því lítið um það að segja ennþá.
En aðstæður hafa síður en svo
snúizt á sveif með ríkisrekstri
síðustu 50 árin, síður en svo.
Orsakirnar, sem lágu því tii
grundvallar á árunum 1920-
1930, að bá reyndist ekki hag-
kvæmt að láta ríkið reka lyfja-
verzlunina, hafa þvert á móti
fremur vaxið að mikilvægi í
þessari atvinnugrein. Ég hygg,
að þetta sé að sannast í Noregi
og Svíþjóð, þar sem tilraunir
hafa verið gerðar undanfarið
með aukin ríkisafskipti, þótt
full reynsla sé ekki komin á
það enn. Lyfjaverzlunin hefur
orðið flóknari með hverju ár-
inu, nú er kominn aragrúi af
sérlyfjum, sem framleidd eru í
verksmiðjum og eftir einka-
leyfum, og framleiðsla apótek-
anna minnkar stöðugt hlut-
fallslega. Þetta krefst mun
meiri þekkingar og miklu
meira og flóknara birgðahalds,
sem þýðir jú um leið aukna
áhættu að ýmsu leyti. Nei, þær
tilraunir til ríkisrekstrar í
lyfjaverzlun, sem gerðar hafa
verið, benda ekki til þess, að
þar sé að finna svarið við
spurningunni um hagkvæm-
ustu lyfjadreifinguna, enda er
slíkur ríkisrekstur hvergi í
Vestur-Evrópu að neinu marki,
nema þetta í Noregi og Sví-
þjóð núna. Hér hafa áhrif rík-
isvaldsins verið fremur of mik-
il en of lítil, eins og ég vék að
áðan, því miður fyrir þá, sem
þurfa á lyfjum að halda. Það
hefur verið gengið mun lengra
en að veita eðlilegt og strangt
aðhald, sem er sjálfsagt og í
sjálfu sér nauðsynlegt í öllum
atvinnurekstri, og þess vegna
þarf að lagfæra ýmislegt, sem
aflaga hefur farið vegna hringl-
anda og meira að segja mis-
notkunar á lyfjum, sem tekju-
stofni ríkissjóðs.
STEFÁN THORARENSEN hf.
FV: Nú rekur þú ennþá
verzlun með lyf, það mun vera
stærsta lyfjaheildverzlunin í
landinu?
ST: Já, það var þannig, að
á stríðsárunum seinni lokuðust
siglingaleiðir frá Evrópu til ís-
lands, og lyfjaflutningar hing-
að féllu niður um leið. Ég snéri
mér þá að því að útvega sam-
bönd við Ameríku, og það tókst.
Það kom eiginlega af sjálfu sér,
að ég.fór að selja öðrum apó-
tekum og héraðslæknum þessi
lyf, og það leiddi svo til stofn-
unar sérstakrar lyfjaheildverzl-
unar. Mér þótti óhagkvæmt að
reka apótekið í senn sem smá-
söluverzlun og heildverzlun, og
stofnaði heildverzlunina Stefán
Thorarensen vegna heildsölu-
dreifingarinnar. Þeirri verzlun
var síðar breytt í hlutafélag.
Það mun vera rétt, að Stefán
Thorarensen hf. sé stærsta
lyfjaheildverzlunin. En við
verzlum einnig með hjúkrunar-
gögn og margs konar kemískar
vörur, og höfum loks umboð
fyrir Agfa-lj ósmyndavörur, sem
er rekið í sérdeild.
FV: Líklega halda flestir, að
Lyfjaverzlun ríkisins sé stærsta
lyfjaheildverzlunin.
ST: Það getur vel verið, en
staðreyndin er samt sú, að
Lyfjaverzlun ríkisins kemur á
eftir einum fjórum eða fimm
heildverzlunum, og hún annast
fyrst og fremst lyfjadreifingu
til ríkissjúkrahúsanna. Annars
er fjöldinn allur af aðilum, sem
verzlar með lyf, margir án til-
skilins leyfis, og þar er auð-
vitað gat í kerfinu. Slíkur galli
í framkvæmd lyfsölulaganna
er að sjálfsögðu alvarlegur, og
hann er um leið furðulegur,
þegar stjórnvöld hafa á hinn
bóginn áhyggjur af of miklum
dreifingarkostnaði.
FV: Nú sagðir þú áðan, að
lyfjaverzlunin hefði breytzt í
grundvallaratriðum, þannig að
framleiðsla sérlyfja í verk-
smiðjum væri í sífelldum vexti,
en framleiðsla apótekanna
minnkaði að sama skapi. Er
mögulegt að reka hér á landi
umtalsverða lyfjaframleiðslu?
ST: Nei, það tel ég, að sé
ekki hægt. Við búum til ýms-
ar algengar töflur og blöndum
ýmis tiltölulega einföld lyf. Á
þessum vettvangi gæti ef til
vill orðið nokkur aukning, sér
staklega ef tollaákvæði væru
samræmd í þeim tilgangi að
örfa slíka framleiðslu. En þau
lyf, sem mestu máli skipta nú
orðið, eru þessi sérlyf, fram-
leidd í tengslum við stórar og
dýrar rannsóknarstofur, sem
sem við höfum engin tök á að
koma upp. Tengslin milli þess-
ara aðila verða að vera mjög
náin, og sömuleiðis milli þeirra
og dreifingaraðilanna. Við er-
um ekki í þeirri aðstöðu, að
geta starfað að neinu marki á
þessum vettvangi. Og ég tel
Saltvík á Kjalarnesi.
42
FV 11 1971